Niðurgreitt innanlandsflug – hví ekki? Guðmundur Edgarsson skrifar 6. október 2016 07:00 Knattspyrnuhetjan og gistihúsaeigandinn Ívar Ingimarsson vill niðurgreiða innanlandsflug svo landsbyggðin fái notið ríkisrekinnar þjónustu í höfuðborginni með sama hætti og þeir sem búa á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Ívar spyr um réttlæti þess að fólk á suðvesturhorninu geti notið þjónustu stofnana á borð við Þjóðleikhúsið, Hörpu og Landspítalann meðan landsbyggðarfólk þurfi að búa við skertan aðgang vegna fjarlægðar og hárra flugfargjalda. Þetta er réttmæt ábending hjá Ívari og því kærkomið tækifæri fyrir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum að tala fyrir niðurgreiddu innanlandsflugi.Niðurgreiðslur á niðurgreiðslur ofan En ein niðurgreiðsla kallar á aðra. Ekki mun líða á löngu þar til aðrir hagsmunahópar muni krefjast niðurgreiðslna sér til handa og munu þá vísa í alls kyns fordæmi, t.d. ríkisstyrkt innanlandsflug. Og eftir því sem fordæmunum fyrir ríkisstyrkjum fjölgar, því erfiðara verður að standa gegn fleiri slíkum. Smám saman mun félagshyggjan verða alltumlykjandi og útþanið ríkisbáknið ganga stöðugt lengra í skattheimtu og miðstýringu.Rjúfa þarf vítahringinn En hvernig á þá að rjúfa þennan vítahring sífellt víðtækari niðurgreiðslna með tilheyrandi skattahækkunum og valdasamþjöppun stjórnmálamanna? Einfaldlega með því að vinda ofan af þeim, einni af annarri, og leyfa markaðnum að þróast í æ virkara samkeppnisumhverfi þar sem sköttum og íþyngjandi reglugerðum er haldið í lágmarki. Í slíku samfélagi mun frelsi til nýsköpunar og hvatar til hagræðingar leiða til æ ódýrari lausna á sífellt fleiri sviðum. Tekjumunur verður áfram en aðgengi að lífsgæðum jafnari þar sem vörur og þjónusta verða sífellt ódýrari í slíku umhverfi. Kröfur um valdboðnar niðurgreiðslur verða því undantekningin fremur en reglan. Jafnvel í velferðarmálum munu tryggingarfélög á markaði sem og sjálfsprottið framtak einstaklinga og frjálsra félagasamtaka leysa ríkið af hólmi að stórum hluta því í samfélagi sem byggir á viðskiptafrelsi og sívirkri samkeppni verður hagsæld og verðmætasköpun mun meiri en við þekkjum undir pólitísku kerfi þar sem ríkið einokar hvert sviðið á fætur öðru. Því er brýnt að leyfa markaðnum að þróast á heilbrigðum grundvelli í stað þess að skekkja hann með vanhugsuðum niðurgreiðslum æ ofan í æ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Knattspyrnuhetjan og gistihúsaeigandinn Ívar Ingimarsson vill niðurgreiða innanlandsflug svo landsbyggðin fái notið ríkisrekinnar þjónustu í höfuðborginni með sama hætti og þeir sem búa á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Ívar spyr um réttlæti þess að fólk á suðvesturhorninu geti notið þjónustu stofnana á borð við Þjóðleikhúsið, Hörpu og Landspítalann meðan landsbyggðarfólk þurfi að búa við skertan aðgang vegna fjarlægðar og hárra flugfargjalda. Þetta er réttmæt ábending hjá Ívari og því kærkomið tækifæri fyrir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum að tala fyrir niðurgreiddu innanlandsflugi.Niðurgreiðslur á niðurgreiðslur ofan En ein niðurgreiðsla kallar á aðra. Ekki mun líða á löngu þar til aðrir hagsmunahópar muni krefjast niðurgreiðslna sér til handa og munu þá vísa í alls kyns fordæmi, t.d. ríkisstyrkt innanlandsflug. Og eftir því sem fordæmunum fyrir ríkisstyrkjum fjölgar, því erfiðara verður að standa gegn fleiri slíkum. Smám saman mun félagshyggjan verða alltumlykjandi og útþanið ríkisbáknið ganga stöðugt lengra í skattheimtu og miðstýringu.Rjúfa þarf vítahringinn En hvernig á þá að rjúfa þennan vítahring sífellt víðtækari niðurgreiðslna með tilheyrandi skattahækkunum og valdasamþjöppun stjórnmálamanna? Einfaldlega með því að vinda ofan af þeim, einni af annarri, og leyfa markaðnum að þróast í æ virkara samkeppnisumhverfi þar sem sköttum og íþyngjandi reglugerðum er haldið í lágmarki. Í slíku samfélagi mun frelsi til nýsköpunar og hvatar til hagræðingar leiða til æ ódýrari lausna á sífellt fleiri sviðum. Tekjumunur verður áfram en aðgengi að lífsgæðum jafnari þar sem vörur og þjónusta verða sífellt ódýrari í slíku umhverfi. Kröfur um valdboðnar niðurgreiðslur verða því undantekningin fremur en reglan. Jafnvel í velferðarmálum munu tryggingarfélög á markaði sem og sjálfsprottið framtak einstaklinga og frjálsra félagasamtaka leysa ríkið af hólmi að stórum hluta því í samfélagi sem byggir á viðskiptafrelsi og sívirkri samkeppni verður hagsæld og verðmætasköpun mun meiri en við þekkjum undir pólitísku kerfi þar sem ríkið einokar hvert sviðið á fætur öðru. Því er brýnt að leyfa markaðnum að þróast á heilbrigðum grundvelli í stað þess að skekkja hann með vanhugsuðum niðurgreiðslum æ ofan í æ.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar