Niðurgreitt innanlandsflug – hví ekki? Guðmundur Edgarsson skrifar 6. október 2016 07:00 Knattspyrnuhetjan og gistihúsaeigandinn Ívar Ingimarsson vill niðurgreiða innanlandsflug svo landsbyggðin fái notið ríkisrekinnar þjónustu í höfuðborginni með sama hætti og þeir sem búa á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Ívar spyr um réttlæti þess að fólk á suðvesturhorninu geti notið þjónustu stofnana á borð við Þjóðleikhúsið, Hörpu og Landspítalann meðan landsbyggðarfólk þurfi að búa við skertan aðgang vegna fjarlægðar og hárra flugfargjalda. Þetta er réttmæt ábending hjá Ívari og því kærkomið tækifæri fyrir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum að tala fyrir niðurgreiddu innanlandsflugi.Niðurgreiðslur á niðurgreiðslur ofan En ein niðurgreiðsla kallar á aðra. Ekki mun líða á löngu þar til aðrir hagsmunahópar muni krefjast niðurgreiðslna sér til handa og munu þá vísa í alls kyns fordæmi, t.d. ríkisstyrkt innanlandsflug. Og eftir því sem fordæmunum fyrir ríkisstyrkjum fjölgar, því erfiðara verður að standa gegn fleiri slíkum. Smám saman mun félagshyggjan verða alltumlykjandi og útþanið ríkisbáknið ganga stöðugt lengra í skattheimtu og miðstýringu.Rjúfa þarf vítahringinn En hvernig á þá að rjúfa þennan vítahring sífellt víðtækari niðurgreiðslna með tilheyrandi skattahækkunum og valdasamþjöppun stjórnmálamanna? Einfaldlega með því að vinda ofan af þeim, einni af annarri, og leyfa markaðnum að þróast í æ virkara samkeppnisumhverfi þar sem sköttum og íþyngjandi reglugerðum er haldið í lágmarki. Í slíku samfélagi mun frelsi til nýsköpunar og hvatar til hagræðingar leiða til æ ódýrari lausna á sífellt fleiri sviðum. Tekjumunur verður áfram en aðgengi að lífsgæðum jafnari þar sem vörur og þjónusta verða sífellt ódýrari í slíku umhverfi. Kröfur um valdboðnar niðurgreiðslur verða því undantekningin fremur en reglan. Jafnvel í velferðarmálum munu tryggingarfélög á markaði sem og sjálfsprottið framtak einstaklinga og frjálsra félagasamtaka leysa ríkið af hólmi að stórum hluta því í samfélagi sem byggir á viðskiptafrelsi og sívirkri samkeppni verður hagsæld og verðmætasköpun mun meiri en við þekkjum undir pólitísku kerfi þar sem ríkið einokar hvert sviðið á fætur öðru. Því er brýnt að leyfa markaðnum að þróast á heilbrigðum grundvelli í stað þess að skekkja hann með vanhugsuðum niðurgreiðslum æ ofan í æ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Knattspyrnuhetjan og gistihúsaeigandinn Ívar Ingimarsson vill niðurgreiða innanlandsflug svo landsbyggðin fái notið ríkisrekinnar þjónustu í höfuðborginni með sama hætti og þeir sem búa á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Ívar spyr um réttlæti þess að fólk á suðvesturhorninu geti notið þjónustu stofnana á borð við Þjóðleikhúsið, Hörpu og Landspítalann meðan landsbyggðarfólk þurfi að búa við skertan aðgang vegna fjarlægðar og hárra flugfargjalda. Þetta er réttmæt ábending hjá Ívari og því kærkomið tækifæri fyrir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum að tala fyrir niðurgreiddu innanlandsflugi.Niðurgreiðslur á niðurgreiðslur ofan En ein niðurgreiðsla kallar á aðra. Ekki mun líða á löngu þar til aðrir hagsmunahópar muni krefjast niðurgreiðslna sér til handa og munu þá vísa í alls kyns fordæmi, t.d. ríkisstyrkt innanlandsflug. Og eftir því sem fordæmunum fyrir ríkisstyrkjum fjölgar, því erfiðara verður að standa gegn fleiri slíkum. Smám saman mun félagshyggjan verða alltumlykjandi og útþanið ríkisbáknið ganga stöðugt lengra í skattheimtu og miðstýringu.Rjúfa þarf vítahringinn En hvernig á þá að rjúfa þennan vítahring sífellt víðtækari niðurgreiðslna með tilheyrandi skattahækkunum og valdasamþjöppun stjórnmálamanna? Einfaldlega með því að vinda ofan af þeim, einni af annarri, og leyfa markaðnum að þróast í æ virkara samkeppnisumhverfi þar sem sköttum og íþyngjandi reglugerðum er haldið í lágmarki. Í slíku samfélagi mun frelsi til nýsköpunar og hvatar til hagræðingar leiða til æ ódýrari lausna á sífellt fleiri sviðum. Tekjumunur verður áfram en aðgengi að lífsgæðum jafnari þar sem vörur og þjónusta verða sífellt ódýrari í slíku umhverfi. Kröfur um valdboðnar niðurgreiðslur verða því undantekningin fremur en reglan. Jafnvel í velferðarmálum munu tryggingarfélög á markaði sem og sjálfsprottið framtak einstaklinga og frjálsra félagasamtaka leysa ríkið af hólmi að stórum hluta því í samfélagi sem byggir á viðskiptafrelsi og sívirkri samkeppni verður hagsæld og verðmætasköpun mun meiri en við þekkjum undir pólitísku kerfi þar sem ríkið einokar hvert sviðið á fætur öðru. Því er brýnt að leyfa markaðnum að þróast á heilbrigðum grundvelli í stað þess að skekkja hann með vanhugsuðum niðurgreiðslum æ ofan í æ.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar