Rétturinn til vanlíðunar Jóhanna Andrésdóttir skrifar 7. október 2016 10:00 Við þekkjum öll fólkið – eða heyrum af því reglulega, að minnsta kosti. Hjónunum sem misstu barnið sitt, konunni sem hefur þurft að búa við ofbeldi í fleiri ár, stráknum með krabbameinið, fólkinu sem þurfti að flýja heimili sín. Og við finnum til samkenndar. Hluti af sálartetrinu í okkur þjáist jafnvel með þeim. Einn daginn finnum við sjálf til vanlíðunar. Og áður en við vitum af, án þess að skilja hvað veldur því, hafa liðið vikur og jafnvel mánuðir, og innra með okkur er enn þessi nagandi vanlíðan. Einhvers konar þjáning, einhver einmanaleiki, eitthvað tóm. En við vorum ekki að missa fjölskyldumeðlim. Við vorum ekki að greinast með banvænan sjúkdóm. Við búum ekki í stríðshrjáðu landi. Hvaða rétt höfum við til þess að líða illa? Við gerum náttúrulega ekkert mál úr þessu. Ekkert rugl. Við snúum okkur bara að einhverju öðru, dreifum huganum. Virðist ganga ágætlega þannig; á meðan það er eitthvað að gerast í kringum okkur. Svo förum við úr jafnvægi þegar Serrano konan setur óvart svartar baunir á burritoinn okkar. Og það fer í taugarnar á okkur hvað það má varla blása á okkur án þess að við verðum pirruð. Hvaða afsökun höfum við til þess að missa áhugann á að umgangast fólk eða hrynja grátandi í eldhúsgólfið af því að við bara getum ekki meir? Mörg okkar munu ekki stoppa fyrr en við hjólum fram af brúninni. Fyrr en kerfið hrynur, fyrr en allt fer í fokk. Sumir átta sig á þróuninni og snúa sjálfir við. Aðrir halda sér á brúninni allan tímann. Flest okkar eru það heppin að, ef við sjálf leyfum, þá eru margir reiðubúnir til þess að hjálpa okkur aftur inn á veginn. Það tekur mislangan tíma, og getur gengið upp og niður, en er þess virði að reyna. Mögulega horfum við til baka og áttum okkur á því að Serrano-jafnvægisleysið var búið að vera í uppsiglingu í svolítinn tíma. Skiljum jafnvel ekki hvað við gátum verið blind á eigin líðan. Við lærum að við höfum öll rétt til vanlíðunar. Og við lærum að við þurfum að viðurkenna það, einkum fyrir okkur sjálfum, þegar okkur líður ekki nógu vel. Við lærum að við getum gert ýmislegt til þess að stuðla að góðri geðheilsu, líkt og við getum gert með líkamlega heilsu, en, líkt og með líkamlegu heilsuna, þá getur geðheilsan okkar þurft að kljást við ýmislegt þrátt fyrir að við lifum heilbrigðu og almennt góðu lífi. Við lærum að það virkar ekki að sparka vanlíðaninni út um gluggann og láta eins og hún hafi ekki bankað upp á. Við lærum að okkur má líða illa, og að okkur má líða vel, og að við megum alveg fá hjálp við að rétta okkur af. Það er eðlilegt að fara allan skalann af tilfinningum, en þegar tilfinning er orðin það viðvarandi að hún er farin að hamla okkur, þá er tími til að bremsa og meta aðstæður, jafnvel spyrja til vegar. Sýnum hvert öðru vægð – en líka okkur sjálfum.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Hugrúnar, nýstofnaðs geðfræðslufélags við Háskóla Íslands, í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 10. október Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll fólkið – eða heyrum af því reglulega, að minnsta kosti. Hjónunum sem misstu barnið sitt, konunni sem hefur þurft að búa við ofbeldi í fleiri ár, stráknum með krabbameinið, fólkinu sem þurfti að flýja heimili sín. Og við finnum til samkenndar. Hluti af sálartetrinu í okkur þjáist jafnvel með þeim. Einn daginn finnum við sjálf til vanlíðunar. Og áður en við vitum af, án þess að skilja hvað veldur því, hafa liðið vikur og jafnvel mánuðir, og innra með okkur er enn þessi nagandi vanlíðan. Einhvers konar þjáning, einhver einmanaleiki, eitthvað tóm. En við vorum ekki að missa fjölskyldumeðlim. Við vorum ekki að greinast með banvænan sjúkdóm. Við búum ekki í stríðshrjáðu landi. Hvaða rétt höfum við til þess að líða illa? Við gerum náttúrulega ekkert mál úr þessu. Ekkert rugl. Við snúum okkur bara að einhverju öðru, dreifum huganum. Virðist ganga ágætlega þannig; á meðan það er eitthvað að gerast í kringum okkur. Svo förum við úr jafnvægi þegar Serrano konan setur óvart svartar baunir á burritoinn okkar. Og það fer í taugarnar á okkur hvað það má varla blása á okkur án þess að við verðum pirruð. Hvaða afsökun höfum við til þess að missa áhugann á að umgangast fólk eða hrynja grátandi í eldhúsgólfið af því að við bara getum ekki meir? Mörg okkar munu ekki stoppa fyrr en við hjólum fram af brúninni. Fyrr en kerfið hrynur, fyrr en allt fer í fokk. Sumir átta sig á þróuninni og snúa sjálfir við. Aðrir halda sér á brúninni allan tímann. Flest okkar eru það heppin að, ef við sjálf leyfum, þá eru margir reiðubúnir til þess að hjálpa okkur aftur inn á veginn. Það tekur mislangan tíma, og getur gengið upp og niður, en er þess virði að reyna. Mögulega horfum við til baka og áttum okkur á því að Serrano-jafnvægisleysið var búið að vera í uppsiglingu í svolítinn tíma. Skiljum jafnvel ekki hvað við gátum verið blind á eigin líðan. Við lærum að við höfum öll rétt til vanlíðunar. Og við lærum að við þurfum að viðurkenna það, einkum fyrir okkur sjálfum, þegar okkur líður ekki nógu vel. Við lærum að við getum gert ýmislegt til þess að stuðla að góðri geðheilsu, líkt og við getum gert með líkamlega heilsu, en, líkt og með líkamlegu heilsuna, þá getur geðheilsan okkar þurft að kljást við ýmislegt þrátt fyrir að við lifum heilbrigðu og almennt góðu lífi. Við lærum að það virkar ekki að sparka vanlíðaninni út um gluggann og láta eins og hún hafi ekki bankað upp á. Við lærum að okkur má líða illa, og að okkur má líða vel, og að við megum alveg fá hjálp við að rétta okkur af. Það er eðlilegt að fara allan skalann af tilfinningum, en þegar tilfinning er orðin það viðvarandi að hún er farin að hamla okkur, þá er tími til að bremsa og meta aðstæður, jafnvel spyrja til vegar. Sýnum hvert öðru vægð – en líka okkur sjálfum.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Hugrúnar, nýstofnaðs geðfræðslufélags við Háskóla Íslands, í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 10. október
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar