Lífsgæði og lífsógnandi sjúkdómur Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 8. október 2016 07:00 Hvernig er hægt að tala um lífsgæði og lífsógnandi sjúkdóma í einni og sömu andrá? Þegar sjúkdómar og erfið veikindi gera vart við sig eigum við erfitt með að sjá að um einhver lífsgæði geti verið að ræða í slíkum aðstæðum. Við tengjum almennt lífsgæði okkar sterkt við heilsu og þegar hún gefur sig þá verður breyting þar á. Líknarmeðferð er hugmyndafræði sem leggur áherslu á að bæta lífsgæði þeirra sem eru með lífsógnandi sjúkdóma og fjölskyldna þeirra. Heildræn sýn á manneskjuna liggur þar að baki þar sem hin mismunandi svið tilverunnar eru talin skarast og öll skipta máli í meðhöndlun og umönnun fólks með lífsógnandi sjúkdóma. Þessi svið tilverunnar snerta líkamlega þætti, sálfélagslega og andlega og trúarlega. Einkenni sjúkdóma eru meðhöndluð svo sem verkir, ógleði, magnleysi, kvíði, depurð o.s.frv. Fjölskyldan skiptir máli og ítrekað er að þegar einn fjölskyldumeðlimur veikist hefur það áhrif á alla í viðkomandi fjölskyldu. Alþjóðlegur dagur líknarmeðferðar er haldinn ár hvert og ber í ár upp á 8. október. Tilgangurinn með því að halda slíkan dag er að vekja athygli og auka skilning á líknarmeðferð og styðja við þá meðferð á alþjóðavettvangi. Hvert ár hefur ákveðna yfirskrift og er yfirskrift dagsins í ár: Að lifa og deyja í sársauka – Það þarf ekki að vera raunin (“Living and dying in pain: It doesn´t have to happen”). Lífið – samtök um líknarmeðferð voru stofnuð árið 1998 og er markmið samtakanna m.a. að stuðla að framförum á sviði líknarmeðferðar, að hvetja til rannsókna á sviði líknarmeðferðar og að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Lífið hefur í gegnum árin staðið fyrir námskeiðum, málstofum og ráðstefnum bæði ein sér og í samstarfi við aðra, stutt og styrkt heilbrigðisstarfsfólk í símenntun og framhaldsnámi og vakið athygli á líknarmeðferð á almennum vettvangi. Í tilefni af alþjóðlegum degi líknarmeðferðar í ár eru samtökin að vinna að heildaruppfærslu og endurskoðun á vefsíðu sinni www.lsl.is. Ný og endurbætt vefsíða verður tekin í notkun nú í októbermánuði. Ég vil hvetja öll þau sem áhuga hafa á líknarmeðferð og vilja kynna sér hana frekar að heimsækja vefsíðu samtakanna. Aukin þekking á líknarmeðferð og efling líknarmeðferðar stuðlar að betri þjónustu við öll þau sem haldin eru lífsógnandi sjúkdómum sem og fjölskyldur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Hvernig er hægt að tala um lífsgæði og lífsógnandi sjúkdóma í einni og sömu andrá? Þegar sjúkdómar og erfið veikindi gera vart við sig eigum við erfitt með að sjá að um einhver lífsgæði geti verið að ræða í slíkum aðstæðum. Við tengjum almennt lífsgæði okkar sterkt við heilsu og þegar hún gefur sig þá verður breyting þar á. Líknarmeðferð er hugmyndafræði sem leggur áherslu á að bæta lífsgæði þeirra sem eru með lífsógnandi sjúkdóma og fjölskyldna þeirra. Heildræn sýn á manneskjuna liggur þar að baki þar sem hin mismunandi svið tilverunnar eru talin skarast og öll skipta máli í meðhöndlun og umönnun fólks með lífsógnandi sjúkdóma. Þessi svið tilverunnar snerta líkamlega þætti, sálfélagslega og andlega og trúarlega. Einkenni sjúkdóma eru meðhöndluð svo sem verkir, ógleði, magnleysi, kvíði, depurð o.s.frv. Fjölskyldan skiptir máli og ítrekað er að þegar einn fjölskyldumeðlimur veikist hefur það áhrif á alla í viðkomandi fjölskyldu. Alþjóðlegur dagur líknarmeðferðar er haldinn ár hvert og ber í ár upp á 8. október. Tilgangurinn með því að halda slíkan dag er að vekja athygli og auka skilning á líknarmeðferð og styðja við þá meðferð á alþjóðavettvangi. Hvert ár hefur ákveðna yfirskrift og er yfirskrift dagsins í ár: Að lifa og deyja í sársauka – Það þarf ekki að vera raunin (“Living and dying in pain: It doesn´t have to happen”). Lífið – samtök um líknarmeðferð voru stofnuð árið 1998 og er markmið samtakanna m.a. að stuðla að framförum á sviði líknarmeðferðar, að hvetja til rannsókna á sviði líknarmeðferðar og að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Lífið hefur í gegnum árin staðið fyrir námskeiðum, málstofum og ráðstefnum bæði ein sér og í samstarfi við aðra, stutt og styrkt heilbrigðisstarfsfólk í símenntun og framhaldsnámi og vakið athygli á líknarmeðferð á almennum vettvangi. Í tilefni af alþjóðlegum degi líknarmeðferðar í ár eru samtökin að vinna að heildaruppfærslu og endurskoðun á vefsíðu sinni www.lsl.is. Ný og endurbætt vefsíða verður tekin í notkun nú í októbermánuði. Ég vil hvetja öll þau sem áhuga hafa á líknarmeðferð og vilja kynna sér hana frekar að heimsækja vefsíðu samtakanna. Aukin þekking á líknarmeðferð og efling líknarmeðferðar stuðlar að betri þjónustu við öll þau sem haldin eru lífsógnandi sjúkdómum sem og fjölskyldur þeirra.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar