Lífsgæði og lífsógnandi sjúkdómur Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 8. október 2016 07:00 Hvernig er hægt að tala um lífsgæði og lífsógnandi sjúkdóma í einni og sömu andrá? Þegar sjúkdómar og erfið veikindi gera vart við sig eigum við erfitt með að sjá að um einhver lífsgæði geti verið að ræða í slíkum aðstæðum. Við tengjum almennt lífsgæði okkar sterkt við heilsu og þegar hún gefur sig þá verður breyting þar á. Líknarmeðferð er hugmyndafræði sem leggur áherslu á að bæta lífsgæði þeirra sem eru með lífsógnandi sjúkdóma og fjölskyldna þeirra. Heildræn sýn á manneskjuna liggur þar að baki þar sem hin mismunandi svið tilverunnar eru talin skarast og öll skipta máli í meðhöndlun og umönnun fólks með lífsógnandi sjúkdóma. Þessi svið tilverunnar snerta líkamlega þætti, sálfélagslega og andlega og trúarlega. Einkenni sjúkdóma eru meðhöndluð svo sem verkir, ógleði, magnleysi, kvíði, depurð o.s.frv. Fjölskyldan skiptir máli og ítrekað er að þegar einn fjölskyldumeðlimur veikist hefur það áhrif á alla í viðkomandi fjölskyldu. Alþjóðlegur dagur líknarmeðferðar er haldinn ár hvert og ber í ár upp á 8. október. Tilgangurinn með því að halda slíkan dag er að vekja athygli og auka skilning á líknarmeðferð og styðja við þá meðferð á alþjóðavettvangi. Hvert ár hefur ákveðna yfirskrift og er yfirskrift dagsins í ár: Að lifa og deyja í sársauka – Það þarf ekki að vera raunin (“Living and dying in pain: It doesn´t have to happen”). Lífið – samtök um líknarmeðferð voru stofnuð árið 1998 og er markmið samtakanna m.a. að stuðla að framförum á sviði líknarmeðferðar, að hvetja til rannsókna á sviði líknarmeðferðar og að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Lífið hefur í gegnum árin staðið fyrir námskeiðum, málstofum og ráðstefnum bæði ein sér og í samstarfi við aðra, stutt og styrkt heilbrigðisstarfsfólk í símenntun og framhaldsnámi og vakið athygli á líknarmeðferð á almennum vettvangi. Í tilefni af alþjóðlegum degi líknarmeðferðar í ár eru samtökin að vinna að heildaruppfærslu og endurskoðun á vefsíðu sinni www.lsl.is. Ný og endurbætt vefsíða verður tekin í notkun nú í októbermánuði. Ég vil hvetja öll þau sem áhuga hafa á líknarmeðferð og vilja kynna sér hana frekar að heimsækja vefsíðu samtakanna. Aukin þekking á líknarmeðferð og efling líknarmeðferðar stuðlar að betri þjónustu við öll þau sem haldin eru lífsógnandi sjúkdómum sem og fjölskyldur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Hvernig er hægt að tala um lífsgæði og lífsógnandi sjúkdóma í einni og sömu andrá? Þegar sjúkdómar og erfið veikindi gera vart við sig eigum við erfitt með að sjá að um einhver lífsgæði geti verið að ræða í slíkum aðstæðum. Við tengjum almennt lífsgæði okkar sterkt við heilsu og þegar hún gefur sig þá verður breyting þar á. Líknarmeðferð er hugmyndafræði sem leggur áherslu á að bæta lífsgæði þeirra sem eru með lífsógnandi sjúkdóma og fjölskyldna þeirra. Heildræn sýn á manneskjuna liggur þar að baki þar sem hin mismunandi svið tilverunnar eru talin skarast og öll skipta máli í meðhöndlun og umönnun fólks með lífsógnandi sjúkdóma. Þessi svið tilverunnar snerta líkamlega þætti, sálfélagslega og andlega og trúarlega. Einkenni sjúkdóma eru meðhöndluð svo sem verkir, ógleði, magnleysi, kvíði, depurð o.s.frv. Fjölskyldan skiptir máli og ítrekað er að þegar einn fjölskyldumeðlimur veikist hefur það áhrif á alla í viðkomandi fjölskyldu. Alþjóðlegur dagur líknarmeðferðar er haldinn ár hvert og ber í ár upp á 8. október. Tilgangurinn með því að halda slíkan dag er að vekja athygli og auka skilning á líknarmeðferð og styðja við þá meðferð á alþjóðavettvangi. Hvert ár hefur ákveðna yfirskrift og er yfirskrift dagsins í ár: Að lifa og deyja í sársauka – Það þarf ekki að vera raunin (“Living and dying in pain: It doesn´t have to happen”). Lífið – samtök um líknarmeðferð voru stofnuð árið 1998 og er markmið samtakanna m.a. að stuðla að framförum á sviði líknarmeðferðar, að hvetja til rannsókna á sviði líknarmeðferðar og að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Lífið hefur í gegnum árin staðið fyrir námskeiðum, málstofum og ráðstefnum bæði ein sér og í samstarfi við aðra, stutt og styrkt heilbrigðisstarfsfólk í símenntun og framhaldsnámi og vakið athygli á líknarmeðferð á almennum vettvangi. Í tilefni af alþjóðlegum degi líknarmeðferðar í ár eru samtökin að vinna að heildaruppfærslu og endurskoðun á vefsíðu sinni www.lsl.is. Ný og endurbætt vefsíða verður tekin í notkun nú í októbermánuði. Ég vil hvetja öll þau sem áhuga hafa á líknarmeðferð og vilja kynna sér hana frekar að heimsækja vefsíðu samtakanna. Aukin þekking á líknarmeðferð og efling líknarmeðferðar stuðlar að betri þjónustu við öll þau sem haldin eru lífsógnandi sjúkdómum sem og fjölskyldur þeirra.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun