Honda með agnarsmárri 0,6 lítra vél náði 421 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2016 09:57 Lítil en hraðskreið Honda. Bílar þurfa ekki endilega að vera með vélum með mikið sprengirými til að vera hraðskreiðir og það sannaði Honda með þessum straumlínulagaða HondaJet bíl um daginn. Hann ók um saltslétturnar í Bonneville og náði þar 421,3 km hraða. Í þessari “rakettu” er aðeins 0,6 lítra vél, sem einnig má finna í Honda S660 roadster sportbílnum. Í þeim agnarsmár sportbíl, sem aðallega er markaðssettur í Japan, er þessi vél 63 hestöfl en Honda hefur tekist að kreista þrefalt það afl úr vélinni og þannig var þessi HondaJet fær um að ná þessum mikla hraða. Til að fá þennan mikla hraða skráðan sem met þurfti bíllinn að ná honum á leið sinni fram og til baka á saltsléttunum í Bonneville. Rendar mældist mesti hraði bílsins 428 km/klst en þeim hraða náði hann ekki á bakaleiðinni og því er hámarkshraðinn skráður 261,875 mílur, eða 421,3 km/klst. Hraðasti Honda bíll fram að þessu, Honda Racing F1 var búinn V10 vél og náði hann 400 km hraða árið 2006. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent
Bílar þurfa ekki endilega að vera með vélum með mikið sprengirými til að vera hraðskreiðir og það sannaði Honda með þessum straumlínulagaða HondaJet bíl um daginn. Hann ók um saltslétturnar í Bonneville og náði þar 421,3 km hraða. Í þessari “rakettu” er aðeins 0,6 lítra vél, sem einnig má finna í Honda S660 roadster sportbílnum. Í þeim agnarsmár sportbíl, sem aðallega er markaðssettur í Japan, er þessi vél 63 hestöfl en Honda hefur tekist að kreista þrefalt það afl úr vélinni og þannig var þessi HondaJet fær um að ná þessum mikla hraða. Til að fá þennan mikla hraða skráðan sem met þurfti bíllinn að ná honum á leið sinni fram og til baka á saltsléttunum í Bonneville. Rendar mældist mesti hraði bílsins 428 km/klst en þeim hraða náði hann ekki á bakaleiðinni og því er hámarkshraðinn skráður 261,875 mílur, eða 421,3 km/klst. Hraðasti Honda bíll fram að þessu, Honda Racing F1 var búinn V10 vél og náði hann 400 km hraða árið 2006.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent