
Kosningamál númer eitt
Vissulega er verið að vinna að úrbótum stöðugt og má ætla að menn og konur líka séu að vissu leyti uppvið vegg í mörgum málum. Auðvitað kostar þessi þjónusta mjög mikinn pening. Pening sem þarf jafnvel að taka úr öðrum verkefnum sem getur verið sársaukafullt og erfitt. Því er auðvelt að skilja þá röksemdafærslu að forgangsmál hljóti að vera að stuðla að stöðugleika, greiða niður vexti af lánum ríkisins og stunda aðhald í ríkisrekstri. Þannig muni verða tækifæri til að gera betur en þegar er. Ég er í grunninn sammála þessu og líklega allir aðrir líka. Það er bara svo óstjórnlega sárt að hlusta á þetta vitandi að við höfum á nær öllum tímabilum kreppu, eða hagvaxtar eins og nú ríkir, klikkað á því að bæta í kerfið. Horfum afturfyrir kreppu og hrun og jafnvel lengra þá bar okkur ekki gæfa til þess heldur. Vandinn er ekki nýr af nálinni, þvert á móti. Stjórnmálamenn spila strútinn af einskærri fagmennsku.
Stjórnvöld vita af mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu, erfiðleikum í tengslum við samkeppnishæfni launa og aðstöðu heilbrigðisstarfsfólks, öldrun þjóðarinnar og breyttu mynstri þjónustuþega á þeim vettvangi auk flóðbylgju lífsstílssjúkdóma og örorku sem mun gera kerfið miklu miklu dýrara en það er nú þegar. Það er eiginlega bara fyndið að hlusta á það þegar talað er um að bregðast við þessum atriðum og horfa á efndirnar í raun. Ég hef oft bent á þetta í samanburði við ferðaþjónustuna sem er mjög vaxandi atvinnugrein hér eins og allir þekkja. Fjöldi ferðamanna hefur ítrekað verið langt umfram spár og virðist ekki lát á. Þeir sem ferðast í gegnum Leifsstöð finna álagið, allar stoðstéttirnar sem þar starfa eru að kikna undan álagi og viðbrögðin eru svifasein og flumbrukennd. Mætti segja að það eigi að byggja landganginn að flugstöðinni þegar flugvélin er þegar lent, það gengur auðvitað engan veginn!
Samlíkingin er að því leyti rétt að hvorugt kerfanna er í stakk búið að takast á við þau vandamál og verkefni sem voru og eru fyrirsjáanleg. Það sem meira er þá má segja að vandi heilbrigðisþjónustunnar sé fyrirsjáanlegri að því leyti að hann mun ekki hverfa líkt og getur mögulega gerst með ferðamennina ef þeim líst betur á annað land en Ísland einhverra hluta vegna. Við munum þurfa að hlúa að okkar eigin. Hvernig væri að vera núna á undan vandanum í stað þess að elta á sér skottið og stoppa í götin og ausa bátinn þegar hann er farinn að leka stíft.
Það virðist vera einhver ákvörðunarfælni í þessum málaflokki, nema þegar kemur að kosningum. Þá allt í einu koma fram hin og þessi verkefni sem hafa verið í bígerð um lengri eða skemmri tíma. Kannski mætti vera meiri ákveðni á öðrum tímum kjörtímabilsins og spila svolitla sókn, þegar ég var í fótbolta á sínum tíma þá sagði þjálfarinn minn að sókn væri besta vörnin. Ég hallast að því að hann hafi haft rétt fyrir sér í meginatriðum, amk unnum við flesta okkar leiki þá.
Ég ætla svo að gerast svo djarfur að segja að heilbrigðiskerfið snýst ekki bara um Landspítalann þó það sé alveg augljóslega stærsti útgjaldaliðurinn og án vafa ein mikilvægasta einstaka stofnunin í kerfinu. Eins og margoft hefur komið fram getur spítalinn bara sinnt sinni vinnu eins og best verður á kosið ef umhverfi hans, þá sérstaklega heilsugæslan, auk annarrar utanspítalaþjónustu líkt og öldrunar og hjúkrunarheimila virkar. Ég þekki áherslur heilbrigðisráðherra um heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í kerfinu og að sjálfsögðu þann aðila sem fylgir eftir sjúklingi í kjölfar sjúkrahúsvistar. Ég vil meina að eitt af megin vandamálum í heilbrigðiskerfinu er hversu illa gengur að breyta um takt í heilsugæslunni. Hvar eru forsvarsmenn hennar í fréttum? Hvers vegna er ekki meira talað um þessa þætti? Af hverju tölum við bara um Landspítalann? Það er löngu sannað að grunnþjónustan í allri sinni fjölbreytni, ef hún virkar, er það sem heldur kerfinu gangandi, þar með talið sérfræðilæknaþjónusta á stofu.
Það vantar pening, helling af pening svo vel verði við unað og helling af hugrekki til að setja hann í kerfið án þess að tafsa og halda áfram að moka flórinn með skeið. Það er allt of lítið gert og ríkisfjármálaáætlun er langt undir væntingum hvað þessi atriði snertir. Ég ætla að þakka Kára fyrir að tala tæpitungulaust en á sama tíma hvetja aðra til hins sama, heilbrigðisstarfsfólk sem sjúklinga og notendur þjónustunnar. Þá vil ég hvetja stjórnmálamenn, hvar í flokki sem er, að standa í lappirnar með loforð sín, það er eina ávísunin á endurkjör.
Skoðun

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar