Isavia hagnaðist um 1,6 milljarða Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2016 09:58 Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Vísir Fyrirtækið Isavia hagnaðist um 1.620 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Alls voru tekjur fyrirtækisins 14.408 milljónir og heildarafkoma eftir skatta 1.667 milljónir. Rekstrarafkoma Isavia jókst um 30 prósent á milli ára. Heildarafkoma jókst um 1.127 milljónir króna á milli ára en í tilkynningu frá Isavia segir að þar af megi rekja 670 milljónir til gengisáhrifa af erlendum fjáreignum og skuldum. Rekstartekjur voru 2.953 milljónum hærri en á sama tímabili í fyrra. Í tilkynningunni segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, að rekstarafkoma sé í takt við áætlanir félagsins. „Uppfærð farþegaspá Keflavíkurflugvallar sem félagið kynnti í febrúar síðastliðnum gefur þó tilefni til að ætla að afkoma félagsins fyrir árið í heild verði nokkuð betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Isavia hefur lagt í kostnaðarsamar aðgerðir til að bregðast við fádæma vexti á Keflavíkurflugvelli og það er mjög ánægjulegt að sjá á sama tíma hversu vel hefur tekist til við að standa vörð um arðsemi þess fjármagns sem eigandi félagsins, íslenska ríkið, hefur bundið í rekstrinum. Isavia kynnti á dögunum vetraráætlun Keflavíkurflugvallar þar sem sætaframboð eykst á milli ára um hátt í 60%. Það er afar ánægjulegt að vetrarferðamennskan skuli aukast þetta mikið og ég er afar stoltur af þætti Isavia í þeim vexti en félagið hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar með öflugri markaðssetningu gagnvart flugfélögum og hvatakerfi sem veitir flugfélögum, sem hefja flug allt árið, afslátt af notendagjöldum.“34 prósent fjölgun farþega Um 2,7 milljónir farþega fóru um Keflavíkurflugvöll á fyrri hluta ársins og er það aukning um 34 prósent. Það er svipaður fjöldi og fór um flugvöllinn á öllu síðasta ári. Í heildina gerir Isavia ráð fyrir að fjöldi farþega á árinu verði um 6,7 milljónir.LYKILTÖLUR ÚR HÁLFSÁRSUPPGJÖRI 2016 Tekjur: 14.408 milljónir króna Rekstrarhagnaður: 1.620 milljónir króna Heildarafkoma eftir skatta: 1.667 milljónir króna Handbært fé: 5.129 milljónir króna Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum: 6.243 milljónir króna Eigið fé í lok tímabils: 21.8 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Fyrirtækið Isavia hagnaðist um 1.620 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Alls voru tekjur fyrirtækisins 14.408 milljónir og heildarafkoma eftir skatta 1.667 milljónir. Rekstrarafkoma Isavia jókst um 30 prósent á milli ára. Heildarafkoma jókst um 1.127 milljónir króna á milli ára en í tilkynningu frá Isavia segir að þar af megi rekja 670 milljónir til gengisáhrifa af erlendum fjáreignum og skuldum. Rekstartekjur voru 2.953 milljónum hærri en á sama tímabili í fyrra. Í tilkynningunni segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, að rekstarafkoma sé í takt við áætlanir félagsins. „Uppfærð farþegaspá Keflavíkurflugvallar sem félagið kynnti í febrúar síðastliðnum gefur þó tilefni til að ætla að afkoma félagsins fyrir árið í heild verði nokkuð betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Isavia hefur lagt í kostnaðarsamar aðgerðir til að bregðast við fádæma vexti á Keflavíkurflugvelli og það er mjög ánægjulegt að sjá á sama tíma hversu vel hefur tekist til við að standa vörð um arðsemi þess fjármagns sem eigandi félagsins, íslenska ríkið, hefur bundið í rekstrinum. Isavia kynnti á dögunum vetraráætlun Keflavíkurflugvallar þar sem sætaframboð eykst á milli ára um hátt í 60%. Það er afar ánægjulegt að vetrarferðamennskan skuli aukast þetta mikið og ég er afar stoltur af þætti Isavia í þeim vexti en félagið hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar með öflugri markaðssetningu gagnvart flugfélögum og hvatakerfi sem veitir flugfélögum, sem hefja flug allt árið, afslátt af notendagjöldum.“34 prósent fjölgun farþega Um 2,7 milljónir farþega fóru um Keflavíkurflugvöll á fyrri hluta ársins og er það aukning um 34 prósent. Það er svipaður fjöldi og fór um flugvöllinn á öllu síðasta ári. Í heildina gerir Isavia ráð fyrir að fjöldi farþega á árinu verði um 6,7 milljónir.LYKILTÖLUR ÚR HÁLFSÁRSUPPGJÖRI 2016 Tekjur: 14.408 milljónir króna Rekstrarhagnaður: 1.620 milljónir króna Heildarafkoma eftir skatta: 1.667 milljónir króna Handbært fé: 5.129 milljónir króna Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum: 6.243 milljónir króna Eigið fé í lok tímabils: 21.8
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira