Hlynur Bærings: Aðeins spurning hvort ég nái 200 landsleikjum eða ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2016 22:28 Hlynur í baráttunni í Höllinni í kvöld. Hann átti frábæran leik. Vísir/Anton Brink Hlynur Bæringsson spilaði sinn 102. landsleik í 84-62 sigri á Kýpverjum fyrir framan 1600 manns í Laugardalshöll í kvöld. Hann var besti maður vallarins með 18 stig og níu fráköst Leikur liðsins gekk ekki vel framan af en okkar menn leiddu þó í hálleik 42-36. „Við spiluðum mjög vel í þriðja leikhluta og fram í lok fjórða. Við erum svo óvanir því, margir hverjir á ferlinum, að vera fyrir fram líklegri. En það reddaðist í seinni hálfleiknum,“ sagði Hlynur. Leikmenn skiptu mínútunum nokkuð vel á milli sín í leiknum í kvöld.Frábær hittni í kvöld „Við fengum mikið af bekknum í dag,“ sagði Hlynur. „Við náðum að keyra upp leikinn sem var ástæðan fyrir því að þeir urðu bara þreyttir í seinni hálfleik. Mér fannst þeir ekkert í rosalega góðu formi.“ Hlynur hefur verið að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna í undankeppninni en vítanýtingin verið verri, reyndar þangað til í kvöld. Sumir hafa haft á orði að Hlynur væri orðinn hittnari fyrir utan þriggja stiga. „Það er bara alveg rétt, þessa dagana. Það er yfirleitt ekki þannig en í þessari keppni hefur það verið þannig. Eigum við ekki heldur að reyna að halda hinu við og bæta vítin,“ sagði Hlynur sem setti sjö af níu vítum, fimm af sex í málningunni og tvö af þremur þriggja stiga skotum sínum. Nýtingin verður ekki mikið betri.Stefnir á 200 landsleiki Guðmundur Bragason afhenti Hlynur gullúr frá KKÍ fyrir leik í tilefni þess að Hlynur rauf 100 landsleikja múrinn. Guðmundur spilaði 169 landsleik þannig að nú munar 67 landsleikjum en Hlynur er á 34. aldursári. Getur hann náð Guðmundi? „Eiginlega eina spurningin er hvort ég nái 200 eða ekki. Ég held ég eigi eftir að eiga alveg stórleik í 200. landsleiknum. Mig grunar það.“ Hlynur þakkaði áhorfendum frábæran stuðning í kvöld og sagði það virkilega gaman að stemning á leikjum liðsins virðist vera orðin að reglu. Okkar menn mæta Belgum í Höllinni klukkan 16 á laugardaginn. EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kýpur 84-62 | Sannfærandi í seinni hálfleik í Höllinni Okkar menn mæta Belgum í úrslitaleik riðilsins á laugardaginn. 14. september 2016 21:45 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Hlynur Bæringsson spilaði sinn 102. landsleik í 84-62 sigri á Kýpverjum fyrir framan 1600 manns í Laugardalshöll í kvöld. Hann var besti maður vallarins með 18 stig og níu fráköst Leikur liðsins gekk ekki vel framan af en okkar menn leiddu þó í hálleik 42-36. „Við spiluðum mjög vel í þriðja leikhluta og fram í lok fjórða. Við erum svo óvanir því, margir hverjir á ferlinum, að vera fyrir fram líklegri. En það reddaðist í seinni hálfleiknum,“ sagði Hlynur. Leikmenn skiptu mínútunum nokkuð vel á milli sín í leiknum í kvöld.Frábær hittni í kvöld „Við fengum mikið af bekknum í dag,“ sagði Hlynur. „Við náðum að keyra upp leikinn sem var ástæðan fyrir því að þeir urðu bara þreyttir í seinni hálfleik. Mér fannst þeir ekkert í rosalega góðu formi.“ Hlynur hefur verið að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna í undankeppninni en vítanýtingin verið verri, reyndar þangað til í kvöld. Sumir hafa haft á orði að Hlynur væri orðinn hittnari fyrir utan þriggja stiga. „Það er bara alveg rétt, þessa dagana. Það er yfirleitt ekki þannig en í þessari keppni hefur það verið þannig. Eigum við ekki heldur að reyna að halda hinu við og bæta vítin,“ sagði Hlynur sem setti sjö af níu vítum, fimm af sex í málningunni og tvö af þremur þriggja stiga skotum sínum. Nýtingin verður ekki mikið betri.Stefnir á 200 landsleiki Guðmundur Bragason afhenti Hlynur gullúr frá KKÍ fyrir leik í tilefni þess að Hlynur rauf 100 landsleikja múrinn. Guðmundur spilaði 169 landsleik þannig að nú munar 67 landsleikjum en Hlynur er á 34. aldursári. Getur hann náð Guðmundi? „Eiginlega eina spurningin er hvort ég nái 200 eða ekki. Ég held ég eigi eftir að eiga alveg stórleik í 200. landsleiknum. Mig grunar það.“ Hlynur þakkaði áhorfendum frábæran stuðning í kvöld og sagði það virkilega gaman að stemning á leikjum liðsins virðist vera orðin að reglu. Okkar menn mæta Belgum í Höllinni klukkan 16 á laugardaginn.
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kýpur 84-62 | Sannfærandi í seinni hálfleik í Höllinni Okkar menn mæta Belgum í úrslitaleik riðilsins á laugardaginn. 14. september 2016 21:45 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kýpur 84-62 | Sannfærandi í seinni hálfleik í Höllinni Okkar menn mæta Belgum í úrslitaleik riðilsins á laugardaginn. 14. september 2016 21:45