Útgjöld vegna atvinnuleysis minnka um tvo milljarða í ár Heimir Már Pétursson skrifar 16. september 2016 14:07 Stórlega hefur dregið úr langtímaatvinnuleysi á undanförnum árum og í dag staldrar yfir helmingur fólks á atvinnuleysisskrá við í innan við sex mánuði. Í samantekt Hagsjár Landsbankans úr gögnum Vinnumálastofnunar á þróun atvinnuleysis undanfarin misseri kemur fram að ástandið hefur batnað mjög mikið. Gissur Pétursson forstjóri stofnunarinnar segir að mikið hafi dregið úr atvinnuleysinu og nú sé að meðaltali 2 prósent af vinnuaflinu án atvinnu. „Já, atvinnuleysi er komið niður í það sem það var lægst fyrir efnahagshrunið árið 2008. Það var um tvö prósent í ágústmánuði. Það verður varla farið mikið neðar,“ segir Gissur. En atvinnuleysið hefur mælst í tveimur prósentum þrjá mánuði í röð. Hins vegar eru að verða breytingar á samsetningu þess hóps sem er á atvinnuleysisskrá og virðist sem fólki með grunnskólamenntun eða styttri skólagöngu gangi betur að fá vinnu en langskólagengnu fólki. Mest er eftirspurnin eftir fólki í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. „Þau störf sem hafa verið að skapast eru í ferðaþjónustunni og veitingastarfsemi. Þar hafa orðið til mörg störf fyrir fólk sem þarf kannski ekki á langskólamenntun að halda. Það er líka verið að manna þessi störf með útlendingum eins og flestir sjá og finna fyrir. En störfum fyrir langskólagengið fólk hefur ekki fjölgað að sama skapi og það er visst áhyggjuefni,“ segir Gissur.Staðan erfiðust hjá langskólagengnum konum Atvinnuleysið er heldur meira meðal kvenna og á það einnig við um langskólagengnar konur fremur en karla. „Konum í langskólanámi hefur verið að fjölga á undanförnum árum. Meirihluti nemenda í háskólum landsins eru konur og þar með er meirihluti þeirra sem er að útskrifast konur. Af fjölda þeirra sem ekki finna störf er meirihlutinn konur,“ segir Gissur. Í ástandi sem þessu er hætta á spekileka. Að ungt menntað fólk yfirgefi landið til að freista gæfunnar í öðrum löndum. „Já, það er alveg möguleiki. En fólk er líka að taka önnur störf sem við reyndar hvetjum fólk til að gera. Sem eru ekki endilega í samræmi við þeirra menntun. Ávinningurinn af langskólanáminu er þá ekki að skila sér fyrir viðkomandi,“ segir forstjóri Vinnumálastofnunarinnar. Hluti tryggingargjaldsins sem fyrirtæki greiða rennur í atvinnuleysistryggingasjóð og var gjaldið hækkað verulega í hruninu vegna aukins atvinnuleysis. Samtök Atvinnulífsins hafa þrýst á að gjaldið verði lækkað en Gissur segir gott að safna í sjóð til mögru áranna. En útgjöld vegna atvinnuleysisbóta hafa lækkað mikið undanfarin misseri. „Svo sannanlega,“ segir Gissur. En á þessu ári fari tveimur milljörðum minna í greiðslur bóta en áætlanir Vinnumálastofnunar höfðu gert ráð fyrir. „Þannig að núna við uppgjör ársins erum við að skila þessum peningum aftur inn í ríkiskassann og það er gott að vita að hægt verði að nýta þessa peninga í eitthvað annað,“ segir Gissur Pétursson. Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Stórlega hefur dregið úr langtímaatvinnuleysi á undanförnum árum og í dag staldrar yfir helmingur fólks á atvinnuleysisskrá við í innan við sex mánuði. Í samantekt Hagsjár Landsbankans úr gögnum Vinnumálastofnunar á þróun atvinnuleysis undanfarin misseri kemur fram að ástandið hefur batnað mjög mikið. Gissur Pétursson forstjóri stofnunarinnar segir að mikið hafi dregið úr atvinnuleysinu og nú sé að meðaltali 2 prósent af vinnuaflinu án atvinnu. „Já, atvinnuleysi er komið niður í það sem það var lægst fyrir efnahagshrunið árið 2008. Það var um tvö prósent í ágústmánuði. Það verður varla farið mikið neðar,“ segir Gissur. En atvinnuleysið hefur mælst í tveimur prósentum þrjá mánuði í röð. Hins vegar eru að verða breytingar á samsetningu þess hóps sem er á atvinnuleysisskrá og virðist sem fólki með grunnskólamenntun eða styttri skólagöngu gangi betur að fá vinnu en langskólagengnu fólki. Mest er eftirspurnin eftir fólki í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. „Þau störf sem hafa verið að skapast eru í ferðaþjónustunni og veitingastarfsemi. Þar hafa orðið til mörg störf fyrir fólk sem þarf kannski ekki á langskólamenntun að halda. Það er líka verið að manna þessi störf með útlendingum eins og flestir sjá og finna fyrir. En störfum fyrir langskólagengið fólk hefur ekki fjölgað að sama skapi og það er visst áhyggjuefni,“ segir Gissur.Staðan erfiðust hjá langskólagengnum konum Atvinnuleysið er heldur meira meðal kvenna og á það einnig við um langskólagengnar konur fremur en karla. „Konum í langskólanámi hefur verið að fjölga á undanförnum árum. Meirihluti nemenda í háskólum landsins eru konur og þar með er meirihluti þeirra sem er að útskrifast konur. Af fjölda þeirra sem ekki finna störf er meirihlutinn konur,“ segir Gissur. Í ástandi sem þessu er hætta á spekileka. Að ungt menntað fólk yfirgefi landið til að freista gæfunnar í öðrum löndum. „Já, það er alveg möguleiki. En fólk er líka að taka önnur störf sem við reyndar hvetjum fólk til að gera. Sem eru ekki endilega í samræmi við þeirra menntun. Ávinningurinn af langskólanáminu er þá ekki að skila sér fyrir viðkomandi,“ segir forstjóri Vinnumálastofnunarinnar. Hluti tryggingargjaldsins sem fyrirtæki greiða rennur í atvinnuleysistryggingasjóð og var gjaldið hækkað verulega í hruninu vegna aukins atvinnuleysis. Samtök Atvinnulífsins hafa þrýst á að gjaldið verði lækkað en Gissur segir gott að safna í sjóð til mögru áranna. En útgjöld vegna atvinnuleysisbóta hafa lækkað mikið undanfarin misseri. „Svo sannanlega,“ segir Gissur. En á þessu ári fari tveimur milljörðum minna í greiðslur bóta en áætlanir Vinnumálastofnunar höfðu gert ráð fyrir. „Þannig að núna við uppgjör ársins erum við að skila þessum peningum aftur inn í ríkiskassann og það er gott að vita að hægt verði að nýta þessa peninga í eitthvað annað,“ segir Gissur Pétursson.
Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira