Útgjöld vegna atvinnuleysis minnka um tvo milljarða í ár Heimir Már Pétursson skrifar 16. september 2016 14:07 Stórlega hefur dregið úr langtímaatvinnuleysi á undanförnum árum og í dag staldrar yfir helmingur fólks á atvinnuleysisskrá við í innan við sex mánuði. Í samantekt Hagsjár Landsbankans úr gögnum Vinnumálastofnunar á þróun atvinnuleysis undanfarin misseri kemur fram að ástandið hefur batnað mjög mikið. Gissur Pétursson forstjóri stofnunarinnar segir að mikið hafi dregið úr atvinnuleysinu og nú sé að meðaltali 2 prósent af vinnuaflinu án atvinnu. „Já, atvinnuleysi er komið niður í það sem það var lægst fyrir efnahagshrunið árið 2008. Það var um tvö prósent í ágústmánuði. Það verður varla farið mikið neðar,“ segir Gissur. En atvinnuleysið hefur mælst í tveimur prósentum þrjá mánuði í röð. Hins vegar eru að verða breytingar á samsetningu þess hóps sem er á atvinnuleysisskrá og virðist sem fólki með grunnskólamenntun eða styttri skólagöngu gangi betur að fá vinnu en langskólagengnu fólki. Mest er eftirspurnin eftir fólki í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. „Þau störf sem hafa verið að skapast eru í ferðaþjónustunni og veitingastarfsemi. Þar hafa orðið til mörg störf fyrir fólk sem þarf kannski ekki á langskólamenntun að halda. Það er líka verið að manna þessi störf með útlendingum eins og flestir sjá og finna fyrir. En störfum fyrir langskólagengið fólk hefur ekki fjölgað að sama skapi og það er visst áhyggjuefni,“ segir Gissur.Staðan erfiðust hjá langskólagengnum konum Atvinnuleysið er heldur meira meðal kvenna og á það einnig við um langskólagengnar konur fremur en karla. „Konum í langskólanámi hefur verið að fjölga á undanförnum árum. Meirihluti nemenda í háskólum landsins eru konur og þar með er meirihluti þeirra sem er að útskrifast konur. Af fjölda þeirra sem ekki finna störf er meirihlutinn konur,“ segir Gissur. Í ástandi sem þessu er hætta á spekileka. Að ungt menntað fólk yfirgefi landið til að freista gæfunnar í öðrum löndum. „Já, það er alveg möguleiki. En fólk er líka að taka önnur störf sem við reyndar hvetjum fólk til að gera. Sem eru ekki endilega í samræmi við þeirra menntun. Ávinningurinn af langskólanáminu er þá ekki að skila sér fyrir viðkomandi,“ segir forstjóri Vinnumálastofnunarinnar. Hluti tryggingargjaldsins sem fyrirtæki greiða rennur í atvinnuleysistryggingasjóð og var gjaldið hækkað verulega í hruninu vegna aukins atvinnuleysis. Samtök Atvinnulífsins hafa þrýst á að gjaldið verði lækkað en Gissur segir gott að safna í sjóð til mögru áranna. En útgjöld vegna atvinnuleysisbóta hafa lækkað mikið undanfarin misseri. „Svo sannanlega,“ segir Gissur. En á þessu ári fari tveimur milljörðum minna í greiðslur bóta en áætlanir Vinnumálastofnunar höfðu gert ráð fyrir. „Þannig að núna við uppgjör ársins erum við að skila þessum peningum aftur inn í ríkiskassann og það er gott að vita að hægt verði að nýta þessa peninga í eitthvað annað,“ segir Gissur Pétursson. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Stórlega hefur dregið úr langtímaatvinnuleysi á undanförnum árum og í dag staldrar yfir helmingur fólks á atvinnuleysisskrá við í innan við sex mánuði. Í samantekt Hagsjár Landsbankans úr gögnum Vinnumálastofnunar á þróun atvinnuleysis undanfarin misseri kemur fram að ástandið hefur batnað mjög mikið. Gissur Pétursson forstjóri stofnunarinnar segir að mikið hafi dregið úr atvinnuleysinu og nú sé að meðaltali 2 prósent af vinnuaflinu án atvinnu. „Já, atvinnuleysi er komið niður í það sem það var lægst fyrir efnahagshrunið árið 2008. Það var um tvö prósent í ágústmánuði. Það verður varla farið mikið neðar,“ segir Gissur. En atvinnuleysið hefur mælst í tveimur prósentum þrjá mánuði í röð. Hins vegar eru að verða breytingar á samsetningu þess hóps sem er á atvinnuleysisskrá og virðist sem fólki með grunnskólamenntun eða styttri skólagöngu gangi betur að fá vinnu en langskólagengnu fólki. Mest er eftirspurnin eftir fólki í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. „Þau störf sem hafa verið að skapast eru í ferðaþjónustunni og veitingastarfsemi. Þar hafa orðið til mörg störf fyrir fólk sem þarf kannski ekki á langskólamenntun að halda. Það er líka verið að manna þessi störf með útlendingum eins og flestir sjá og finna fyrir. En störfum fyrir langskólagengið fólk hefur ekki fjölgað að sama skapi og það er visst áhyggjuefni,“ segir Gissur.Staðan erfiðust hjá langskólagengnum konum Atvinnuleysið er heldur meira meðal kvenna og á það einnig við um langskólagengnar konur fremur en karla. „Konum í langskólanámi hefur verið að fjölga á undanförnum árum. Meirihluti nemenda í háskólum landsins eru konur og þar með er meirihluti þeirra sem er að útskrifast konur. Af fjölda þeirra sem ekki finna störf er meirihlutinn konur,“ segir Gissur. Í ástandi sem þessu er hætta á spekileka. Að ungt menntað fólk yfirgefi landið til að freista gæfunnar í öðrum löndum. „Já, það er alveg möguleiki. En fólk er líka að taka önnur störf sem við reyndar hvetjum fólk til að gera. Sem eru ekki endilega í samræmi við þeirra menntun. Ávinningurinn af langskólanáminu er þá ekki að skila sér fyrir viðkomandi,“ segir forstjóri Vinnumálastofnunarinnar. Hluti tryggingargjaldsins sem fyrirtæki greiða rennur í atvinnuleysistryggingasjóð og var gjaldið hækkað verulega í hruninu vegna aukins atvinnuleysis. Samtök Atvinnulífsins hafa þrýst á að gjaldið verði lækkað en Gissur segir gott að safna í sjóð til mögru áranna. En útgjöld vegna atvinnuleysisbóta hafa lækkað mikið undanfarin misseri. „Svo sannanlega,“ segir Gissur. En á þessu ári fari tveimur milljörðum minna í greiðslur bóta en áætlanir Vinnumálastofnunar höfðu gert ráð fyrir. „Þannig að núna við uppgjör ársins erum við að skila þessum peningum aftur inn í ríkiskassann og það er gott að vita að hægt verði að nýta þessa peninga í eitthvað annað,“ segir Gissur Pétursson.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira