Látið skoða sumarökutækin fyrir 1. október Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2016 16:08 Eigendur hafa hálfan mánuð til stefnu. Embætti sýslumannsins á Vestfjörðum hefur það aukaverkefni með höndum að leggja á og innheimta vanrækslugjald á þau ökutæki í landinu sem ekki er mætt með til skoðunar innan tiltekins frests. Síðasti tölustafurinn í bílnúmeri venjulegra bíla segir til um í hvaða mánuði ber að mæta með bílinn til skoðunar og tveim mánuðum eftir að sá mánuður er á enda runninn, leggst 15.000 króna vanrækslugjald á bílinn. Sé gjaldið greitt innan mánaðar fæst 50% afsláttur. Annars ekki. Flestir bíleigendur gera sér vel grein fyrir þessu. Hins vegar gleymist það oftar að önnur regla gildir um fornbíla, mótorhjól, húsbíla, fellihýsi og tjaldvagna. Hún er sú að síðasti tölustafurinn ræður ekki skoðunarmánuðinum heldur skulu þessi ökutæki koma til aðalskoðunar fyrir 1. ágúst hvers skoðunarárs. Sé það ekki gert leggst vanrækslugjaldið á í byrjun október. Sé ökutæki fært til skoðunar, eða skráningarmerki þess lögð inn, innan mánaðar frá álagningu fæst 50% afsláttur og greiðist þá einungis kr. 7.500. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum freistar þess nú að spara eigendum fornbílanna, mótorhjólanna, húsbílanna og vagnanna peninga og minnir þá á að nú er september hálfnaður og 15. þúsund kr. vanrækslugjald yfirvofandi í byrjun næsta mánaðar. Þessi áminningarfrétt birtist á heimasíðu FÍB. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent
Embætti sýslumannsins á Vestfjörðum hefur það aukaverkefni með höndum að leggja á og innheimta vanrækslugjald á þau ökutæki í landinu sem ekki er mætt með til skoðunar innan tiltekins frests. Síðasti tölustafurinn í bílnúmeri venjulegra bíla segir til um í hvaða mánuði ber að mæta með bílinn til skoðunar og tveim mánuðum eftir að sá mánuður er á enda runninn, leggst 15.000 króna vanrækslugjald á bílinn. Sé gjaldið greitt innan mánaðar fæst 50% afsláttur. Annars ekki. Flestir bíleigendur gera sér vel grein fyrir þessu. Hins vegar gleymist það oftar að önnur regla gildir um fornbíla, mótorhjól, húsbíla, fellihýsi og tjaldvagna. Hún er sú að síðasti tölustafurinn ræður ekki skoðunarmánuðinum heldur skulu þessi ökutæki koma til aðalskoðunar fyrir 1. ágúst hvers skoðunarárs. Sé það ekki gert leggst vanrækslugjaldið á í byrjun október. Sé ökutæki fært til skoðunar, eða skráningarmerki þess lögð inn, innan mánaðar frá álagningu fæst 50% afsláttur og greiðist þá einungis kr. 7.500. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum freistar þess nú að spara eigendum fornbílanna, mótorhjólanna, húsbílanna og vagnanna peninga og minnir þá á að nú er september hálfnaður og 15. þúsund kr. vanrækslugjald yfirvofandi í byrjun næsta mánaðar. Þessi áminningarfrétt birtist á heimasíðu FÍB.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent