Audi R8 boðinn með 2,9 lítra vél Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2016 14:33 Audi R8 með V10 vél. Rúnar Hreinsson Núverandi önnur kynslóð sportbílsins Audi R8 er aðeins í boði með 610 hestafla V10 vél, en brátt verður breyting á. Til stendur að bjóða hann einnig með sömu vél og fyrst mun sjást í nýjum Porsche Panamera, þ.e. 2,9 lítra V6 vél með tveimur forjöppum sem skilar 440 hestöflum. Þessi vél er líka ætluð í Audi RS4 og RS5, sem og Audi RS Q5 jepplinginn. Það kemur ef til vill mest á óvart að sjá þessa vél í Audi R8, en með því er hægt að bjóða þennan fallega bíl á mun lægra verði og alls ekki vélarvana samt. Fyrsta kynslóð Audi R8 fékkst með 4,2 lítra V8 vél, en framleiðslu hennar hefur verið hætt og því má segja að þessi 2,9 lítra vél sé að leysa hana af hólmi. Þær eru svipaðar að afli en V8 vélin var 444 hestöfl í Audi R8 bílnum. Audi R8 verður einnig áfram í boði með V10 vélinni. Framleiðsla nýju 2,9 lítra vélarinnar er samstarfsverkefni Porsche og Audi og verður greinilega í boði í mörgum bílum beggja framleiðenda. Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent
Núverandi önnur kynslóð sportbílsins Audi R8 er aðeins í boði með 610 hestafla V10 vél, en brátt verður breyting á. Til stendur að bjóða hann einnig með sömu vél og fyrst mun sjást í nýjum Porsche Panamera, þ.e. 2,9 lítra V6 vél með tveimur forjöppum sem skilar 440 hestöflum. Þessi vél er líka ætluð í Audi RS4 og RS5, sem og Audi RS Q5 jepplinginn. Það kemur ef til vill mest á óvart að sjá þessa vél í Audi R8, en með því er hægt að bjóða þennan fallega bíl á mun lægra verði og alls ekki vélarvana samt. Fyrsta kynslóð Audi R8 fékkst með 4,2 lítra V8 vél, en framleiðslu hennar hefur verið hætt og því má segja að þessi 2,9 lítra vél sé að leysa hana af hólmi. Þær eru svipaðar að afli en V8 vélin var 444 hestöfl í Audi R8 bílnum. Audi R8 verður einnig áfram í boði með V10 vélinni. Framleiðsla nýju 2,9 lítra vélarinnar er samstarfsverkefni Porsche og Audi og verður greinilega í boði í mörgum bílum beggja framleiðenda.
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent