Við þurfum réttlátt námslánakerfi Katrín Jakobsdóttir skrifar 1. september 2016 07:00 Þegar núverandi ríkisstjórn ákvað að flýta kosningum í kjölfar afhjúpana Panama-skjalanna ákvað meirihlutinn sömuleiðis að boða stutt sumarþing til að ljúka ýmsum mikilvægum málum, eins og það var orðað. Eitt af þeim málum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á þessu sumarþingi er frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um breytingar á námslánakerfinu. Fyrsta umræða um málið var málefnaleg og góð og komu þá þegar fram ýmsar spurningar um þær grundvallarbreytingar sem frumvarpið boðar. Í framhaldinu hefur verið kallað eftir umsögnum og hefur Háskóli Íslands meðal annars sent inn umsögn. Umsögn HÍ fylgja ályktanir Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem skólinn fékk til að fara yfir málið. Þar kemur margt áhugavert fram. Stóra grundvallarbreytingin sem felst í frumvarpinu er að allir námsmenn eigi rétt á námsstyrk en þeir sem þess þurfa geti tekið viðbótarlán upp í fulla framfærslu. Til þess að fjármagna breytingarnar eru vextir á lánum hækkaðir, úr einu prósenti í 2,5% auk álags, tekjutenging afborgana er afnumin, ákveðnar takmarkanir settar á endurgreiðslutíma og aldurstakmark sett á þá sem geta sótt um styrk eða lán. Það sem er jákvætt í frumvarpinu er að lagt er til að námsmenn eigi rétt á styrkjum. Önnur útfærsla á styrkjakerfi var lögð til í frumvarpi mínu vorið 2013 en Alþingi lauk ekki umfjöllun um það mál – sökum tímaskorts.Draga úr jafnrétti Aðrar breytingar sem lagðar eru til í þessu nýja frumvarpi eru hins vegar til þess fallnar að draga úr jafnrétti til náms og benda umsögn Háskóla Íslands og ályktanir Hagfræðistofnunar eindregið til þess að ekki eigi að ráðast í slíkar grundvallarbreytingar án þess að skoða málin miklu betur. Það sem meðal annars kemur þar fram er að frumvarpið feli í sér mismunun milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis þar sem þeir sem geta búið í heimahúsum njóta styrks en þeir sem ekki geta búið í heimahúsum þurfa að taka dýrari lán en nú eru í boði. Nauðsynlegt sé að greina frumvarpið út frá ólíkum áhrifum þess á kynin enda eru konur almennt eldri en karlar þegar þær ljúka háskólanámi og enn er því miður töluverður óútskýrður launamunur kynjanna í samfélaginu sem þýðir á mannamáli að konur fá hlutfallslega þyngri greiðslubyrði af sínum námslánum en karlar. Þá er reifað að þetta fyrirkomulag geti reynst erfitt þeim námsmönnum sem sækja nám erlendis. Að lokum er bent á að ef tekjutenging námslána verður afnumin auki það líkurnar á að lánþegar geti lent í greiðsluerfiðleikum að loknu námi. Í ályktunum Hagfræðistofnunar kemur fram að þeir sem ekki ná meðaltekjum muni margir hverjir eiga erfiðara með að greiða af lánum í nýju kerfi. Einnig er bent á að afnám tekjutengingar geti haft áhrif á námsval og dregið þannig úr fjölbreytni náms. Hættan er sú að ungt fólk velji sér nám út frá tekjumöguleikum en ekki raunverulegum vilja sem er þá líka ákveðin frelsisskerðing fyrir einstaklinginn. Í ályktunum Hagfræðistofnunar er sérstaklega minnst á listnám í þessu samhengi. Sérstök rök með frumvarpinu eru sögð þau að það muni virka hvetjandi á námsmenn að ljúka námi á réttum tíma. Í ályktunum Hagfræðistofnunar er hins vegar bent á að sú staðreynd að lánskjör versna í núverandi kerfi gæti haft það í för með sér að námsmenn kjósi að vinna meira til að þurfa ekki á eins miklum lánum að halda sem gæti haft þveröfug áhrif. Það er jákvætt að finna þá þverpólitísku samstöðu sem hefur myndast um að við eigum að taka upp námsstyrki. Hins vegar má sú breyting ekki verða til þess að skapa ranglátara kerfi fyrir þá sem þurfa á viðbótarlánum að halda og auka þannig ójöfnuð í samfélaginu. Slíkar tillögur er ekki hægt að samþykkja.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þegar núverandi ríkisstjórn ákvað að flýta kosningum í kjölfar afhjúpana Panama-skjalanna ákvað meirihlutinn sömuleiðis að boða stutt sumarþing til að ljúka ýmsum mikilvægum málum, eins og það var orðað. Eitt af þeim málum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á þessu sumarþingi er frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um breytingar á námslánakerfinu. Fyrsta umræða um málið var málefnaleg og góð og komu þá þegar fram ýmsar spurningar um þær grundvallarbreytingar sem frumvarpið boðar. Í framhaldinu hefur verið kallað eftir umsögnum og hefur Háskóli Íslands meðal annars sent inn umsögn. Umsögn HÍ fylgja ályktanir Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem skólinn fékk til að fara yfir málið. Þar kemur margt áhugavert fram. Stóra grundvallarbreytingin sem felst í frumvarpinu er að allir námsmenn eigi rétt á námsstyrk en þeir sem þess þurfa geti tekið viðbótarlán upp í fulla framfærslu. Til þess að fjármagna breytingarnar eru vextir á lánum hækkaðir, úr einu prósenti í 2,5% auk álags, tekjutenging afborgana er afnumin, ákveðnar takmarkanir settar á endurgreiðslutíma og aldurstakmark sett á þá sem geta sótt um styrk eða lán. Það sem er jákvætt í frumvarpinu er að lagt er til að námsmenn eigi rétt á styrkjum. Önnur útfærsla á styrkjakerfi var lögð til í frumvarpi mínu vorið 2013 en Alþingi lauk ekki umfjöllun um það mál – sökum tímaskorts.Draga úr jafnrétti Aðrar breytingar sem lagðar eru til í þessu nýja frumvarpi eru hins vegar til þess fallnar að draga úr jafnrétti til náms og benda umsögn Háskóla Íslands og ályktanir Hagfræðistofnunar eindregið til þess að ekki eigi að ráðast í slíkar grundvallarbreytingar án þess að skoða málin miklu betur. Það sem meðal annars kemur þar fram er að frumvarpið feli í sér mismunun milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis þar sem þeir sem geta búið í heimahúsum njóta styrks en þeir sem ekki geta búið í heimahúsum þurfa að taka dýrari lán en nú eru í boði. Nauðsynlegt sé að greina frumvarpið út frá ólíkum áhrifum þess á kynin enda eru konur almennt eldri en karlar þegar þær ljúka háskólanámi og enn er því miður töluverður óútskýrður launamunur kynjanna í samfélaginu sem þýðir á mannamáli að konur fá hlutfallslega þyngri greiðslubyrði af sínum námslánum en karlar. Þá er reifað að þetta fyrirkomulag geti reynst erfitt þeim námsmönnum sem sækja nám erlendis. Að lokum er bent á að ef tekjutenging námslána verður afnumin auki það líkurnar á að lánþegar geti lent í greiðsluerfiðleikum að loknu námi. Í ályktunum Hagfræðistofnunar kemur fram að þeir sem ekki ná meðaltekjum muni margir hverjir eiga erfiðara með að greiða af lánum í nýju kerfi. Einnig er bent á að afnám tekjutengingar geti haft áhrif á námsval og dregið þannig úr fjölbreytni náms. Hættan er sú að ungt fólk velji sér nám út frá tekjumöguleikum en ekki raunverulegum vilja sem er þá líka ákveðin frelsisskerðing fyrir einstaklinginn. Í ályktunum Hagfræðistofnunar er sérstaklega minnst á listnám í þessu samhengi. Sérstök rök með frumvarpinu eru sögð þau að það muni virka hvetjandi á námsmenn að ljúka námi á réttum tíma. Í ályktunum Hagfræðistofnunar er hins vegar bent á að sú staðreynd að lánskjör versna í núverandi kerfi gæti haft það í för með sér að námsmenn kjósi að vinna meira til að þurfa ekki á eins miklum lánum að halda sem gæti haft þveröfug áhrif. Það er jákvætt að finna þá þverpólitísku samstöðu sem hefur myndast um að við eigum að taka upp námsstyrki. Hins vegar má sú breyting ekki verða til þess að skapa ranglátara kerfi fyrir þá sem þurfa á viðbótarlánum að halda og auka þannig ójöfnuð í samfélaginu. Slíkar tillögur er ekki hægt að samþykkja.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun