Velferðinni ógnað Ólína Þorvarðardóttir skrifar 1. september 2016 07:00 Fyrr á árinu skrifuðu 90 þúsund manns undir áskorun til stjórnvalda um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Var þess krafist að árlega yrði varið sem nemur 11% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála. Augljóst má vera af þeirri 5 ára fjármálaáætlun sem ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi að núverandi stjórnvöld ætla að daufheyrast við ákalli landsmanna. Á næsta ári vantar samkvæmt þessari áætlun 3 milljarða til þess að halda rekstri Landspítala og sjúkrahússins á Akureyri í horfinu. Er þá ekki tekið með í reikninginn það sem þarf til að bæta reksturinn. Ríkisfjármálaáætlun er stefnumarkandi plagg – nokkurs konar rammi utan um fjárlög ríkisins og hagstjórnina á næstu fimm árum. Er skemmst frá því að segja að þegar kemur að velferðarmálum stangast fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í öllum helstu atriðum á við sýn okkar jafnaðarmanna á hlutverk ríkisins gagnvart almenningi. Ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætluninni að lífeyrisgreiðslur aldraðra og öryrkja hækki á næstu fimm árum. Samfylkingin hefur lagt til að lágmarksgreiðslan verði hækkuð í 300 þúsund. Færri fá barnabætur en nokkru sinni fyrr samkvæmt fjármálaáætluninni og eru það aðeins þeir allra tekjulægstu. Við jafnaðarmenn lítum ekki á barnabætur sem fátækrastyrk, heldur sjálfsagðan stuðning við allar fjölskyldur eins og tíðkast á Norðurlöndum. Þar eru barnabætur ótekjutengdar enda hugsaðar til að jafna stöðu barnafjölskyldna gagnvart barnlausu fólki. Engar áætlanir er að sjá í ríkisfjármálaáætlun um lengingu fæðingarorlofsins þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda þar um. Samfylkingin hefur lagt til fæðingarorlof í 12 mánuði og að hámarksgreiðslur séu hækkaðar. Svo virðist sem ríkisstjórnin leggi allt kapp á að lækka skuldir þeirra sem mest hafa milli handanna og því mun þeim fækka enn frekar sem fá vaxtabætur næstu 5 árin. Jafnaðarmenn leggja áherslu á að allir eigi þess kost að eignast heimili eða leigja heimili á viðunandi kjörum. Nái áætlun ríkisstjórnarinnar fram að ganga mun það bitna mjög á velferð í landinu. Gælur við einkavæðingaráform í heilbrigðiskerfinu hringja öllum viðvörunarbjöllum og stangast á við áherslur jafnaðarmanna og ákall almennings um endurreisn heilbrigðiskerfisins, að ekki sé minnst á markmið jafnaðarmanna um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. Í velferðarsamfélagi á sjúkt fólk að fá bestu mögulegu læknaþjónustu og umönnun sem völ er á. Áform um einkarekstur eru ekki svar við því kalli, heldur flótti frá verkefninu. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Fyrr á árinu skrifuðu 90 þúsund manns undir áskorun til stjórnvalda um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Var þess krafist að árlega yrði varið sem nemur 11% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála. Augljóst má vera af þeirri 5 ára fjármálaáætlun sem ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi að núverandi stjórnvöld ætla að daufheyrast við ákalli landsmanna. Á næsta ári vantar samkvæmt þessari áætlun 3 milljarða til þess að halda rekstri Landspítala og sjúkrahússins á Akureyri í horfinu. Er þá ekki tekið með í reikninginn það sem þarf til að bæta reksturinn. Ríkisfjármálaáætlun er stefnumarkandi plagg – nokkurs konar rammi utan um fjárlög ríkisins og hagstjórnina á næstu fimm árum. Er skemmst frá því að segja að þegar kemur að velferðarmálum stangast fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í öllum helstu atriðum á við sýn okkar jafnaðarmanna á hlutverk ríkisins gagnvart almenningi. Ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætluninni að lífeyrisgreiðslur aldraðra og öryrkja hækki á næstu fimm árum. Samfylkingin hefur lagt til að lágmarksgreiðslan verði hækkuð í 300 þúsund. Færri fá barnabætur en nokkru sinni fyrr samkvæmt fjármálaáætluninni og eru það aðeins þeir allra tekjulægstu. Við jafnaðarmenn lítum ekki á barnabætur sem fátækrastyrk, heldur sjálfsagðan stuðning við allar fjölskyldur eins og tíðkast á Norðurlöndum. Þar eru barnabætur ótekjutengdar enda hugsaðar til að jafna stöðu barnafjölskyldna gagnvart barnlausu fólki. Engar áætlanir er að sjá í ríkisfjármálaáætlun um lengingu fæðingarorlofsins þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda þar um. Samfylkingin hefur lagt til fæðingarorlof í 12 mánuði og að hámarksgreiðslur séu hækkaðar. Svo virðist sem ríkisstjórnin leggi allt kapp á að lækka skuldir þeirra sem mest hafa milli handanna og því mun þeim fækka enn frekar sem fá vaxtabætur næstu 5 árin. Jafnaðarmenn leggja áherslu á að allir eigi þess kost að eignast heimili eða leigja heimili á viðunandi kjörum. Nái áætlun ríkisstjórnarinnar fram að ganga mun það bitna mjög á velferð í landinu. Gælur við einkavæðingaráform í heilbrigðiskerfinu hringja öllum viðvörunarbjöllum og stangast á við áherslur jafnaðarmanna og ákall almennings um endurreisn heilbrigðiskerfisins, að ekki sé minnst á markmið jafnaðarmanna um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. Í velferðarsamfélagi á sjúkt fólk að fá bestu mögulegu læknaþjónustu og umönnun sem völ er á. Áform um einkarekstur eru ekki svar við því kalli, heldur flótti frá verkefninu. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun