Sögusagnir um iPhone 7 teknar saman Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2016 15:45 Vísir/EPA Tæknirisinn Apple mun halda viðburð þann 7. september. Sem svo oft áður hefur fyrirtækið ekki sagt frá því hvað standi til, en líklegast verða iPhone 7 og 7 Plus kynntir til leiks, sem og nýtt Apple Watch. Apple hefur ekki tekist að koma í veg fyrir umtalsverða leka varðandi iPhone 7 en sé mark takandi á þeim lekum verður ekki mikil breyting á milli sex og sjö. Líklegustu eiginleikar símanna:Tveir símar. Einn 4,7 tommur og hinn 5,5Svipaðir iPhone 6 í útlitiLitir: Silfur, grár, gull og rauður/gullBetri örgjörviEngin innstunga fyrir heyrnartólÞrýstiskynjari í Home takkanumAukið þol gagnvart vatniTveggja linsu myndavél á iPhone 7 PlusTveggja linsu myndavélar eiga að bjóða upp á aukna skerpu í myndum sem og aukna dýpt. Með því að fjarlægja innstunguna fyrir heyrnartól er Apple sagt vilja hvetja framleiðendur heyrnartóla til að nýta innstungu símanna fyrir hleðslutæki einnig fyrir heyrnartól. Þá verður líklega hægt að hlusta á tónlist með Bluetooth. Á næsta ári, tíu ára afmæli iPhone, stendur til að kynna iPhone 8. Þar glímir Apple hins vegar við ákveðinn vanda. iPhone 7 verður líklega ekki það frábrugðinn iPhone 6, en iPhone 8 er talinn vera töluvert frábrugðinn fyrri símum. Meðal annars er talið að Home takkinn muni hverfa, síminn verði þynnri og með ávölum skjá. Þá er einnig talið að síminn sjálfur verði ekki úr áli, heldur gleri. Þeir sem uppfæra í iPhone 7 á þessu ári, eru ekki líklegir til að kaupa sér svo annann síma á næsta ári. Tækni Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tæknirisinn Apple mun halda viðburð þann 7. september. Sem svo oft áður hefur fyrirtækið ekki sagt frá því hvað standi til, en líklegast verða iPhone 7 og 7 Plus kynntir til leiks, sem og nýtt Apple Watch. Apple hefur ekki tekist að koma í veg fyrir umtalsverða leka varðandi iPhone 7 en sé mark takandi á þeim lekum verður ekki mikil breyting á milli sex og sjö. Líklegustu eiginleikar símanna:Tveir símar. Einn 4,7 tommur og hinn 5,5Svipaðir iPhone 6 í útlitiLitir: Silfur, grár, gull og rauður/gullBetri örgjörviEngin innstunga fyrir heyrnartólÞrýstiskynjari í Home takkanumAukið þol gagnvart vatniTveggja linsu myndavél á iPhone 7 PlusTveggja linsu myndavélar eiga að bjóða upp á aukna skerpu í myndum sem og aukna dýpt. Með því að fjarlægja innstunguna fyrir heyrnartól er Apple sagt vilja hvetja framleiðendur heyrnartóla til að nýta innstungu símanna fyrir hleðslutæki einnig fyrir heyrnartól. Þá verður líklega hægt að hlusta á tónlist með Bluetooth. Á næsta ári, tíu ára afmæli iPhone, stendur til að kynna iPhone 8. Þar glímir Apple hins vegar við ákveðinn vanda. iPhone 7 verður líklega ekki það frábrugðinn iPhone 6, en iPhone 8 er talinn vera töluvert frábrugðinn fyrri símum. Meðal annars er talið að Home takkinn muni hverfa, síminn verði þynnri og með ávölum skjá. Þá er einnig talið að síminn sjálfur verði ekki úr áli, heldur gleri. Þeir sem uppfæra í iPhone 7 á þessu ári, eru ekki líklegir til að kaupa sér svo annann síma á næsta ári.
Tækni Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira