Þjóðverjar segja Fiat Chrysler með svindlhugbúnað Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2016 16:33 Fiat 500X. Í maí síðastliðnum hótuðu þýsk yfirvöld að banna sölu Fiat Chrysler bíla í Þýskalandi þar sem þeir væri með svindlhugbúnaði í dísilbílum sínum. Þennan búnað töldu þau þeir sig hafa fundið í bílgerðinni Fiat 500X. Það varð til þess að ítölsk yfirvöld tóku bílinn til rannsóknar og sögðust í kjölfarið ekki hafa fundið svindlhugbúnað í bílnum. Ekki gáfust þjóðverjarnir upp við þá tilkynningu og rannsökuðu fleiri bíla sem framleiddir eru af Fiat Chrysler og niðurstöður þess voru að í þremur öðrum bílgerðum er búnaður sem slekkur á mengunarvörn þeirra. Á þetta við Fiat Doblo, Jeep Renegade og tvær gerðir Fiat 500X bílsins. Þýsk yfirvöld hafa nú tilkynnt niðurstöður sínar til Evrópusambandsins og Samgönguráðuneytis Ítalíu. Þar hvetja þau ítölsk yfirvöld að rannsaka þessar bílgerðir frekar. Það afsakar engan veginn gjörðir Volkswagen að útbúa bíla sína svindlhugbúnaði í dísilbílum sínum, en það er þó full ástæða fyrir þýsk yfirvöld að benda á slíkt hið sama hjá öðrum framleiðendum, ef slíkur búnaður er til staðar. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent
Í maí síðastliðnum hótuðu þýsk yfirvöld að banna sölu Fiat Chrysler bíla í Þýskalandi þar sem þeir væri með svindlhugbúnaði í dísilbílum sínum. Þennan búnað töldu þau þeir sig hafa fundið í bílgerðinni Fiat 500X. Það varð til þess að ítölsk yfirvöld tóku bílinn til rannsóknar og sögðust í kjölfarið ekki hafa fundið svindlhugbúnað í bílnum. Ekki gáfust þjóðverjarnir upp við þá tilkynningu og rannsökuðu fleiri bíla sem framleiddir eru af Fiat Chrysler og niðurstöður þess voru að í þremur öðrum bílgerðum er búnaður sem slekkur á mengunarvörn þeirra. Á þetta við Fiat Doblo, Jeep Renegade og tvær gerðir Fiat 500X bílsins. Þýsk yfirvöld hafa nú tilkynnt niðurstöður sínar til Evrópusambandsins og Samgönguráðuneytis Ítalíu. Þar hvetja þau ítölsk yfirvöld að rannsaka þessar bílgerðir frekar. Það afsakar engan veginn gjörðir Volkswagen að útbúa bíla sína svindlhugbúnaði í dísilbílum sínum, en það er þó full ástæða fyrir þýsk yfirvöld að benda á slíkt hið sama hjá öðrum framleiðendum, ef slíkur búnaður er til staðar.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent