Viðskipti innlent

Frystar hvalaafurðir Hvals hf metnar á 3,6 milljarða

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Kristján Loftsson forstjóri og eigandi Hvals hf.
Kristján Loftsson forstjóri og eigandi Hvals hf. 365/Anton Brink

Frystar hvalaafurðir Hvals hf á síðasta ári voru metnar á 3,6 milljarða króna á síðasta fjárhagsári. Erfiðlega hefur gengið að koma kjötinu á markað í Japan og mun taka nokkrun tíma að klára birgðirnar.

Frá árinu 2013 til september loka 2015 veiddi Hvalur h/f 426 dýr. Óseldar birgðir fyrirtækisins voru fyrir tveimur árum metnar á 1,8 milljarða króna en eru nú metnar á 3,6 milljarða.

Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Hvals fyrir tímabilið 1. október 2014 til 30. september 2015 nam hagnaður fyrirtækisins 2,3 milljörðum króna. Afkoman var 752 milljónum lakari en árið á undan og skýrist hagnaðurinn alfarið af tekjum af eignarhlut Hvals í Vogun hf. en það á 33,7% hlut í HB Granda og 38,6% hlut í Hampiðjunni.

Sala á afurðunum skilaði fyrirtækinu 1,3 milljörðum króna en útgerðin sem rekur meðal rekstur hvalveiðiskip Hvals og vinnslustöðvar í Hvalfirði, kostaði 1,9 milljarða.

Eignir fyrirtækisins eru metnar á 26 milljarða en skuldir þess námu 9,9 milljörðum. Fyrirtækið greiddi hluthöfum sínum arð, alls 800 milljónir fyrr á þessu ári. Á síðustu þremur árum hefur fyrirtækið greitt hluthöfum sínum 2,6 milljarða í arð.

Það mun taka fyrirtækið nokurn tíma að klára þær birgðir sem það á eftir síðasta ár en hindranir á Japansmarkaði hafa gert það að verkum að erfiðlega hefur gengið að koma kjötinu á markað þar.

Ekki náðist í Kristján Loftsson, forstjóra Hvals við vinnslu fréttarinnar en í viðtali við Morgunblaðið í mars síðastliðnum sagði hann að fyrirtækið hefði aldrei hafið hvalveiðar að nýju árið 2006 ef forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu vitað hvað var í vændum í Japan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
3,82
11
225.684
SYN
3,65
9
11.564
ARION
1,51
50
1.351.374
EIM
1,49
5
611
KVIKA
1,43
3
32.124

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-8,33
78
16.099
SIMINN
-4,19
19
295.432
FESTI
-2,31
9
51.897
EIK
-1,66
5
23.047
SJOVA
-1,45
12
46.997
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.