Íslensku verkin í Þjóðleikhúsinu Símon Birgisson skrifar 5. september 2016 13:21 Það fylgir því alltaf sérstök gleði og spenna þegar nýtt leikár hefst hjá okkur í Þjóðleikhúsinu. Þetta ár er engin undantekning. Á laugardaginn frumsýndum við Djöflaeyjuna, nýjan íslenskan söngleik byggðan á hinum ástsælu bókum Einars Kárasonar. Það er von okkar að þessi nýja nálgun, að nota tónlist í bland við hinn frábæra texta Einars til að segja þessa klassísku sögu falli vel í kramið hjá íslenskum leikhúsgestum. Um leið er ekki verið að forðast dramatíkina, Djöflaeyjan er saga um drykkjusýki, fátækt og umbrotatíma í íslensku samfélagi. Það er ekkert dregið undan. Í ár verða þrjú ný íslensk leikrit frumflutt í Þjóðleikhúsinu. Það er eitt af grunnhlutverkum hússins – að leggja alúð og rækt við íslenska leikritun. Og það er sérstaklega ánægjulegt að tvö af þessum leikritum eru sérstaklega samin fyrir börn en oft heyrist sú gagnrýni að börn verði útundan hjá stóru leikhúsunum. Fjarskaland eftir Guðjón Davíð Karlsson er ævintýri þar sem unnið er með íslenskan þjóðsagnaarf á stóra sviði Þjóðleikhússins. Íslenski fíllinn er nýtt íslenskt brúðuleikrit eftir Bernd Ogrodnik og Hildi M. Jónsdóttur hjá Brúðuheimum. Í verkinu slást börnin í för með forvitnum fílsunga sem ferðast frá Afríku til Íslands í leit að hreinu vatni og friðsælum samastað. Sérstaklega ánægjulegt er að báðum þessum leikritum verður leikstýrt af konum. Ágústa Skúladóttir leikstýrir Íslenska fílnum og Selma Björnsdóttir Fjarskalandi. Þriðja íslenska leikritið sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu er Húsið eftir Guðmund Steinsson. Guðmundur er eitt af okkar fremstu leikskáldum og kannast flestir íslenskir leikhúsgestir við verk eins og Stundarfrið, Sólarferð og Lúkas. Guðmundur átti á sínum ferli stórkostleg verk sem vöktu athygli langt út fyrir íslenskan leikhúsheim. En ekki öll leikrit Guðmundar voru sett á svið – þannig er íslenskur leikhúsveruleiki. Mörg afbragðsleikrit hafa eingöngu verið sýnd einu sinni og sum jafnvel aldrei. Húsið, sem Guðmundur skrifaði um 1970, er eitt af þeim og má finna í heildarútgáfu verka hans sem Jón Viðar Jónsson tók saman og gaf út fyrir nokkrum árum. Þjóðleikhúsið vill heiðra minningu Guðmundar með því að frumsýna Húsið – nær fimmtíu árum eftir að það var skrifað. Benedikt Erlingsson mun leikstýra verkinu og Kristbjörg Keld, eftirlifandi eiginkona Guðmundar fara með eitt aðalhlutverka. Í byrjun þessa leikárs hefur maður heyrt gagnrýni á stóru leikhúsinu tvö fyrir að bjóða upp á of margar leikgerðir. Leikrit þar sem bók liggur til grundvallar. Það má vissulega takast á um hvort leikgerð sé minni nýsköpun en frumsamið leikrit. Ég hef skrifað ófáar greinar þar sem ég lýsi því sjónarmiði að svo sé ekki. En það er miður í þessari umræðu að ekki sé talað um það sem vel er gert. Frumsýning á þremur nýjum frumsömdum íslenskum leikritum í Þjóðleikhúsinu – tvö sérstaklega samin fyrir börn og eitt eftir eitt okkar frægasta leikskáld hljóta að teljast góð tíðindi. Það er ekki lítið hlutfall af heildarverkum á leikárinu og ekki lítið hlutfall í samhengi við fyrri leikár. Gleðjumst yfir íslenskri nýsköpun og kraftinum í leikhúsunum í vetur. Þjóðleikhúsið er í samstarfi við fjölda íslenskra höfunda þar sem þróuð eru ný leikrit. Sum rata á svið en önnur ekki en Þjóðleikhúsið mun halda áfram þessari nauðsynlegu vinnu og sjá til þess að íslensk leikritun verði alltaf í aðalhlutverki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það fylgir því alltaf sérstök gleði og spenna þegar nýtt leikár hefst hjá okkur í Þjóðleikhúsinu. Þetta ár er engin undantekning. Á laugardaginn frumsýndum við Djöflaeyjuna, nýjan íslenskan söngleik byggðan á hinum ástsælu bókum Einars Kárasonar. Það er von okkar að þessi nýja nálgun, að nota tónlist í bland við hinn frábæra texta Einars til að segja þessa klassísku sögu falli vel í kramið hjá íslenskum leikhúsgestum. Um leið er ekki verið að forðast dramatíkina, Djöflaeyjan er saga um drykkjusýki, fátækt og umbrotatíma í íslensku samfélagi. Það er ekkert dregið undan. Í ár verða þrjú ný íslensk leikrit frumflutt í Þjóðleikhúsinu. Það er eitt af grunnhlutverkum hússins – að leggja alúð og rækt við íslenska leikritun. Og það er sérstaklega ánægjulegt að tvö af þessum leikritum eru sérstaklega samin fyrir börn en oft heyrist sú gagnrýni að börn verði útundan hjá stóru leikhúsunum. Fjarskaland eftir Guðjón Davíð Karlsson er ævintýri þar sem unnið er með íslenskan þjóðsagnaarf á stóra sviði Þjóðleikhússins. Íslenski fíllinn er nýtt íslenskt brúðuleikrit eftir Bernd Ogrodnik og Hildi M. Jónsdóttur hjá Brúðuheimum. Í verkinu slást börnin í för með forvitnum fílsunga sem ferðast frá Afríku til Íslands í leit að hreinu vatni og friðsælum samastað. Sérstaklega ánægjulegt er að báðum þessum leikritum verður leikstýrt af konum. Ágústa Skúladóttir leikstýrir Íslenska fílnum og Selma Björnsdóttir Fjarskalandi. Þriðja íslenska leikritið sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu er Húsið eftir Guðmund Steinsson. Guðmundur er eitt af okkar fremstu leikskáldum og kannast flestir íslenskir leikhúsgestir við verk eins og Stundarfrið, Sólarferð og Lúkas. Guðmundur átti á sínum ferli stórkostleg verk sem vöktu athygli langt út fyrir íslenskan leikhúsheim. En ekki öll leikrit Guðmundar voru sett á svið – þannig er íslenskur leikhúsveruleiki. Mörg afbragðsleikrit hafa eingöngu verið sýnd einu sinni og sum jafnvel aldrei. Húsið, sem Guðmundur skrifaði um 1970, er eitt af þeim og má finna í heildarútgáfu verka hans sem Jón Viðar Jónsson tók saman og gaf út fyrir nokkrum árum. Þjóðleikhúsið vill heiðra minningu Guðmundar með því að frumsýna Húsið – nær fimmtíu árum eftir að það var skrifað. Benedikt Erlingsson mun leikstýra verkinu og Kristbjörg Keld, eftirlifandi eiginkona Guðmundar fara með eitt aðalhlutverka. Í byrjun þessa leikárs hefur maður heyrt gagnrýni á stóru leikhúsinu tvö fyrir að bjóða upp á of margar leikgerðir. Leikrit þar sem bók liggur til grundvallar. Það má vissulega takast á um hvort leikgerð sé minni nýsköpun en frumsamið leikrit. Ég hef skrifað ófáar greinar þar sem ég lýsi því sjónarmiði að svo sé ekki. En það er miður í þessari umræðu að ekki sé talað um það sem vel er gert. Frumsýning á þremur nýjum frumsömdum íslenskum leikritum í Þjóðleikhúsinu – tvö sérstaklega samin fyrir börn og eitt eftir eitt okkar frægasta leikskáld hljóta að teljast góð tíðindi. Það er ekki lítið hlutfall af heildarverkum á leikárinu og ekki lítið hlutfall í samhengi við fyrri leikár. Gleðjumst yfir íslenskri nýsköpun og kraftinum í leikhúsunum í vetur. Þjóðleikhúsið er í samstarfi við fjölda íslenskra höfunda þar sem þróuð eru ný leikrit. Sum rata á svið en önnur ekki en Þjóðleikhúsið mun halda áfram þessari nauðsynlegu vinnu og sjá til þess að íslensk leikritun verði alltaf í aðalhlutverki.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun