Allt önnur Kvartmílubraut Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2016 10:23 Frá driftkeppni á Kvartmílubrautinni. B&B Kristinsson Miklar breytingar hafa orðið á Kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni á síðustu tveimur árum og er nú komin malbikuð hringakstursbraut þar sem gríðarlega gaman er að keyra. Fleira stendur til á svæðinu og í byggingu er sandspyrnubraut og torfærubraut svo innan skamms verður svæðið orðið að akstursdraumasvæði bílaáhugamanna. Allar þessar framkvæmdir kosta sitt og segir Ingólfur Arnarsson formaður Kvartmíluklúbbsins að þessar breytingar á brautinni og svæðinu öllu hefðu aldrei komið til framkvæmda nema með stuðningi margra, svo sem verktaka, Hafnarfjarðarbæjar, samningi við Ökukennarafélagið, sem notar brautina til æfingaksturs, sem og fleiri aðila.Margföldun í notkun brautarinnarMikil aukin starfsemi er á brautinni nú og 3 til 4 viðburðir í hverri viku sem áfram eru planaðir út haustið, eða eins og veður leyfir. Félagafjöldi í Kvartmíluklúbbnum hefur aukist gríðarlega og segir Ingólfur að starfsemin hafi tvö- eða þrefaldast á skömmum tíma. Með hringakstursbrautinni hefur útleiga á aðstöðunni aukist og til dæmis hafi Bílabúð Benna og Toyota leigt hana fyrir viðburði á sínum vegum í sumar og víst sé að slíkum viðburðum muni fjölga mjög á næstu árum. Kvartmíluklúbburinn er með stórt og veglegt félagsheimili við brautina og fylgir það slíkri leigu. Hver dagur í leigu á brautinni kostar 300.000 kr. Á hverju ári fara einnig fram á brautinni lokaprófanir á þeim bílum sem ná í úrslit í vali á Bíl ársins, sem veitt eru af Bandalagi íslenskra bílablaðamanna (BÍBB). Engin breyting verður á því í ár og fara prófanirnar fram næstu helgi á Kvartmílubrautinni. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent
Miklar breytingar hafa orðið á Kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni á síðustu tveimur árum og er nú komin malbikuð hringakstursbraut þar sem gríðarlega gaman er að keyra. Fleira stendur til á svæðinu og í byggingu er sandspyrnubraut og torfærubraut svo innan skamms verður svæðið orðið að akstursdraumasvæði bílaáhugamanna. Allar þessar framkvæmdir kosta sitt og segir Ingólfur Arnarsson formaður Kvartmíluklúbbsins að þessar breytingar á brautinni og svæðinu öllu hefðu aldrei komið til framkvæmda nema með stuðningi margra, svo sem verktaka, Hafnarfjarðarbæjar, samningi við Ökukennarafélagið, sem notar brautina til æfingaksturs, sem og fleiri aðila.Margföldun í notkun brautarinnarMikil aukin starfsemi er á brautinni nú og 3 til 4 viðburðir í hverri viku sem áfram eru planaðir út haustið, eða eins og veður leyfir. Félagafjöldi í Kvartmíluklúbbnum hefur aukist gríðarlega og segir Ingólfur að starfsemin hafi tvö- eða þrefaldast á skömmum tíma. Með hringakstursbrautinni hefur útleiga á aðstöðunni aukist og til dæmis hafi Bílabúð Benna og Toyota leigt hana fyrir viðburði á sínum vegum í sumar og víst sé að slíkum viðburðum muni fjölga mjög á næstu árum. Kvartmíluklúbburinn er með stórt og veglegt félagsheimili við brautina og fylgir það slíkri leigu. Hver dagur í leigu á brautinni kostar 300.000 kr. Á hverju ári fara einnig fram á brautinni lokaprófanir á þeim bílum sem ná í úrslit í vali á Bíl ársins, sem veitt eru af Bandalagi íslenskra bílablaðamanna (BÍBB). Engin breyting verður á því í ár og fara prófanirnar fram næstu helgi á Kvartmílubrautinni.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent