Jöfnuður er auðlind 6. september 2016 10:00 Krafan um jöfnuð, réttlæti og samábyrgð er ekki klisja. Þetta grunnstef jafnaðarmanna um allan heim hefur lagt grunn að öflugustu velferðarsamfélögum veraldar, eins og á Norðurlöndum. Jafnaðarstefnan miðar að því að byggja upp samfélag af sömu umhyggju og við byggjum upp heimili. Því er ætlað að veita öryggi og vera skjól. Þess vegna hafði það ótvíræða þýðingu fyrir íslenskt samfélag að það skyldu hafa verið jafnaðarmenn sem héldu um stjórnartauma hin erfiðu ár eftir hrun. Á fyrstu fjórum árum eftir hrun náðu jafnaðarmenn á Íslandi að jafna lífskjör í landinu og leggja grunn að því góðæri sem við njótum nú. Vinstri stjórnin breytti skattkerfinu – og já, hækkaði skatta á þá hæst launuðu, en hlífði um leið láglaunahópunum og varði millitekjuhópinn. Stuðningur var aukinn við ungar barnafjölskyldur, barna- og húsaleigubætur hækkaðar og dregið úr skerðingum. Vaxtabætur voru stórhækkaðar og hundrað milljörðum varið til þeirra og barnabóta á kjörtímabilinu – meira en nokkur önnur ríkisstjórn hefur nokkru sinni látið af hendi rakna til þeirra hluta. Kaupmáttur lægstu launa var við lok kjörtímabilsins orðinn hærri en hann var í góðærinu og skattbyrðin lægri. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skildi við var helmingi minni ójöfnuður ráðstöfunartekna en árið 2007 þegar hann varð mestur. Vinstri stjórninni tókst það sem engri annarri ríkisstjórn hefur tekist, sem hefur lent í kreppu: Að verja kjör hinna lægst launuðu. Samhliða því að náðist að minnka halla ríkissjóðs úr 230 milljörðum í 3,6 milljarða á fjórum árum, lækka verðbólgu úr 18% í 4,5%, minnka atvinnuleysi um helming og ... verja velferðarkerfið. Það skiptir máli hverjir stjórna. Nei, krafan um jöfnuð er ekki klisja. Félagslegar rannsóknir hafa sýnt fram á að í samfélögum þar sem jöfnuður er í hávegum hafður er minna um öfga og glæpi. Jafnaðarstefnan vinnur gegn félagslegum vanda og andlegri vanlíðan. Hún vinnur gegn kynjamismunun og menntunarskorti. Jafnaðarstefnan stuðlar að almennri velmegun, sjálfbærni og minni sóun. Hún stuðlar að samheldni, gagnkvæmu trausti og mannvirðingu. Þannig samfélag vil ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Sjá meira
Krafan um jöfnuð, réttlæti og samábyrgð er ekki klisja. Þetta grunnstef jafnaðarmanna um allan heim hefur lagt grunn að öflugustu velferðarsamfélögum veraldar, eins og á Norðurlöndum. Jafnaðarstefnan miðar að því að byggja upp samfélag af sömu umhyggju og við byggjum upp heimili. Því er ætlað að veita öryggi og vera skjól. Þess vegna hafði það ótvíræða þýðingu fyrir íslenskt samfélag að það skyldu hafa verið jafnaðarmenn sem héldu um stjórnartauma hin erfiðu ár eftir hrun. Á fyrstu fjórum árum eftir hrun náðu jafnaðarmenn á Íslandi að jafna lífskjör í landinu og leggja grunn að því góðæri sem við njótum nú. Vinstri stjórnin breytti skattkerfinu – og já, hækkaði skatta á þá hæst launuðu, en hlífði um leið láglaunahópunum og varði millitekjuhópinn. Stuðningur var aukinn við ungar barnafjölskyldur, barna- og húsaleigubætur hækkaðar og dregið úr skerðingum. Vaxtabætur voru stórhækkaðar og hundrað milljörðum varið til þeirra og barnabóta á kjörtímabilinu – meira en nokkur önnur ríkisstjórn hefur nokkru sinni látið af hendi rakna til þeirra hluta. Kaupmáttur lægstu launa var við lok kjörtímabilsins orðinn hærri en hann var í góðærinu og skattbyrðin lægri. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skildi við var helmingi minni ójöfnuður ráðstöfunartekna en árið 2007 þegar hann varð mestur. Vinstri stjórninni tókst það sem engri annarri ríkisstjórn hefur tekist, sem hefur lent í kreppu: Að verja kjör hinna lægst launuðu. Samhliða því að náðist að minnka halla ríkissjóðs úr 230 milljörðum í 3,6 milljarða á fjórum árum, lækka verðbólgu úr 18% í 4,5%, minnka atvinnuleysi um helming og ... verja velferðarkerfið. Það skiptir máli hverjir stjórna. Nei, krafan um jöfnuð er ekki klisja. Félagslegar rannsóknir hafa sýnt fram á að í samfélögum þar sem jöfnuður er í hávegum hafður er minna um öfga og glæpi. Jafnaðarstefnan vinnur gegn félagslegum vanda og andlegri vanlíðan. Hún vinnur gegn kynjamismunun og menntunarskorti. Jafnaðarstefnan stuðlar að almennri velmegun, sjálfbærni og minni sóun. Hún stuðlar að samheldni, gagnkvæmu trausti og mannvirðingu. Þannig samfélag vil ég.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar