Kosið um peninga og völd Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Nú styttist óðum í kosningar og allir flokkar á fullu í að manna framboðslista sína. Það fylgir alltaf kosningabaráttu að stjórnmálaflokkar fari í sparifötin og byrji loksins að tala um eldri borgara, ungt fólk og öryrkja. Það er því ekkert skrýtið að erfitt geti reynst að gera upp á milli stjórnmálaflokka í kosningabaráttu þar sem svo virðist sem allir vilji auka jöfnuð og velferð þessar síðustu vikur fyrir kjördag. Það getur því verið gott að fjarlægja kosningaloforðin og allt umstangið sem fylgir kosningum og líta á stóru myndina. Næstu alþingiskosningar munu snúast í megindráttum um tvo hluti, peninga og völd, og mun baráttan verða á milli ójafnaðarmanna og jafnaðarmanna. Ójafnaðarmenn sem nú eru í ríkisstjórn hafa gefið það út að þeir vilji einfalda skattkerfið og snúa baki við þrepaskiptu skattkerfi. Jafnaðarmenn berjast fyrir því að fjölga skattþrepum og hækka persónuafslátt til að lækka skatta á þá sem hafa minnst á milli handanna en hækka þá á þá sem eru tekjuhæstir í samfélaginu. Þannig vilja jafnaðarmenn auka ráðstöfunartekjur þeirra sem nú hafa minnst á milli handanna á kostnað þeirra sem synda í seðlum. Ójafnaðarmenn hafa gefið það út að þeir vilji berjast gegn nýrri stjórnarskrá, halda þannig völdum hjá valdhöfum og auðlindum frá almenningi. Jafnaðarmenn berjast fyrir því að færa völdin í auknum mæli til almennings og tryggja það að auðlindir landsins og stærri hluti af þeim arði sem skapast sé í almannaeigu. Það er gert með nýrri stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs. Stjórnmál á Íslandi eru alls ekkert flókin þó svo að við eigum það til að flækja þau með því að fara út í endalausa rökræðu um tæknilegar útfærslur. Meirihluti Íslendinga er jafnaðarmenn en til þess að tryggja það að jafnaðarmenn leiði næstu ríkisstjórn þurfum við sem þjóð að sameinast um grunngildin í stað þess að rífast um smáatriðin. Þetta er ekki flókið, við viljum auka jöfnuð með því að auka vald og ráðstöfunartekjur almennings á Íslandi. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist óðum í kosningar og allir flokkar á fullu í að manna framboðslista sína. Það fylgir alltaf kosningabaráttu að stjórnmálaflokkar fari í sparifötin og byrji loksins að tala um eldri borgara, ungt fólk og öryrkja. Það er því ekkert skrýtið að erfitt geti reynst að gera upp á milli stjórnmálaflokka í kosningabaráttu þar sem svo virðist sem allir vilji auka jöfnuð og velferð þessar síðustu vikur fyrir kjördag. Það getur því verið gott að fjarlægja kosningaloforðin og allt umstangið sem fylgir kosningum og líta á stóru myndina. Næstu alþingiskosningar munu snúast í megindráttum um tvo hluti, peninga og völd, og mun baráttan verða á milli ójafnaðarmanna og jafnaðarmanna. Ójafnaðarmenn sem nú eru í ríkisstjórn hafa gefið það út að þeir vilji einfalda skattkerfið og snúa baki við þrepaskiptu skattkerfi. Jafnaðarmenn berjast fyrir því að fjölga skattþrepum og hækka persónuafslátt til að lækka skatta á þá sem hafa minnst á milli handanna en hækka þá á þá sem eru tekjuhæstir í samfélaginu. Þannig vilja jafnaðarmenn auka ráðstöfunartekjur þeirra sem nú hafa minnst á milli handanna á kostnað þeirra sem synda í seðlum. Ójafnaðarmenn hafa gefið það út að þeir vilji berjast gegn nýrri stjórnarskrá, halda þannig völdum hjá valdhöfum og auðlindum frá almenningi. Jafnaðarmenn berjast fyrir því að færa völdin í auknum mæli til almennings og tryggja það að auðlindir landsins og stærri hluti af þeim arði sem skapast sé í almannaeigu. Það er gert með nýrri stjórnarskrá sem byggir á tillögum stjórnlagaráðs. Stjórnmál á Íslandi eru alls ekkert flókin þó svo að við eigum það til að flækja þau með því að fara út í endalausa rökræðu um tæknilegar útfærslur. Meirihluti Íslendinga er jafnaðarmenn en til þess að tryggja það að jafnaðarmenn leiði næstu ríkisstjórn þurfum við sem þjóð að sameinast um grunngildin í stað þess að rífast um smáatriðin. Þetta er ekki flókið, við viljum auka jöfnuð með því að auka vald og ráðstöfunartekjur almennings á Íslandi. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun