Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2016 18:30 Guðmundur fagnar eftir leik. vísir/anton Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. Guðmundur lagði leikinn upp frábærlega og náði að gera betur en fyrir átta árum þegar Frakkar unnu Ísland í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Danir unnu leikinn 28-26 eftir að hafa náð mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik. Danir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14. Það voru margir spila vel í þessum leik og Guðmundur er búinn að setja saman samstilltan og einbeittan hóp. Það er gaman að sjá þetta danska lið halda út en oft hafa þeir verið hvorki fugl né fiskur í þessum úrslitaleikjum sínum. Danska liðið spilaði frábærlega útfærðan leik og Frakkar komust aldrei á flug eins og þeir eru þekktir fyrir. Guðmundur Guðmundsson hefur fengið mikla gagnrýni í Danmörku eftir fyrstu tvö stórmótin en núna gerði hann það sem engum öðrum landsliðsþjálfara Dana hefur tekist eða að gera Dani að Ólympíumeisturum. Mikkel Hansen var öðrum fremur besti maður vallarins með átta mörk en danska vörnin er sterkt og Niklas Landin varði líka vel í markinu. Danir skoruðu fyrsta markið í leiknum en fengu síðan þrjú frönsk mörk í röð í andlitið. Dönum tókst hinsvegar að jafna metin strax í 5-5 og ná síðan í framhaldinu tveggja marka forskoti með góðum leikkafla. Guðmundur reyndi mikið að nota aukamanninn á upphafsmínútum leiksins og spila með tvo inn á línu. Hann hætti því hinsvegar þegar Frakkar voru búnir að skora þrisvar í tómt markið. Michaël Guigou var að verki í öll skiptin. Tvö marka Guigou komu þegar Frakkar breyttu stöðunni úr 9-7 fyrir Dani í 12-10 fyrir Frakka. Thierry Omeyer átti þá flottan kafla í franska markinu. Guðmundur tók síðan leikhlé í stöðunni 12-11 fyrir Frakka en þá voru sjö mínútur til hálfleiks. Danska liðið kláraði þessar sjö mínútur mjög vel og vann þær 5-2 og var fyrir vikið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14. Mikkel Hansen skoraði þrjú af þessum mörkum Dana á síðustu mínútum hálfleiksins. Danir náðu þriggja marka forystu í upphafi seinni hálfleiksins og voru svo komnir fimm mörkum yfir, 25-20, þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum. Danir misstu niður fjögurra marka forskot í seinni hálfleik í leiknum á móti Frökkum í riðlakeppninni og gátu því alls ekki slakað neitt á. Frakkar voru búnir að koma muninum niður í tvö mörk þegar Guðmundur tók leikhlé rúmum fimm mínútum fyrir leikslok. Nikola Karabatic minnkaði munnin í eitt mark þegar þrjár mínútur voru eftir en Lasse Svan Hansen svaraði strax úr hægra horninu og Danir unnu svo boltann. Mads Mensah Larsen innsiglaði sigurinn þegar hann kom Dönum í 28-25 þegar hálf mínúta var eftir. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. Guðmundur lagði leikinn upp frábærlega og náði að gera betur en fyrir átta árum þegar Frakkar unnu Ísland í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Danir unnu leikinn 28-26 eftir að hafa náð mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik. Danir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14. Það voru margir spila vel í þessum leik og Guðmundur er búinn að setja saman samstilltan og einbeittan hóp. Það er gaman að sjá þetta danska lið halda út en oft hafa þeir verið hvorki fugl né fiskur í þessum úrslitaleikjum sínum. Danska liðið spilaði frábærlega útfærðan leik og Frakkar komust aldrei á flug eins og þeir eru þekktir fyrir. Guðmundur Guðmundsson hefur fengið mikla gagnrýni í Danmörku eftir fyrstu tvö stórmótin en núna gerði hann það sem engum öðrum landsliðsþjálfara Dana hefur tekist eða að gera Dani að Ólympíumeisturum. Mikkel Hansen var öðrum fremur besti maður vallarins með átta mörk en danska vörnin er sterkt og Niklas Landin varði líka vel í markinu. Danir skoruðu fyrsta markið í leiknum en fengu síðan þrjú frönsk mörk í röð í andlitið. Dönum tókst hinsvegar að jafna metin strax í 5-5 og ná síðan í framhaldinu tveggja marka forskoti með góðum leikkafla. Guðmundur reyndi mikið að nota aukamanninn á upphafsmínútum leiksins og spila með tvo inn á línu. Hann hætti því hinsvegar þegar Frakkar voru búnir að skora þrisvar í tómt markið. Michaël Guigou var að verki í öll skiptin. Tvö marka Guigou komu þegar Frakkar breyttu stöðunni úr 9-7 fyrir Dani í 12-10 fyrir Frakka. Thierry Omeyer átti þá flottan kafla í franska markinu. Guðmundur tók síðan leikhlé í stöðunni 12-11 fyrir Frakka en þá voru sjö mínútur til hálfleiks. Danska liðið kláraði þessar sjö mínútur mjög vel og vann þær 5-2 og var fyrir vikið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16-14. Mikkel Hansen skoraði þrjú af þessum mörkum Dana á síðustu mínútum hálfleiksins. Danir náðu þriggja marka forystu í upphafi seinni hálfleiksins og voru svo komnir fimm mörkum yfir, 25-20, þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum. Danir misstu niður fjögurra marka forskot í seinni hálfleik í leiknum á móti Frökkum í riðlakeppninni og gátu því alls ekki slakað neitt á. Frakkar voru búnir að koma muninum niður í tvö mörk þegar Guðmundur tók leikhlé rúmum fimm mínútum fyrir leikslok. Nikola Karabatic minnkaði munnin í eitt mark þegar þrjár mínútur voru eftir en Lasse Svan Hansen svaraði strax úr hægra horninu og Danir unnu svo boltann. Mads Mensah Larsen innsiglaði sigurinn þegar hann kom Dönum í 28-25 þegar hálf mínúta var eftir.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira