Honda áformar 11 gíra sjálfskiptingu Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2016 17:10 11 gíra sjálfskipting frá Honda. Í þeirri viðleitni að gera bíla eyðslugrennri eru í sjálfskiptingum þeirra sífellt fleiri gírar. Nú áformar Honda að framleiða 11 gíra sjálfskiptingu og hefur sótt um einkaleyfi á smíði hennar. Honda er reyndar ekki fyrsti bílaframleiðandinn sem áformar að útbúa bíla sína með 11 gíra sjálfskiptingu, en Ford hefur líka sótt um einkaleyfi á 11 gíra sjálfskiptingu. Núverandi Chevrolet Camaro er með 10 gíra sjálfskiptingu og 2017 árgerðin af Ford F-150 pallbílnum mun fá samskonar skiptingu. Ekki er vitað í hvaða bíl Honda 11 gíra sjálfskipting er ætluð og gæti það verið allt frá því að lækka enn meira eyðslu hins smáa Jazz og til þess að stórminnka eyðslu hins stóra jeppa Honda Pilot. Þegar sjálfskiptingar eru orðnar svona fjölgíra þarf að fjölga kúplingum og í nýrri 11 gíra sjálfskiptingu Honda er gert ráð fyrir þremur kúplingum. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent
Í þeirri viðleitni að gera bíla eyðslugrennri eru í sjálfskiptingum þeirra sífellt fleiri gírar. Nú áformar Honda að framleiða 11 gíra sjálfskiptingu og hefur sótt um einkaleyfi á smíði hennar. Honda er reyndar ekki fyrsti bílaframleiðandinn sem áformar að útbúa bíla sína með 11 gíra sjálfskiptingu, en Ford hefur líka sótt um einkaleyfi á 11 gíra sjálfskiptingu. Núverandi Chevrolet Camaro er með 10 gíra sjálfskiptingu og 2017 árgerðin af Ford F-150 pallbílnum mun fá samskonar skiptingu. Ekki er vitað í hvaða bíl Honda 11 gíra sjálfskipting er ætluð og gæti það verið allt frá því að lækka enn meira eyðslu hins smáa Jazz og til þess að stórminnka eyðslu hins stóra jeppa Honda Pilot. Þegar sjálfskiptingar eru orðnar svona fjölgíra þarf að fjölga kúplingum og í nýrri 11 gíra sjálfskiptingu Honda er gert ráð fyrir þremur kúplingum.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent