Ætla stjórnarflokkarnir að svíkja kosningaloforðin? Björgvin Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2016 07:00 Nú er búið að ákveða kjördag alþingiskosninga í haust: 29. október. Það eru því aðeins 2½ mánuður til kosninga. Alþingiskosningar voru 2013. Þá héldu stjórnarflokkarnir flokksþing og samþykktu sínar kosningastefnuskrár; samþykktu fyrirheit til kjósenda. Þar voru stór kosningaloforð við aldraða og öryrkja samþykkt, þar á meðal stærsta loforðið varðandi kjaragliðnun krepputímans. Það er ekki farið að efna þessi loforð ennþá, nú rétt fyrir kosningar!Átti að leiðréttast strax Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti að ellilífeyrir yrði leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hefðu á lægstu launum frá árinu 2009. Þetta er mjög skýrt loforð og óskiljanlegt hvers vegna það var ekki efnt strax 2013 eins og lofað var; nema aldrei hafi verið ætlunin að efna það og aðeins meiningin að blekkja kjósendur! Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn tækifæri til þess að afsanna slíkar hugmyndir og standa við loforðið strax í upphafi sumarþings. Framsóknarflokkurinn samþykkti að leiðrétta ætti lífeyri vegna kjaragliðnunar (kjaraskerðingar) krepputímans. Framsókn hefur ekki fremur en Sjálfstæðisflokkurinn minnst á þetta loforð frá því að ríkisstjórnin tók við völdum 2013. Fyrst nú „korteri“ fyrir kosningar fór Sigmundur Davíð, formaður flokksins, að tala um að bæta þyrfti kjör aldraðra og öryrkja (ótilgreint). Sigmundur mun því áreiðanlega hjálpa til við efndir á kosningaloforðinu þó utan stjórnar sé. En það er stuttur tími til stefnu. Efni stjórnarflokkarnir ekki þetta stóra kosningaloforð, eru það stærstu kosningasvik við aldraða og öryrkja, sem framin hafa verið.Stórt loforð Bjarna óuppfyllt! Kosningaloforðin, sem gefin voru öldruðum og öryrkjum 2013, voru fleiri. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sendi eldri borgurum bréf og lofaði þeim því, að hann mundi afnema tekjutengingu ellilífeyris fengi hann tækifæri til. Hann fékk tækifærið strax 2013 en hefur ekkert gert í því að efna loforðið. Loforðið þýðir að hætta á alveg að skerða lífeyri TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Þetta skiptir aldraða og öryrkja miklu máli, ef það er efnt. Með því að þingið er komið saman getur Bjarni efnt þetta strax á morgun ásamt loforðinu um leiðréttingu vegna kjaragliðnunar. Það eina sem stjórnarflokkarnir efndu af kosningaloforðum á sumarþinginu 2013 var þetta: Grunnlífeyrir var leiðréttur og frítekjumark vegna atvinnutekna var leiðrétt en ríkisstjórnin hefur boðað, að hvort tveggja verði afturkallað, skv. nýju frumvarpi. Ekkert annað hefur ríkisstjórnin gert í að efna kosningaloforðin frá 2012.Þessi grein birtist upphaflega íFréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Nú er búið að ákveða kjördag alþingiskosninga í haust: 29. október. Það eru því aðeins 2½ mánuður til kosninga. Alþingiskosningar voru 2013. Þá héldu stjórnarflokkarnir flokksþing og samþykktu sínar kosningastefnuskrár; samþykktu fyrirheit til kjósenda. Þar voru stór kosningaloforð við aldraða og öryrkja samþykkt, þar á meðal stærsta loforðið varðandi kjaragliðnun krepputímans. Það er ekki farið að efna þessi loforð ennþá, nú rétt fyrir kosningar!Átti að leiðréttast strax Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti að ellilífeyrir yrði leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hefðu á lægstu launum frá árinu 2009. Þetta er mjög skýrt loforð og óskiljanlegt hvers vegna það var ekki efnt strax 2013 eins og lofað var; nema aldrei hafi verið ætlunin að efna það og aðeins meiningin að blekkja kjósendur! Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn tækifæri til þess að afsanna slíkar hugmyndir og standa við loforðið strax í upphafi sumarþings. Framsóknarflokkurinn samþykkti að leiðrétta ætti lífeyri vegna kjaragliðnunar (kjaraskerðingar) krepputímans. Framsókn hefur ekki fremur en Sjálfstæðisflokkurinn minnst á þetta loforð frá því að ríkisstjórnin tók við völdum 2013. Fyrst nú „korteri“ fyrir kosningar fór Sigmundur Davíð, formaður flokksins, að tala um að bæta þyrfti kjör aldraðra og öryrkja (ótilgreint). Sigmundur mun því áreiðanlega hjálpa til við efndir á kosningaloforðinu þó utan stjórnar sé. En það er stuttur tími til stefnu. Efni stjórnarflokkarnir ekki þetta stóra kosningaloforð, eru það stærstu kosningasvik við aldraða og öryrkja, sem framin hafa verið.Stórt loforð Bjarna óuppfyllt! Kosningaloforðin, sem gefin voru öldruðum og öryrkjum 2013, voru fleiri. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sendi eldri borgurum bréf og lofaði þeim því, að hann mundi afnema tekjutengingu ellilífeyris fengi hann tækifæri til. Hann fékk tækifærið strax 2013 en hefur ekkert gert í því að efna loforðið. Loforðið þýðir að hætta á alveg að skerða lífeyri TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Þetta skiptir aldraða og öryrkja miklu máli, ef það er efnt. Með því að þingið er komið saman getur Bjarni efnt þetta strax á morgun ásamt loforðinu um leiðréttingu vegna kjaragliðnunar. Það eina sem stjórnarflokkarnir efndu af kosningaloforðum á sumarþinginu 2013 var þetta: Grunnlífeyrir var leiðréttur og frítekjumark vegna atvinnutekna var leiðrétt en ríkisstjórnin hefur boðað, að hvort tveggja verði afturkallað, skv. nýju frumvarpi. Ekkert annað hefur ríkisstjórnin gert í að efna kosningaloforðin frá 2012.Þessi grein birtist upphaflega íFréttablaðinu.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun