Börn auka launamun Sæunn Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2016 07:00 Launamunur kynjanna er að meðaltali átján prósent í Bretlandi. NordicPhotos/Getty Kynbundinn launamunur er minnstur þegar fólk er nýkomið á vinnumarkað og breikkar þegar fólk nálgast fertugsaldurinn í Bretlandi. Breytingar í starfi í kjölfar barneigna skýra verulega þessa þróun. Þetta sýnir ný skýrsla Institute for Fiscal Studies (IFS). Ingólfur V. Gíslason, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að óhætt sé að fullyrða að á Íslandi hafi barnsfæðingar eða það að vera á barnsfæðingaraldri neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Í Bretlandi er launamunur kynjanna minnstur á þrítugsaldrinum, en svo eykst hann úr tíu prósentum í þrjátíu og þrjú prósent á tólf ára tímabili eftir fæðingu fyrsta barns. Í skýrslunni eru meðallaun á tímann skoðuð en ekki árslaun til þess að koma í veg fyrir skekkju ef konur vinna styttri vinnuviku eftir barnsburð.Sérfræðingar hjá IFS telja að launamuninn megi rekja til þess að konur þurfi frekar að sinna skyldum sem tengjast börnum þeirra, því hafi þær minni tíma til að vinna í starfsframa sínum og auka reynslu sína. Líkur séu jafnvel á að þær hætti á vinnumarkaði um tíma og því aukist launamunurinn. Tuttugu árum eftir fæðingu fyrsta barns hafa konur í Bretlandi að meðaltali starfað fjórum árum skemur en karlar. Konur eru því að missa af tækifærum til stöðuhækkana sem karlmenn fá.Ingólfur V. Gíslason„Bilið milli tímakaups menntaðra kvenna og karla hefur ekkert minnkað á síðustu tuttugu árum,“ segir Robert Joyce, höfundur skýrslunnar, um niðurstöðuna. „Það eru ekki margar rannsóknir til um þetta hérlendis, en allavega ein sem gerð var sýndi að stór hluti af skýringunni á launamun karla og kvenna fælist í því að fjölskyldumyndun og foreldrahlutverk hafi þveröfug áhrif á karla og konur. Laun kvenna standa í stað eða lækka en laun karla hækka. Ýmsar norrænar rannsóknir hafa líka sýnt þetta. Í Noregi var komist að þeirri niðurstöðu að þetta útskýrði um tuttugu og fimm prósent af launamun kynjanna,“ segir Ingólfur. „Það er óhætt að fullyrða að barnsfæðingar, og bara það að vera á barnsfæðingaraldri, hefur neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þess vegna er mikilvægt að Alþingi samþykki þetta nýja frumvarp um fæðingar- og foreldraorlof,“ segir Ingólfur V. Gíslason. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Kynbundinn launamunur er minnstur þegar fólk er nýkomið á vinnumarkað og breikkar þegar fólk nálgast fertugsaldurinn í Bretlandi. Breytingar í starfi í kjölfar barneigna skýra verulega þessa þróun. Þetta sýnir ný skýrsla Institute for Fiscal Studies (IFS). Ingólfur V. Gíslason, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að óhætt sé að fullyrða að á Íslandi hafi barnsfæðingar eða það að vera á barnsfæðingaraldri neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Í Bretlandi er launamunur kynjanna minnstur á þrítugsaldrinum, en svo eykst hann úr tíu prósentum í þrjátíu og þrjú prósent á tólf ára tímabili eftir fæðingu fyrsta barns. Í skýrslunni eru meðallaun á tímann skoðuð en ekki árslaun til þess að koma í veg fyrir skekkju ef konur vinna styttri vinnuviku eftir barnsburð.Sérfræðingar hjá IFS telja að launamuninn megi rekja til þess að konur þurfi frekar að sinna skyldum sem tengjast börnum þeirra, því hafi þær minni tíma til að vinna í starfsframa sínum og auka reynslu sína. Líkur séu jafnvel á að þær hætti á vinnumarkaði um tíma og því aukist launamunurinn. Tuttugu árum eftir fæðingu fyrsta barns hafa konur í Bretlandi að meðaltali starfað fjórum árum skemur en karlar. Konur eru því að missa af tækifærum til stöðuhækkana sem karlmenn fá.Ingólfur V. Gíslason„Bilið milli tímakaups menntaðra kvenna og karla hefur ekkert minnkað á síðustu tuttugu árum,“ segir Robert Joyce, höfundur skýrslunnar, um niðurstöðuna. „Það eru ekki margar rannsóknir til um þetta hérlendis, en allavega ein sem gerð var sýndi að stór hluti af skýringunni á launamun karla og kvenna fælist í því að fjölskyldumyndun og foreldrahlutverk hafi þveröfug áhrif á karla og konur. Laun kvenna standa í stað eða lækka en laun karla hækka. Ýmsar norrænar rannsóknir hafa líka sýnt þetta. Í Noregi var komist að þeirri niðurstöðu að þetta útskýrði um tuttugu og fimm prósent af launamun kynjanna,“ segir Ingólfur. „Það er óhætt að fullyrða að barnsfæðingar, og bara það að vera á barnsfæðingaraldri, hefur neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þess vegna er mikilvægt að Alþingi samþykki þetta nýja frumvarp um fæðingar- og foreldraorlof,“ segir Ingólfur V. Gíslason. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent