Upplifun að mæta svona stórum og sterkum mönnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. ágúst 2016 06:00 Tryggvi Snær leikur sína fyrstu keppnisleiki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2017. vísir/anton Fátt kom á óvart í vali Craig Pedersen á tólf manna lokahópi sínum fyrir undankeppni EM 2017 í körfubolta, ef frá er talið val hans á miðherjanum Tryggva Snæ Hlinasyni sem fékk nú tækifærið í stað Ragnars Nathanaelssonar. Tryggvi Snær er 216 cm miðherji sem sló í gegn með Þór Akureyri í 1. deildinni í vetur. Þessi öflugi Bárðdælingur þykir mikið efni og er hann nú undir smásjá atvinnumannaliða í Evrópu sem og háskólaliða í Bandaríkjunum. En fyrst um sinn mun hann einbeita sér að landsliðinu sem hefur leik í undankeppni EM annað kvöld þegar strákarnir mæta Sviss í Laugardalshöllinni.Dagur eins og vika „Ég er alsæll með að fá tækifærið,“ sagði Tryggvi Snær við Fréttablaðið í gær. „Ég hafði svo sem trú á því að ég kæmist í liðið en það hefði samt ekki komið mér á óvart að Ragnar hefði verið valinn. Það hefði ég skilið fullkomlega.“ Hann hefur notið góðs af því að æfa með íslenska landsliðshópnum í sumar en auk þess var hann í eldlínunni með U-20 liði Íslands sem komst í úrslitaleik B-deildar EM í Grikklandi. „Ég hef lært óendanlega mikið af þessum köllum. Þeir eru ófeimnir við að koma með ábendingar og líður mér stundum eins og að einn dagur með landsliðinu sé eins og ein vika með félagsliði.“Tryggvi Snær sló í gegn með Þór í 1. deildinni á síðasta tímabili.vísir/antonGaman að kljást við stóra kalla Tryggvi Snær er fyrst og fremst vanur því að spila með Þór Akureyri í 1. deildinni og hefur því kynnst því í fyrsta sinn í sumar hvernig það er að kljást við leikmenn sem eru svipaðir honum í vexti. „Á æfingamótinu í Austurríki mætti ég til dæmis einum svakalega stórum og sterkum leikmanni. Það var í fyrsta sinn sem ég fékk það á tilfinninguna að maður ætti eiginlega ekki séns í hann. Það var upplifun og mjög skemmtilegt að fá að kljást við svona kalla.“Evrópa eða Bandaríkin Tryggvi segir líklegast að hann muni spila fyrst um sinn með Þór Akureyri sem verður nýliði í Domino’s-deildinni í vetur, að minnsta kosti þar til hann klárar rafvirkjanám sitt um áramótin. „Ég er búinn að hugsa mikið um þessi mál en býst ekki við því að taka endanlega ákvörðun fyrr en eftir landsleikjatörnina,“ segir Tryggvi Snær sem getur valið bæði um að gerast atvinnumaður í Evrópu eða að fara í háskóla í Bandaríkjunum. Spænska stórliðið Valencia hefur til að mynda gert honum tilboð. „Stóra ákvörðunin er hvora leiðina ég vel – Bandaríkin eða Evrópu. Það eru kostir og gallar við báðar leiðir en ég hef marga ráðgjafa hér í landsliðinu sem ég get spjallað við. En sama hvað gerist þá er ljóst að ég mun alltaf hafa landsliðið í forgangi – það er alveg ljóst.“ Körfubolti Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Fátt kom á óvart í vali Craig Pedersen á tólf manna lokahópi sínum fyrir undankeppni EM 2017 í körfubolta, ef frá er talið val hans á miðherjanum Tryggva Snæ Hlinasyni sem fékk nú tækifærið í stað Ragnars Nathanaelssonar. Tryggvi Snær er 216 cm miðherji sem sló í gegn með Þór Akureyri í 1. deildinni í vetur. Þessi öflugi Bárðdælingur þykir mikið efni og er hann nú undir smásjá atvinnumannaliða í Evrópu sem og háskólaliða í Bandaríkjunum. En fyrst um sinn mun hann einbeita sér að landsliðinu sem hefur leik í undankeppni EM annað kvöld þegar strákarnir mæta Sviss í Laugardalshöllinni.Dagur eins og vika „Ég er alsæll með að fá tækifærið,“ sagði Tryggvi Snær við Fréttablaðið í gær. „Ég hafði svo sem trú á því að ég kæmist í liðið en það hefði samt ekki komið mér á óvart að Ragnar hefði verið valinn. Það hefði ég skilið fullkomlega.“ Hann hefur notið góðs af því að æfa með íslenska landsliðshópnum í sumar en auk þess var hann í eldlínunni með U-20 liði Íslands sem komst í úrslitaleik B-deildar EM í Grikklandi. „Ég hef lært óendanlega mikið af þessum köllum. Þeir eru ófeimnir við að koma með ábendingar og líður mér stundum eins og að einn dagur með landsliðinu sé eins og ein vika með félagsliði.“Tryggvi Snær sló í gegn með Þór í 1. deildinni á síðasta tímabili.vísir/antonGaman að kljást við stóra kalla Tryggvi Snær er fyrst og fremst vanur því að spila með Þór Akureyri í 1. deildinni og hefur því kynnst því í fyrsta sinn í sumar hvernig það er að kljást við leikmenn sem eru svipaðir honum í vexti. „Á æfingamótinu í Austurríki mætti ég til dæmis einum svakalega stórum og sterkum leikmanni. Það var í fyrsta sinn sem ég fékk það á tilfinninguna að maður ætti eiginlega ekki séns í hann. Það var upplifun og mjög skemmtilegt að fá að kljást við svona kalla.“Evrópa eða Bandaríkin Tryggvi segir líklegast að hann muni spila fyrst um sinn með Þór Akureyri sem verður nýliði í Domino’s-deildinni í vetur, að minnsta kosti þar til hann klárar rafvirkjanám sitt um áramótin. „Ég er búinn að hugsa mikið um þessi mál en býst ekki við því að taka endanlega ákvörðun fyrr en eftir landsleikjatörnina,“ segir Tryggvi Snær sem getur valið bæði um að gerast atvinnumaður í Evrópu eða að fara í háskóla í Bandaríkjunum. Spænska stórliðið Valencia hefur til að mynda gert honum tilboð. „Stóra ákvörðunin er hvora leiðina ég vel – Bandaríkin eða Evrópu. Það eru kostir og gallar við báðar leiðir en ég hef marga ráðgjafa hér í landsliðinu sem ég get spjallað við. En sama hvað gerist þá er ljóst að ég mun alltaf hafa landsliðið í forgangi – það er alveg ljóst.“
Körfubolti Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira