Hvernig innleiðum við nýja stjórnarskrá á Íslandi? Heimir Örn Hólmarsson skrifar 10. ágúst 2016 06:00 Eitt af stefnumálum Pírata, sem ég er innilega sammála, er innleiðing nýrrar stjórnarskrár enda kominn tími til að bráðabirgða stjórnarskráin sem innleidd var árið 1944 verði endurnýjuð. Slík framkvæmd í þjóðfélagi okkar gæti orðið mikið hitamál. Sumir andstæðingar segja að þetta sé ekki hægt og aðrir sem eru fylgjandi málinu segja að þetta sé ekkert mál og að eftir setningu næsta þings yrði ný stjórnarskrá samþykkt, síðan yrði þing rofið og kosið til þess næsta.Hvernig tökum við tillit til þessara andstæðu póla og innleiðum nýja stjórnarskrá í stjórnkerfi íslensks samfélags á faglegan máta? Ég hef starfað í fluggeiranum í rúm 10 ár og hef kynnst því tæknilega og lagalega flókna umhverfi sem er í kringum hann. Ég get ímyndað mér að hægt sé yfirfæra þá reynslu sem ég hef öðlast þar yfir í landslögin og íslenskt stjórnsýsluumhverfi því ég sé mikil líkindi með þessum tveimur heimum. Í flugheiminum er mikið verið að breyta lögum og stöðugt verið aðlaga flugumhverfið að tækniþróun samtímans. Við lagasetningu er oft gefinn ákveðinn aðlögunartími fyrir flugfélög, flugvelli, flugumferðarstjórn og fleiri hagsmunaaðila. Þessi aðlögunartími getur verið stuttur og svo alveg upp í mörg ár. Mögulega þurfa að vera sambærileg vinnubrögð við innleiðingu nýrrar stjórnarskrár á Íslandi eins og þekkist við innleiðingu löggjafar í fluggeiranum. Mögulega þarf að vera einhvers konar aðlögunartími fyrir ríkisstofnanir, atvinnulífið og samfélagið í heild við innleiðingu á stjórnarskránni. Þrátt fyrir að það sé ekki augljóst að innleiðing á nýrri stjórnarskrá geti haft miklar breytingar á ferli og kerfi samfélagsins þá tel ég það vera skyldu stjórnvalda, sama hverjir eru í stjórn, að gera svona víðtækar breytingar á sem skynsamlegastan hátt heildinni í hag. Það sem þarf að gera við innleiðingu nýrrar stjórnarskrár er að meta þá áhættuþætti sem geta komið upp við innleiðingu hennar og bregðast við ef á þarf að halda. Til dæmis gæti þurft að breyta mörgum tölvukerfum í landinu, án þess að ég viti það í dag, eða að það þyrfti að búa til regluverk utan um framkvæmd ákveðinna mála sem eru frekar almenn í nýju stjórnarskránni. Að mínu mati þarf að fara yfir hvern kafla nýju stjórnarskrárinnar og gera þær greiningar sem þekkjast í almennum stjórnunarfræðum í dag. Að vinna þessa vinnu getur tekið tíma en yrði aldrei lengur en eitt kjörtímabil. Ég myndi telja að stofna yrði sérstakan vinnuhóp fyrir þessa vinnu og að opið og gagnsætt umsóknarferli færi af stað við að ráða fólk í þennan hóp. Hópurinn hefði tiltekinn tíma og markmið fyrir hvern kafla fyrir sig og heildartími yfirferðarinnar væri skilgreindur. Vinnuhópurinn myndi skila af sér viðbragðsáætlun eftir hvern kafla sem hægt væri að vinna úr um leið og hópurinn skilaði áætluninni af sér. Eftir þessa yfirferð yrði alveg ljóst hvað þyrfti að gera til að innleiða þessa nýju stjórnarskrá og vonandi þyrfti að breyta sem minnstu í þjóðfélaginu. Eigum við ekki að gera þetta skynsamlega? Verum vel undirbúin ef þörf krefur í stað þess að gera hlutina ómarkvissa í upphafi og þurfa svo að bregðast við eftir á. Innleiðum nýja stjórnarskrá á vel skipulagðan og ígrundaðan hátt til að sem flestir geti verið sáttir við nýja stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Píratar standa fyrir gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir en það eru einmitt þau gildi sem ég hef tileinkað mér á vinnumarkaði. Verklagið sem hér hefur verið útlistað er lýsandi dæmi fyrir starfsaðferðir mínar og mun ég viðhalda þeim í starfi þingmanns Pírata, fái ég umboð Pírata til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Eitt af stefnumálum Pírata, sem ég er innilega sammála, er innleiðing nýrrar stjórnarskrár enda kominn tími til að bráðabirgða stjórnarskráin sem innleidd var árið 1944 verði endurnýjuð. Slík framkvæmd í þjóðfélagi okkar gæti orðið mikið hitamál. Sumir andstæðingar segja að þetta sé ekki hægt og aðrir sem eru fylgjandi málinu segja að þetta sé ekkert mál og að eftir setningu næsta þings yrði ný stjórnarskrá samþykkt, síðan yrði þing rofið og kosið til þess næsta.Hvernig tökum við tillit til þessara andstæðu póla og innleiðum nýja stjórnarskrá í stjórnkerfi íslensks samfélags á faglegan máta? Ég hef starfað í fluggeiranum í rúm 10 ár og hef kynnst því tæknilega og lagalega flókna umhverfi sem er í kringum hann. Ég get ímyndað mér að hægt sé yfirfæra þá reynslu sem ég hef öðlast þar yfir í landslögin og íslenskt stjórnsýsluumhverfi því ég sé mikil líkindi með þessum tveimur heimum. Í flugheiminum er mikið verið að breyta lögum og stöðugt verið aðlaga flugumhverfið að tækniþróun samtímans. Við lagasetningu er oft gefinn ákveðinn aðlögunartími fyrir flugfélög, flugvelli, flugumferðarstjórn og fleiri hagsmunaaðila. Þessi aðlögunartími getur verið stuttur og svo alveg upp í mörg ár. Mögulega þurfa að vera sambærileg vinnubrögð við innleiðingu nýrrar stjórnarskrár á Íslandi eins og þekkist við innleiðingu löggjafar í fluggeiranum. Mögulega þarf að vera einhvers konar aðlögunartími fyrir ríkisstofnanir, atvinnulífið og samfélagið í heild við innleiðingu á stjórnarskránni. Þrátt fyrir að það sé ekki augljóst að innleiðing á nýrri stjórnarskrá geti haft miklar breytingar á ferli og kerfi samfélagsins þá tel ég það vera skyldu stjórnvalda, sama hverjir eru í stjórn, að gera svona víðtækar breytingar á sem skynsamlegastan hátt heildinni í hag. Það sem þarf að gera við innleiðingu nýrrar stjórnarskrár er að meta þá áhættuþætti sem geta komið upp við innleiðingu hennar og bregðast við ef á þarf að halda. Til dæmis gæti þurft að breyta mörgum tölvukerfum í landinu, án þess að ég viti það í dag, eða að það þyrfti að búa til regluverk utan um framkvæmd ákveðinna mála sem eru frekar almenn í nýju stjórnarskránni. Að mínu mati þarf að fara yfir hvern kafla nýju stjórnarskrárinnar og gera þær greiningar sem þekkjast í almennum stjórnunarfræðum í dag. Að vinna þessa vinnu getur tekið tíma en yrði aldrei lengur en eitt kjörtímabil. Ég myndi telja að stofna yrði sérstakan vinnuhóp fyrir þessa vinnu og að opið og gagnsætt umsóknarferli færi af stað við að ráða fólk í þennan hóp. Hópurinn hefði tiltekinn tíma og markmið fyrir hvern kafla fyrir sig og heildartími yfirferðarinnar væri skilgreindur. Vinnuhópurinn myndi skila af sér viðbragðsáætlun eftir hvern kafla sem hægt væri að vinna úr um leið og hópurinn skilaði áætluninni af sér. Eftir þessa yfirferð yrði alveg ljóst hvað þyrfti að gera til að innleiða þessa nýju stjórnarskrá og vonandi þyrfti að breyta sem minnstu í þjóðfélaginu. Eigum við ekki að gera þetta skynsamlega? Verum vel undirbúin ef þörf krefur í stað þess að gera hlutina ómarkvissa í upphafi og þurfa svo að bregðast við eftir á. Innleiðum nýja stjórnarskrá á vel skipulagðan og ígrundaðan hátt til að sem flestir geti verið sáttir við nýja stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Píratar standa fyrir gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir en það eru einmitt þau gildi sem ég hef tileinkað mér á vinnumarkaði. Verklagið sem hér hefur verið útlistað er lýsandi dæmi fyrir starfsaðferðir mínar og mun ég viðhalda þeim í starfi þingmanns Pírata, fái ég umboð Pírata til þess.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun