Kjöt og skordýr Olga Margrét Cilia skrifar 11. ágúst 2016 06:00 Það hefur oft vakið hjá mér furðu hversu lítið er talað um hlýnun jarðar og umhverfismál hér á Íslandi. Við erum ekki fullkomin frekar en aðrar þjóðir í þessum málum. Mér fannst þögnin öskrandi í desember síðastliðnum, þegar ný markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt. Til þess að ná þessum markmiðum skrifuðu þjóðir heims undir Parísarsamkomulagið, sem skuldbindur þær til þess að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan tveggja gráða marksins og jafnvel undir 1,5 gráðum. Hlýnun jarðar er eitt stærsta verkefnið sem þjóðir heims þurfa að takast á við. Áhrif hlýnunar jarðar eru nú þegar augljós. Þurrkar, flóð, vatnsskortur og önnur ofsafengin veðurfyrirbæri. Sumarið á Íslandi er búið að vera óvenju hlýtt, við fögnum því auðvitað, en höfum samt í huga að þetta er ekki eðlilegt og ástæðan að öllum líkindum hlýnun loftslags á heimsvísu. En þetta er kannski ástæðan fyrir því að á Íslandi er ekki talað mikið um hlýnun jarðar. Við tökum ekki eftir henni í okkar daglega lífi og fögnum auðvitað þegar veðrið er gott. Þetta skeytingarleysi birtist mjög greinilega í hegðun fyrirsvarsmanna landsins. Mér er minnisstætt þegar Sigmundur Davíð talaði um að hlýnun jarðar fæli í sér spennandi sóknarfæri fyrir Íslendinga. Í búvörusamningnum er talað um að auka kjötframleiðslu og fara að flytja inn fósturvísa til þess að hefja nautgriparæktun hér á landi. Það er í hæsta máta undarlegt, enda er gríðarlega auðlindafrekt að rækta nautakjöt. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur auk þess mælt með því að íbúar jarðarinnar líti í auknum mæli til skordýra til þess að uppfylla prótínþörf sína. Ég myndi vilja sjá Ísland fremst meðal þjóða í að tryggja sjálfbært fæðuöryggi. Við eigum að styðja við fólk sem vill koma með nýstárlegar hugmyndir varðandi fæðu á markað. Eitt slíkt fyrirtæki er Jungle Bar sem hefur framleitt próteinstykki úr krybbuhveiti. Stykkin eru ófáanleg á Íslandi því að ráðherra ákvað að innleiða Evrópureglugerð frá 1997 í október 2015. Með reglugerðinni var ómögulegt fyrir fyrirtækið að selja stykkin hér á landi. Þau njóta þó mikilla vinsælda, til dæmis í Bandaríkjunum. Í stað þess að sjá sóknarfæri í nýsköpun á matvælamarkaði, var frábær hugmynd barin niður af stjórnvöldum. Einnig eigum við hér á landi fullt af jarðvarma sem væri hægt að nýta í ýmiss konar ræktun. Þó að ég sé hlynnt því að flytja inn matvöru, með það fyrir augum að auka vöruúrval fyrir neytendur, þá skilur sá flutningur eftir sig gríðarlega stór vistspor sem ýta undir hlýnun jarðar. Við þurfum að fara að skoða stöðu Íslands í heildarsamhenginu og taka upplýstar ákvarðanir um hver næstu skref okkar eiga að vera í að tryggja fæðuöryggi og sporna við hlýnun jarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur oft vakið hjá mér furðu hversu lítið er talað um hlýnun jarðar og umhverfismál hér á Íslandi. Við erum ekki fullkomin frekar en aðrar þjóðir í þessum málum. Mér fannst þögnin öskrandi í desember síðastliðnum, þegar ný markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt. Til þess að ná þessum markmiðum skrifuðu þjóðir heims undir Parísarsamkomulagið, sem skuldbindur þær til þess að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan tveggja gráða marksins og jafnvel undir 1,5 gráðum. Hlýnun jarðar er eitt stærsta verkefnið sem þjóðir heims þurfa að takast á við. Áhrif hlýnunar jarðar eru nú þegar augljós. Þurrkar, flóð, vatnsskortur og önnur ofsafengin veðurfyrirbæri. Sumarið á Íslandi er búið að vera óvenju hlýtt, við fögnum því auðvitað, en höfum samt í huga að þetta er ekki eðlilegt og ástæðan að öllum líkindum hlýnun loftslags á heimsvísu. En þetta er kannski ástæðan fyrir því að á Íslandi er ekki talað mikið um hlýnun jarðar. Við tökum ekki eftir henni í okkar daglega lífi og fögnum auðvitað þegar veðrið er gott. Þetta skeytingarleysi birtist mjög greinilega í hegðun fyrirsvarsmanna landsins. Mér er minnisstætt þegar Sigmundur Davíð talaði um að hlýnun jarðar fæli í sér spennandi sóknarfæri fyrir Íslendinga. Í búvörusamningnum er talað um að auka kjötframleiðslu og fara að flytja inn fósturvísa til þess að hefja nautgriparæktun hér á landi. Það er í hæsta máta undarlegt, enda er gríðarlega auðlindafrekt að rækta nautakjöt. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur auk þess mælt með því að íbúar jarðarinnar líti í auknum mæli til skordýra til þess að uppfylla prótínþörf sína. Ég myndi vilja sjá Ísland fremst meðal þjóða í að tryggja sjálfbært fæðuöryggi. Við eigum að styðja við fólk sem vill koma með nýstárlegar hugmyndir varðandi fæðu á markað. Eitt slíkt fyrirtæki er Jungle Bar sem hefur framleitt próteinstykki úr krybbuhveiti. Stykkin eru ófáanleg á Íslandi því að ráðherra ákvað að innleiða Evrópureglugerð frá 1997 í október 2015. Með reglugerðinni var ómögulegt fyrir fyrirtækið að selja stykkin hér á landi. Þau njóta þó mikilla vinsælda, til dæmis í Bandaríkjunum. Í stað þess að sjá sóknarfæri í nýsköpun á matvælamarkaði, var frábær hugmynd barin niður af stjórnvöldum. Einnig eigum við hér á landi fullt af jarðvarma sem væri hægt að nýta í ýmiss konar ræktun. Þó að ég sé hlynnt því að flytja inn matvöru, með það fyrir augum að auka vöruúrval fyrir neytendur, þá skilur sá flutningur eftir sig gríðarlega stór vistspor sem ýta undir hlýnun jarðar. Við þurfum að fara að skoða stöðu Íslands í heildarsamhenginu og taka upplýstar ákvarðanir um hver næstu skref okkar eiga að vera í að tryggja fæðuöryggi og sporna við hlýnun jarðar.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun