Rose hafði betur gegn Stenson og tók gullið í Ríó Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. ágúst 2016 19:30 Breski kylfingurinn Justin Rose stóð uppi sem sigurvegari eftir stórskemmtilega baráttu gegn Henrik Stensson á lokahring Ólympíuleikanna í Ríó en þetta var í fyrsta sinn í 112 ár sem leikið var í golfi á Ólympíuleikunum. Rose sem náði forskotinu fyrir lokadaginn var tólf höggum undir pari með eins höggs forskot á Henrik Stenson frá Svíþjóð en Marcus Fraser frá Ástralíu var ekki langt undan á níu höggum undir pari. Rose lék á fjórum höggum undir pari lokahringinn en kylfingarnir voru jafnir á fimmtán höggum undir pari fyrir lokaholuna í dag. Sá sænski lenti í því að þurfa að þrípútta og sætta sig við skolla. Á sama tíma fór innáhögg Justin Rose alveg upp að holunni og gerði það að verkum að hann átti aðeins stutt pútt fyrir fugli og fyrir sigrinum. Setti hann það ofaní og tryggði sér sigurinn með tveggja högga forskoti og varð um leið fyrsti Bretinn sem vinnur gullverðlaun í golfi á Ólympíuleikunum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Breski kylfingurinn Justin Rose stóð uppi sem sigurvegari eftir stórskemmtilega baráttu gegn Henrik Stensson á lokahring Ólympíuleikanna í Ríó en þetta var í fyrsta sinn í 112 ár sem leikið var í golfi á Ólympíuleikunum. Rose sem náði forskotinu fyrir lokadaginn var tólf höggum undir pari með eins höggs forskot á Henrik Stenson frá Svíþjóð en Marcus Fraser frá Ástralíu var ekki langt undan á níu höggum undir pari. Rose lék á fjórum höggum undir pari lokahringinn en kylfingarnir voru jafnir á fimmtán höggum undir pari fyrir lokaholuna í dag. Sá sænski lenti í því að þurfa að þrípútta og sætta sig við skolla. Á sama tíma fór innáhögg Justin Rose alveg upp að holunni og gerði það að verkum að hann átti aðeins stutt pútt fyrir fugli og fyrir sigrinum. Setti hann það ofaní og tryggði sér sigurinn með tveggja högga forskoti og varð um leið fyrsti Bretinn sem vinnur gullverðlaun í golfi á Ólympíuleikunum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira