Byggjum upp saman Katrín Jakobsdóttir skrifar 13. ágúst 2016 06:00 Þing kemur saman að loknu sumarleyfi í dag. Staðfest hefur verið að margboðaðar haustkosningar verða haldnar 29. október næstkomandi og þá fær þjóðin tækifæri til að velja á ný þingmenn til verka. Þinghaldið fram undan mun að einhverju leyti mótast af þeim málum sem þær kosningar munu snúast um. Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks forgangsraðaði frá fyrsta degi því að draga úr álögum á best stæðu hópa samfélagsins. Lækkun veiðigjalda á stórútgerðina var eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar og haldið hefur verið áfram á sömu braut, ákveðið var að framlengja ekki auðlegðarskatt og orkuskatt en um leið var virðisaukaskattur á mat og menningu hækkaður. Barnabætur og vaxtabætur hafa verið skertar, tillögur stjórnarandstöðunnar um að eldri borgarar og öryrkjar fengju kjarabætur við fjárlagagerð síðasta árs voru felldar. Þrengt hefur verið að aðgangi fullorðins fólks að menntakerfinu. Í ríkisfjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar er ekki gert ráð fyrir neinni raunverulegri uppbyggingu í framhaldsskólum og háskólum. Sama má segja um ýmsa innviði sem ekki hefur verið hlúð að sem skyldi en eru bráðnauðsynlegir bæði í samfélagslegu og efnahagslegu tilliti. Aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er veruleiki eftir útboð á þremur nýjum heilsugæslustöðvum. Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins tala fyrir einkarekstri vega og flugvalla. Um allan heim er almenningur að andmæla stefnu á borð við þá sem núverandi ríkisstjórn rekur því að hún ýtir undir auðsöfnun fárra á kostnað hinna mörgu. Hún ýtir undir það að gæði í almannaeigu færist á hendur fárra, hvort sem um er að ræða fiskinn í sjónum, heilbrigðisþjónustu eða vegakerfi. Hún ýtir undir aukinn ójöfnuð á tímum þar sem við eigum einmitt að vera að byggja upp fyrir heildina eftir kreppuna 2008. Kosningarnar fram undan munu snúast um þessa valkosti. Samfélög þar sem rekin eru öflug velferðarkerfi, þar sem hlúð er að viðkvæmustu hópum samfélagsins, þar sem stjórnvöld sinna því hlutverki sínu að beita skattkerfinu til að jafna tekjur fólks og þar sem almenningur tekur raunverulegan þátt í ákvarðanatöku eru þau samfélög sem vegnar best. Þannig samfélag viljum við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði taka þátt í að byggja saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Sjá meira
Þing kemur saman að loknu sumarleyfi í dag. Staðfest hefur verið að margboðaðar haustkosningar verða haldnar 29. október næstkomandi og þá fær þjóðin tækifæri til að velja á ný þingmenn til verka. Þinghaldið fram undan mun að einhverju leyti mótast af þeim málum sem þær kosningar munu snúast um. Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks forgangsraðaði frá fyrsta degi því að draga úr álögum á best stæðu hópa samfélagsins. Lækkun veiðigjalda á stórútgerðina var eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar og haldið hefur verið áfram á sömu braut, ákveðið var að framlengja ekki auðlegðarskatt og orkuskatt en um leið var virðisaukaskattur á mat og menningu hækkaður. Barnabætur og vaxtabætur hafa verið skertar, tillögur stjórnarandstöðunnar um að eldri borgarar og öryrkjar fengju kjarabætur við fjárlagagerð síðasta árs voru felldar. Þrengt hefur verið að aðgangi fullorðins fólks að menntakerfinu. Í ríkisfjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar er ekki gert ráð fyrir neinni raunverulegri uppbyggingu í framhaldsskólum og háskólum. Sama má segja um ýmsa innviði sem ekki hefur verið hlúð að sem skyldi en eru bráðnauðsynlegir bæði í samfélagslegu og efnahagslegu tilliti. Aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er veruleiki eftir útboð á þremur nýjum heilsugæslustöðvum. Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins tala fyrir einkarekstri vega og flugvalla. Um allan heim er almenningur að andmæla stefnu á borð við þá sem núverandi ríkisstjórn rekur því að hún ýtir undir auðsöfnun fárra á kostnað hinna mörgu. Hún ýtir undir það að gæði í almannaeigu færist á hendur fárra, hvort sem um er að ræða fiskinn í sjónum, heilbrigðisþjónustu eða vegakerfi. Hún ýtir undir aukinn ójöfnuð á tímum þar sem við eigum einmitt að vera að byggja upp fyrir heildina eftir kreppuna 2008. Kosningarnar fram undan munu snúast um þessa valkosti. Samfélög þar sem rekin eru öflug velferðarkerfi, þar sem hlúð er að viðkvæmustu hópum samfélagsins, þar sem stjórnvöld sinna því hlutverki sínu að beita skattkerfinu til að jafna tekjur fólks og þar sem almenningur tekur raunverulegan þátt í ákvarðanatöku eru þau samfélög sem vegnar best. Þannig samfélag viljum við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði taka þátt í að byggja saman.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar