Söluminnkun hjá Volkswagen í júlí Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2016 09:25 Höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg. Sala Volkswagen bílafjölskyldan féll um 1% í júlí þrátt fyrir 16% söluaukningu í Kína. Sala Volkswagen í Evrópu féll um 4,7% og um 5,1% í Bandaríkjunum, en mest var söluminnkunin í Brasilíu, eða um 30%. Volkswagen bílafjölskyldan seldi alls 787.300 bíla í júlí. Sala Volswagen bíla eingöngu féll um 1,8% í heiminum í júlí og var júlí sjötti mánuðurinn í röð sem salan minnkar hjá Volkswagen merkinu og er líklega um að kenna dísilvélahneyksli fyrirtækisins. Þó svo sala Volkswagen merkisins hafi minnkað í júlí er ekki það sama að segja um undirmerkin Skoda, Audi og Seat. Audi seldi 2,3% meira, Skoda 1% meira og Seat 0,2% meira. Sala Porsche minnkaði hinsvegar um 6,3% og er sjaldgæft að sjá minnkun í sölu Porsche bíla á milli ára. Sala Volkswagen bílasamstæðunnar er þó ennþá yfir sölunni í fyrra á sama tíma, eða sem nemur 1,3% og heildarsalan 5,9 milljón bílar. Ef salan hvern mánuð ársins sem eftir er verður ámóta og á fyrstu 7 mánuðum ársins verður heildarsala Volkswagen bílasamstæðunnar í ár 10,1 milljónir bíla. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Sala Volkswagen bílafjölskyldan féll um 1% í júlí þrátt fyrir 16% söluaukningu í Kína. Sala Volkswagen í Evrópu féll um 4,7% og um 5,1% í Bandaríkjunum, en mest var söluminnkunin í Brasilíu, eða um 30%. Volkswagen bílafjölskyldan seldi alls 787.300 bíla í júlí. Sala Volswagen bíla eingöngu féll um 1,8% í heiminum í júlí og var júlí sjötti mánuðurinn í röð sem salan minnkar hjá Volkswagen merkinu og er líklega um að kenna dísilvélahneyksli fyrirtækisins. Þó svo sala Volkswagen merkisins hafi minnkað í júlí er ekki það sama að segja um undirmerkin Skoda, Audi og Seat. Audi seldi 2,3% meira, Skoda 1% meira og Seat 0,2% meira. Sala Porsche minnkaði hinsvegar um 6,3% og er sjaldgæft að sjá minnkun í sölu Porsche bíla á milli ára. Sala Volkswagen bílasamstæðunnar er þó ennþá yfir sölunni í fyrra á sama tíma, eða sem nemur 1,3% og heildarsalan 5,9 milljón bílar. Ef salan hvern mánuð ársins sem eftir er verður ámóta og á fyrstu 7 mánuðum ársins verður heildarsala Volkswagen bílasamstæðunnar í ár 10,1 milljónir bíla.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira