Körfubolti

Craion farinn frá KR

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Craion fagnar með stuðningsmönnum KR.
Craion fagnar með stuðningsmönnum KR. vísir/ernir

Íslandsmeistarar KR urðu fyrir höggi í dag er það var staðfest að Michael Craion væri á förum frá félaginu.

Hann er búinn að semja við lið í Frakklandi og kveður því KR eftir tvö afar farsæl ár. Bæði árin varð KR Íslandsmeistari og Craion fór á kostum.

Það verður svo sannarlega sjónarsviptir af Craion úr Dominos-deildinni þar sem stjarna hans hefur skinið skært.

Leit KR-inga að arftaka hans er hafinn en hans skarð verður vandfyllt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.