Hlaupið til góðs Edda Hermannsdóttir skrifar 17. ágúst 2016 09:00 Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á laugardaginn. Hlaupið er haldið í 33. sinn og óhætt er að segja að hlaupið sé fastur liður hjá mörgum landsmönnum. Um leið og þarna koma saman þátttakendur sem hafa æft stíft undanfarnar vikur og mánuði þá er þetta ekki síður dagur allrar fjölskyldunnar þar sem allir hafa tök á því að taka þátt, ungir sem aldnir. Styttri veglengdir henta styttri fótleggjum og síðan má alltaf ganga lengri vegalengdir og njóta þess að vera með. Fyrir 33 árum tóku 214 hlauparar þátt en í fyrra voru þátttakendur yfir 15.000. Skráningin í ár gengur vel og eru þegar tæplega 11.000 skráðir til leiks sem er fjölgun miðað við sama tíma í fyrra. Hún skýrist að mestu leyti af fjölgun erlendra þátttakenda. Það er mjög ánægjulegt að fleiri komi til Íslands og taki þátt og upplifi hlaup eins og Reykjavíkurmaraþonið. Þó hlaupið sjálft sé heilsueflandi og skemmtilegt þá er einna mikilvægast að þúsundir hlaupara safna áheitum til góðra málefna. Söfnun Reykjavíkurmaraþonsins hefur vaxið gríðarlega hratt á undanförnum árum og í fyrra söfnuðust yfir 80 milljónir króna fyrir 167 félög. Þetta skiptir félögin gríðarlega miklu máli og mörg þeirra láta sitt ekki eftir liggja og hvetja hlaupara áfram. Í ár var markið sett hátt en markmiðið er að safna 100 milljónum til góðra mála. Það er frábært að sjá þátttakendur biðja um stuðning við sitt félag og þar munar sannarlega um hverja krónu. Það eru þátttakendur sjálfir sem gera þetta hlaup að því sem það er og styðja við mikilvæg málefni með því að koma saman í sameiginlegu átaki. Við hvetjum því alla til að taka þátt á laugardaginn, þá sem vilja ganga og hafa gaman, þá sem vilja elta Pókemon-karla og svo auðvitað þá sem hafa lagt blóð, svita og tár í hlaupaæfingar. Það er einstök tilfinning að hlaupa um götur Reykjavíkur þar sem íbúar hvetja hlaupara áfram með tónlist, trommum og klappi. Það eru allir hetjur í Reykjavíkurmaraþoninu: hlauparar, aðstandendur, þeir sem heita á hlauparana og síðast en ekki síst: þeir sem njóta góðs af áheitasöfnuninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Hermannsdóttir Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á laugardaginn. Hlaupið er haldið í 33. sinn og óhætt er að segja að hlaupið sé fastur liður hjá mörgum landsmönnum. Um leið og þarna koma saman þátttakendur sem hafa æft stíft undanfarnar vikur og mánuði þá er þetta ekki síður dagur allrar fjölskyldunnar þar sem allir hafa tök á því að taka þátt, ungir sem aldnir. Styttri veglengdir henta styttri fótleggjum og síðan má alltaf ganga lengri vegalengdir og njóta þess að vera með. Fyrir 33 árum tóku 214 hlauparar þátt en í fyrra voru þátttakendur yfir 15.000. Skráningin í ár gengur vel og eru þegar tæplega 11.000 skráðir til leiks sem er fjölgun miðað við sama tíma í fyrra. Hún skýrist að mestu leyti af fjölgun erlendra þátttakenda. Það er mjög ánægjulegt að fleiri komi til Íslands og taki þátt og upplifi hlaup eins og Reykjavíkurmaraþonið. Þó hlaupið sjálft sé heilsueflandi og skemmtilegt þá er einna mikilvægast að þúsundir hlaupara safna áheitum til góðra málefna. Söfnun Reykjavíkurmaraþonsins hefur vaxið gríðarlega hratt á undanförnum árum og í fyrra söfnuðust yfir 80 milljónir króna fyrir 167 félög. Þetta skiptir félögin gríðarlega miklu máli og mörg þeirra láta sitt ekki eftir liggja og hvetja hlaupara áfram. Í ár var markið sett hátt en markmiðið er að safna 100 milljónum til góðra mála. Það er frábært að sjá þátttakendur biðja um stuðning við sitt félag og þar munar sannarlega um hverja krónu. Það eru þátttakendur sjálfir sem gera þetta hlaup að því sem það er og styðja við mikilvæg málefni með því að koma saman í sameiginlegu átaki. Við hvetjum því alla til að taka þátt á laugardaginn, þá sem vilja ganga og hafa gaman, þá sem vilja elta Pókemon-karla og svo auðvitað þá sem hafa lagt blóð, svita og tár í hlaupaæfingar. Það er einstök tilfinning að hlaupa um götur Reykjavíkur þar sem íbúar hvetja hlaupara áfram með tónlist, trommum og klappi. Það eru allir hetjur í Reykjavíkurmaraþoninu: hlauparar, aðstandendur, þeir sem heita á hlauparana og síðast en ekki síst: þeir sem njóta góðs af áheitasöfnuninni.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar