Kia með nýjan smájeppling Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2016 10:27 Nýi jepplingur Kia í felubúningi. S-kóresku bílaframleiðandinn Kia ætlar ekki að eftirláta öðrum bílaframleiðendum hina miklu eftirspurn sem er eftir smáum jepplingum í heiminum í dag og vinnur nú að smíði slíks bíls. Myndir náðust af bílnum er hann var í prófunum í afar heitu veðri. Þessi jepplingur verður nokkru minni en Kia Sportage, sem þó telst ekki meðal stærri jepplinga. Hann á að keppa við bíla eins og Mazda CX-3, Honda HR-V, Chevrolet Trax og tilvonandi Toyota C-HR og er ámóta að stærð. Þessi nýi jepplingur verður með sama undirvagni og nýr jepplingur frá systurfyrirtækinu Hyundai, en sá bíll hefur ekki fengið nafn frekar en sá nýi frá Kia. Útlit nýja jepplings Kia mun byggja á tilraunabílnum Provo sem sýndur var á bílasýningunni í Genf árið 2013. Á myndinni hér að ofan má sjá að þessi jepplingur er með óvenju langt húdd af litlum jepplingi að vera og svo virðist sem að farangursrými verði ekki mikið og því sé hann hugsaður sem einskonar borgarjepplingur, en ekki sá heppilegasti til ferðalaga. Kia ætlar að kynna þenna bíl seint á næsta ári og hefja sölu á honum árið 2018. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent
S-kóresku bílaframleiðandinn Kia ætlar ekki að eftirláta öðrum bílaframleiðendum hina miklu eftirspurn sem er eftir smáum jepplingum í heiminum í dag og vinnur nú að smíði slíks bíls. Myndir náðust af bílnum er hann var í prófunum í afar heitu veðri. Þessi jepplingur verður nokkru minni en Kia Sportage, sem þó telst ekki meðal stærri jepplinga. Hann á að keppa við bíla eins og Mazda CX-3, Honda HR-V, Chevrolet Trax og tilvonandi Toyota C-HR og er ámóta að stærð. Þessi nýi jepplingur verður með sama undirvagni og nýr jepplingur frá systurfyrirtækinu Hyundai, en sá bíll hefur ekki fengið nafn frekar en sá nýi frá Kia. Útlit nýja jepplings Kia mun byggja á tilraunabílnum Provo sem sýndur var á bílasýningunni í Genf árið 2013. Á myndinni hér að ofan má sjá að þessi jepplingur er með óvenju langt húdd af litlum jepplingi að vera og svo virðist sem að farangursrými verði ekki mikið og því sé hann hugsaður sem einskonar borgarjepplingur, en ekki sá heppilegasti til ferðalaga. Kia ætlar að kynna þenna bíl seint á næsta ári og hefja sölu á honum árið 2018.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent