Sjálfakandi Volvo leigubílar Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2016 09:52 Volvo leigubíll frá Uber. Volvo og Uber hafa sameinast um smíði nokkurra Volvo XC90 jeppa sem aka án bílstjóra um götur Pittsburg í Bandaríkjunum og mun aksturinn hefjast í næsta mánuði. Uber mun bjóða viðskiptavinum sínum uppá frían akstur í þessum bílum til að byrja með. Fyrirtækin tvö hafa fjárfest fyrir 36 milljarða í þessu verkefni og með því er ljóst að þeim er full alvara með framtíð þess. Bílarnir sem notaðir eru eru búnir fullkomnasta öryggisbúnaði og víst má telja að enginn getur gert betur en Volvo í þeim efnum. Uber mun kaupa fjölda bíla frá Volvo til að sinna þessum akstri og ætlar sér heilmikinn markað í leigubílaakstri um allan heim með þessum bílum. Til að byrja með verða bílarnir í Pittsburg mannaðir öryggisvörðum bæði í ökumanns- og farþegasætinu frammí bílunum til að tryggja að aksturinn sé með sem öruggustum hætti. Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent
Volvo og Uber hafa sameinast um smíði nokkurra Volvo XC90 jeppa sem aka án bílstjóra um götur Pittsburg í Bandaríkjunum og mun aksturinn hefjast í næsta mánuði. Uber mun bjóða viðskiptavinum sínum uppá frían akstur í þessum bílum til að byrja með. Fyrirtækin tvö hafa fjárfest fyrir 36 milljarða í þessu verkefni og með því er ljóst að þeim er full alvara með framtíð þess. Bílarnir sem notaðir eru eru búnir fullkomnasta öryggisbúnaði og víst má telja að enginn getur gert betur en Volvo í þeim efnum. Uber mun kaupa fjölda bíla frá Volvo til að sinna þessum akstri og ætlar sér heilmikinn markað í leigubílaakstri um allan heim með þessum bílum. Til að byrja með verða bílarnir í Pittsburg mannaðir öryggisvörðum bæði í ökumanns- og farþegasætinu frammí bílunum til að tryggja að aksturinn sé með sem öruggustum hætti.
Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent