Aðeins 500 fá að kaupa Ford GT Finnur Thorlacius skrifar 3. ágúst 2016 14:46 Þó svo 7.000 viljugir kaupendur hafi skráð sig fyrir mesta tryllitæki sem Ford framleiðir, þ.e. Ford GT, verða aðeins 500 einstaklingar sem fá að kaupa eintak af bílnum. Því sitja 6.300 kaupendur eftir með sárt ennið og fá draum sinn ekki uppfylltan. Ekki er frá því að reiði gæti hjá þeim sem ekki munu fá að kaupa eintak, en Ford sérvaldi þá 500 kaupendur sem munu eignast þennan eftirsótta bíl. Ford sendi hverjum þeim sem skráð höfðu sig fyrir eintaki af Ford GT bréf þar sem greint var frá því hvort þeir myndu hreppa gripinn eður ei, en aðeins um 7% þeirra fengu jákvætt svar og vart til dæmi um lægra hlutfall. Sumir þessara 500 sem fengu jákvætt svar eru heimsþekkt fólk og áhrifafólk og valdi Ford þá kaupendur sérstaklega úr. Er þar aðallega á ferðinni þekkt bílaáhugafólk, auk þess sem það er heimsfrægt. Er það vel, þar sem morgunljóst er að Ford verður gagnrýnt mjög fyrir að handvelja þessa kaupendur, en það verður þó síður gert ef kaupendurnir eru þekkt bílaáhugafólk. Bílar video Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent
Þó svo 7.000 viljugir kaupendur hafi skráð sig fyrir mesta tryllitæki sem Ford framleiðir, þ.e. Ford GT, verða aðeins 500 einstaklingar sem fá að kaupa eintak af bílnum. Því sitja 6.300 kaupendur eftir með sárt ennið og fá draum sinn ekki uppfylltan. Ekki er frá því að reiði gæti hjá þeim sem ekki munu fá að kaupa eintak, en Ford sérvaldi þá 500 kaupendur sem munu eignast þennan eftirsótta bíl. Ford sendi hverjum þeim sem skráð höfðu sig fyrir eintaki af Ford GT bréf þar sem greint var frá því hvort þeir myndu hreppa gripinn eður ei, en aðeins um 7% þeirra fengu jákvætt svar og vart til dæmi um lægra hlutfall. Sumir þessara 500 sem fengu jákvætt svar eru heimsþekkt fólk og áhrifafólk og valdi Ford þá kaupendur sérstaklega úr. Er þar aðallega á ferðinni þekkt bílaáhugafólk, auk þess sem það er heimsfrægt. Er það vel, þar sem morgunljóst er að Ford verður gagnrýnt mjög fyrir að handvelja þessa kaupendur, en það verður þó síður gert ef kaupendurnir eru þekkt bílaáhugafólk.
Bílar video Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent