Líkur á að sölumetið á bílamarkaði frá 2005 verði slegið í ár Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2016 15:12 Salan gæti náð 21.000 bíla markinu í ár, en til þess þurfa að meðaltali að seljast 1.200 bílar í þeim mánuðum sem eftir eru af árinu. Ekki er ósennilegt að fjöldi seldra nýrra fólks- og sendibíla á þessu ári verði svipaður eða jafnvel meiri en gildandi sölumet sem slegið var árið 2005 þegar nýskráðir voru tæplega 21 þúsund þúsund fólks- og sendibílar, mesti fjöldi frá upphafi hér á landi. Fyrstu 7 mánuði þessa árs voru 14.832 bílar nýskráðir í heild á fólks- og sendibílamarkaðnum (sala til einstaklinga, fyrirtækja og bílaleiga) og er BL söluhæst umboðanna með alls 3.937 bíla á tímabilinu. Ekki er fráleitt að á þeim 5 mánuðum sem eftir eru af árinu muni um 6.000 þúsund bílar verða nýskráðir hjá innflutningsaðilum, eða í kringum 1.200 bílar að meðaltali á mánuði. Það þýðir að miklar líkur eru á að fjöldinn í ár verði nærri sölumetinu frá 2005, ef ekki meiri. Almennt gerðu söluaðilar ráð fyrir að um 18.000 bílar yrðu nýskráðir á þessu ári. Með hliðsjón af þeirri markaðshlutdeild sem bíltegundir BL hafa um þessar mundir er hugsanlegt, en alls ekki víst, að bílamerki BL slái fimm þúsund bíla múrinn á árinu, sem ekki hefur gerst í sögu BL ehf. né heldur fyrirrennurum þess, B&L og Ingvari Helgasyni. Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent
Ekki er ósennilegt að fjöldi seldra nýrra fólks- og sendibíla á þessu ári verði svipaður eða jafnvel meiri en gildandi sölumet sem slegið var árið 2005 þegar nýskráðir voru tæplega 21 þúsund þúsund fólks- og sendibílar, mesti fjöldi frá upphafi hér á landi. Fyrstu 7 mánuði þessa árs voru 14.832 bílar nýskráðir í heild á fólks- og sendibílamarkaðnum (sala til einstaklinga, fyrirtækja og bílaleiga) og er BL söluhæst umboðanna með alls 3.937 bíla á tímabilinu. Ekki er fráleitt að á þeim 5 mánuðum sem eftir eru af árinu muni um 6.000 þúsund bílar verða nýskráðir hjá innflutningsaðilum, eða í kringum 1.200 bílar að meðaltali á mánuði. Það þýðir að miklar líkur eru á að fjöldinn í ár verði nærri sölumetinu frá 2005, ef ekki meiri. Almennt gerðu söluaðilar ráð fyrir að um 18.000 bílar yrðu nýskráðir á þessu ári. Með hliðsjón af þeirri markaðshlutdeild sem bíltegundir BL hafa um þessar mundir er hugsanlegt, en alls ekki víst, að bílamerki BL slái fimm þúsund bíla múrinn á árinu, sem ekki hefur gerst í sögu BL ehf. né heldur fyrirrennurum þess, B&L og Ingvari Helgasyni.
Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent