Svolítil gleði í hjarta Kári Stefánsson skrifar 9. ágúst 2016 06:00 Það er ekki auðvelt að skilja hvers vegna íslenskt samfélag hefur vanrækt heilbrigðiskerfið að því marki og um þann tíma sem raun ber vitni. Íslenskt samfélag er nefnilega búið til úr hjartahlýju fólki sem ekkert aumt má sjá. Það samrýmist ekki hugmyndum okkar um okkur sjálf að það skuli vera fólk í landi hér sem geti ekki nýtt sér heilbrigðisþjónustu af því það hafi ekki efni á því. Það samrýmist heldur ekki okkar hugmyndum um okkur sjálf að það skuli vera biðlistar á Spítalanum okkar eftir lífsnauðsynlegum aðgerðum og að vegna tækjaskorts þurfi að senda sjúklinga til Kaupmannahafnar. Hvers vegna er þetta þá svona? Ég hef það á tilfinningunni að við höfum villst af leið í þokunni sem leggst yfir hug og hjarta þegar efnishyggjan tekur völdin og bankar verða valdamestu stofnanir samfélagsins. Við eigum að skammast okkar fyrir það vegna þess að við fæddumst í þennan heim með þau þokuljós sem hefðu átt að duga til þess að lýsa okkur rétta leið. Við sem ólumst upp sem sósíalistar eigum að skammast okkar meira en aðrir vegna þess að pólitíska hugmyndafræðin okkar hefði átt að varða okkur veginn. Og ef einhverjum finnst ég eigi að skammast mín manna mest hef ég engin mótrök. En það er bara þannig með þessar pólitísku hugmyndafræðir að þær virðast vera vitagagnslaust drasl þeim sem eru komnir á valdastóla og veita okkur kjósendum litla innsýn í það sem þeir kynnu að gera sem við viljum koma þangað. Það var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, Samfylkingar og Vinstri grænna, sem endanlega losaði mig við þá tálsýn að pólitísk hugmyndafræði sem menn aðhyllast hafi forspárgildi um það hvernig þeir kunni að haga sér á valdastólum. Þegar í harðbakkann sló holaði hún velferðarkerfið að innan, lét utanríkisþjónustuna í friði, reisti Hörpu (að vísu vildi Katrín Jakobsdóttir láta mála vinstri hliðina á henni græna en það gleymdist) og byrjaði að bora gat í gegnum Vaðlaheiðina. Þetta var fyrsta hreinræktaða félagshyggjuríkisstjórnin í sögu lýðveldisins! Þetta ginnungagap milli pólitískrar hugmyndafræði og hegðunar á valdastólum gerir það að verkum að kjósendur verða að horfa framhjá eða í gegnum yfirlýsta hugmyndafræði þegar þeir ákveða hvernig þeir eigi að kjósa menn til góðra verka. Það er nefnilega þannig að munurinn á stjórnmálaflokkunum virðist eingöngu vera til staðar þegar þeir eru í stjórnarandstöðu. Þá eru vinstri flokkar vinstri flokkar og hægri eru hægri. Þegar þeir eru komnir í stjórn eru þeir allir eins án tillits til hægri eða vinstri, upp eða niður, himnaríkis eða helvítis. Nú stefnir í kosningar í haust og stjórnmálamenn eru farnir að undirbúa sig og það er ljóst að kosningaundirbúningur laðar ekki endilega það besta fram í þeim sem eiga lífsviðurværi sitt undir því að þeir eða vinir þeirra komist á þing. Það ber þó ekki að vanmeta skemmtanagildið af því að fylgjast með mönnum reyna að ganga í augun á kjósendum með orðum og æði sem gæti drepið nautgripi úr mikilli fjarlægð. Ég hef meira að segja á stundum verið hræddur um að þessi ósköp gætu drepið stórhveli og með því snúið alþjóðasamfélaginu gegn okkur. Það eru að vísu gleðitíðindi að í kosningabaráttunni nýbyrjuðu virðast flestir stjórnmálaflokkarnir staðsetja sig vinstra megin við þann stað sem þeir voru á fyrir síðustu kosningar. Ljósasta dæmið um þetta kom úr ólíklegustu áttinni þegar Bjarni Benediktsson sagði í blaðaviðtali að hann liti svo á að það væri kominn tími til þess að hætta að lækka skatta og byrja að hlúa að innviðum samfélagsins eins og velferðarkerfinu. Hann sagði líka að hann liti svo á að hlutverk ríkisins væri að hlúa að þeim sem minna mættu sín. Hinir gætu séð um sig sjálfir. Í þessu viðtali lét hann Sjálfstæðisflokkinn taka stórt skref í átt að miðjunni og minnti með því um margt á afabróður sinn og alnafna. Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum pólitískra andstæðinga Bjarna við hugmyndafræðilegri endurfæðingu hans. Í stað þess að taka því fagnandi að Sjálfstæðisflokkurinn heiti því að styðja lítilmagnann og velferðarkerfið og hætti að eyða öllum kröftum sínum í að hlúa að heilsu ríkisfjármála þá hæðast þeir að honum fyrir vikið. Illugi Jökulsson sem er einn af krossförum Samfylkingarinnar skrifaði meira að segja grein þar sem hann setti stefnubreytingar Bjarna í samhengi við bandarískan sjónvarpsþátt um lýtalækningar sem heitir Extreme Makeover. Illuga finnst hann fyndinn og ég er á því að þar hafi hann rétt fyrir sér. Honum sést hins vegar yfir þá staðreynd að fyndnin hans áleitna og hvassa er að mestu á kostnað Samfylkingar og Vinstri grænna. Þeir flokkar geta nefnilega ekki farið í gegnum samskonar Extreme Makeover þegar kemur að velferðarkerfinu og aðhlynningu lítilmagnans í okkar samfélagi, vegna þess að þeir eru búnir að lofa fyrir margar kosningar en þegar þeir hafa komist í aðstöðu til þess að efna hafa þeir alltaf svikið. Þeir gætu að vísu haft það sem eitt af sínum kosningaloforðum núna að rífa velferðarkerfið í tætlur og ef þeir kæmust í ríkisstjórn gætu þeir svikið það. Annars konar Extreme Makeover stendur þeim ekki til boða. Við kjósendur sem viljum að hlúð sé að velferðarkerfinu og þá sérstaklega heilbrigðiskerfinu stöndum frammi fyrir því að við erum annars vegar með félagshyggjuflokkana, Samfylkingu og Vinstri græna, sem hafa alltaf lofað að hlúa að velferðarkerfinu og verja það gegn öllu illu og síðan farið létt með að svíkja það og hins vegar Sjálfstæðisflokkinn sem hefur hingað til ekki einu sinni séð ástæðu til þess að lofa. Nú hefur Bjarni fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins lofað og er því kominn í aðstöðu til þess að efna sem við hljótum að fagna þótt við hörmum þá staðreynd að hann sé líka í aðstöðu til þess að svíkja. Það er dapurlegt til þess að hugsa að íslensk þjóð sem næstum sem einn maður vill að heilbrigðiskerfið sé endurreist og velferðarkerfið í heild sinni bætt hefur litla trú á því að það sé til í landinu stjórnmálaflokkur sem komi til með að efna loforð um að gera það. Það er óásættanlegt að þurfa að ganga til kosninga undir slíkum kringumstæðum. Ég er því með tillögu til úrbóta: Fjármálaráðherra leggi fram frumvarp til fjáraukalaga nú í ágúst þar sem fé er veitt til þess að losa okkur við greiðsluþátttöku sjúklinga, Landspítalinn er efldur og heilsugæslan endurreist. Allir þingmenn, stjórnarandstöðu jafnt sem stjórnar, greiði frumvarpinu atkvæði og sýni þannig að þeir geri sér grein fyrir því að þeirra hlutverk sé að þjóna þjóðinni sem vill að þetta gerist. Að þessu loknu gætum við gengið til kosninga með svolitla gleði í hjarta og greitt atkvæði með þeim flokki sem við höfum minnsta fyrirlitningu á. Ef þetta gerist ekki er hætta á því að við kjósum öll Píratana vegna þess að þeir hafa í raun réttri enga pólitíska hugmyndafræði að hunsa, hafa ekki haft tækifæri til þess að svíkja loforð og þótt þeir séu harla lítið sem ekki neitt eru þeir býsna hip og kúl. Það er nefnilega þannig að óplægður akur í hraungrýti getur verið svo miklu meira aðlaðandi en illgresið í garðinum heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Skoðun Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki auðvelt að skilja hvers vegna íslenskt samfélag hefur vanrækt heilbrigðiskerfið að því marki og um þann tíma sem raun ber vitni. Íslenskt samfélag er nefnilega búið til úr hjartahlýju fólki sem ekkert aumt má sjá. Það samrýmist ekki hugmyndum okkar um okkur sjálf að það skuli vera fólk í landi hér sem geti ekki nýtt sér heilbrigðisþjónustu af því það hafi ekki efni á því. Það samrýmist heldur ekki okkar hugmyndum um okkur sjálf að það skuli vera biðlistar á Spítalanum okkar eftir lífsnauðsynlegum aðgerðum og að vegna tækjaskorts þurfi að senda sjúklinga til Kaupmannahafnar. Hvers vegna er þetta þá svona? Ég hef það á tilfinningunni að við höfum villst af leið í þokunni sem leggst yfir hug og hjarta þegar efnishyggjan tekur völdin og bankar verða valdamestu stofnanir samfélagsins. Við eigum að skammast okkar fyrir það vegna þess að við fæddumst í þennan heim með þau þokuljós sem hefðu átt að duga til þess að lýsa okkur rétta leið. Við sem ólumst upp sem sósíalistar eigum að skammast okkar meira en aðrir vegna þess að pólitíska hugmyndafræðin okkar hefði átt að varða okkur veginn. Og ef einhverjum finnst ég eigi að skammast mín manna mest hef ég engin mótrök. En það er bara þannig með þessar pólitísku hugmyndafræðir að þær virðast vera vitagagnslaust drasl þeim sem eru komnir á valdastóla og veita okkur kjósendum litla innsýn í það sem þeir kynnu að gera sem við viljum koma þangað. Það var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, Samfylkingar og Vinstri grænna, sem endanlega losaði mig við þá tálsýn að pólitísk hugmyndafræði sem menn aðhyllast hafi forspárgildi um það hvernig þeir kunni að haga sér á valdastólum. Þegar í harðbakkann sló holaði hún velferðarkerfið að innan, lét utanríkisþjónustuna í friði, reisti Hörpu (að vísu vildi Katrín Jakobsdóttir láta mála vinstri hliðina á henni græna en það gleymdist) og byrjaði að bora gat í gegnum Vaðlaheiðina. Þetta var fyrsta hreinræktaða félagshyggjuríkisstjórnin í sögu lýðveldisins! Þetta ginnungagap milli pólitískrar hugmyndafræði og hegðunar á valdastólum gerir það að verkum að kjósendur verða að horfa framhjá eða í gegnum yfirlýsta hugmyndafræði þegar þeir ákveða hvernig þeir eigi að kjósa menn til góðra verka. Það er nefnilega þannig að munurinn á stjórnmálaflokkunum virðist eingöngu vera til staðar þegar þeir eru í stjórnarandstöðu. Þá eru vinstri flokkar vinstri flokkar og hægri eru hægri. Þegar þeir eru komnir í stjórn eru þeir allir eins án tillits til hægri eða vinstri, upp eða niður, himnaríkis eða helvítis. Nú stefnir í kosningar í haust og stjórnmálamenn eru farnir að undirbúa sig og það er ljóst að kosningaundirbúningur laðar ekki endilega það besta fram í þeim sem eiga lífsviðurværi sitt undir því að þeir eða vinir þeirra komist á þing. Það ber þó ekki að vanmeta skemmtanagildið af því að fylgjast með mönnum reyna að ganga í augun á kjósendum með orðum og æði sem gæti drepið nautgripi úr mikilli fjarlægð. Ég hef meira að segja á stundum verið hræddur um að þessi ósköp gætu drepið stórhveli og með því snúið alþjóðasamfélaginu gegn okkur. Það eru að vísu gleðitíðindi að í kosningabaráttunni nýbyrjuðu virðast flestir stjórnmálaflokkarnir staðsetja sig vinstra megin við þann stað sem þeir voru á fyrir síðustu kosningar. Ljósasta dæmið um þetta kom úr ólíklegustu áttinni þegar Bjarni Benediktsson sagði í blaðaviðtali að hann liti svo á að það væri kominn tími til þess að hætta að lækka skatta og byrja að hlúa að innviðum samfélagsins eins og velferðarkerfinu. Hann sagði líka að hann liti svo á að hlutverk ríkisins væri að hlúa að þeim sem minna mættu sín. Hinir gætu séð um sig sjálfir. Í þessu viðtali lét hann Sjálfstæðisflokkinn taka stórt skref í átt að miðjunni og minnti með því um margt á afabróður sinn og alnafna. Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum pólitískra andstæðinga Bjarna við hugmyndafræðilegri endurfæðingu hans. Í stað þess að taka því fagnandi að Sjálfstæðisflokkurinn heiti því að styðja lítilmagnann og velferðarkerfið og hætti að eyða öllum kröftum sínum í að hlúa að heilsu ríkisfjármála þá hæðast þeir að honum fyrir vikið. Illugi Jökulsson sem er einn af krossförum Samfylkingarinnar skrifaði meira að segja grein þar sem hann setti stefnubreytingar Bjarna í samhengi við bandarískan sjónvarpsþátt um lýtalækningar sem heitir Extreme Makeover. Illuga finnst hann fyndinn og ég er á því að þar hafi hann rétt fyrir sér. Honum sést hins vegar yfir þá staðreynd að fyndnin hans áleitna og hvassa er að mestu á kostnað Samfylkingar og Vinstri grænna. Þeir flokkar geta nefnilega ekki farið í gegnum samskonar Extreme Makeover þegar kemur að velferðarkerfinu og aðhlynningu lítilmagnans í okkar samfélagi, vegna þess að þeir eru búnir að lofa fyrir margar kosningar en þegar þeir hafa komist í aðstöðu til þess að efna hafa þeir alltaf svikið. Þeir gætu að vísu haft það sem eitt af sínum kosningaloforðum núna að rífa velferðarkerfið í tætlur og ef þeir kæmust í ríkisstjórn gætu þeir svikið það. Annars konar Extreme Makeover stendur þeim ekki til boða. Við kjósendur sem viljum að hlúð sé að velferðarkerfinu og þá sérstaklega heilbrigðiskerfinu stöndum frammi fyrir því að við erum annars vegar með félagshyggjuflokkana, Samfylkingu og Vinstri græna, sem hafa alltaf lofað að hlúa að velferðarkerfinu og verja það gegn öllu illu og síðan farið létt með að svíkja það og hins vegar Sjálfstæðisflokkinn sem hefur hingað til ekki einu sinni séð ástæðu til þess að lofa. Nú hefur Bjarni fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins lofað og er því kominn í aðstöðu til þess að efna sem við hljótum að fagna þótt við hörmum þá staðreynd að hann sé líka í aðstöðu til þess að svíkja. Það er dapurlegt til þess að hugsa að íslensk þjóð sem næstum sem einn maður vill að heilbrigðiskerfið sé endurreist og velferðarkerfið í heild sinni bætt hefur litla trú á því að það sé til í landinu stjórnmálaflokkur sem komi til með að efna loforð um að gera það. Það er óásættanlegt að þurfa að ganga til kosninga undir slíkum kringumstæðum. Ég er því með tillögu til úrbóta: Fjármálaráðherra leggi fram frumvarp til fjáraukalaga nú í ágúst þar sem fé er veitt til þess að losa okkur við greiðsluþátttöku sjúklinga, Landspítalinn er efldur og heilsugæslan endurreist. Allir þingmenn, stjórnarandstöðu jafnt sem stjórnar, greiði frumvarpinu atkvæði og sýni þannig að þeir geri sér grein fyrir því að þeirra hlutverk sé að þjóna þjóðinni sem vill að þetta gerist. Að þessu loknu gætum við gengið til kosninga með svolitla gleði í hjarta og greitt atkvæði með þeim flokki sem við höfum minnsta fyrirlitningu á. Ef þetta gerist ekki er hætta á því að við kjósum öll Píratana vegna þess að þeir hafa í raun réttri enga pólitíska hugmyndafræði að hunsa, hafa ekki haft tækifæri til þess að svíkja loforð og þótt þeir séu harla lítið sem ekki neitt eru þeir býsna hip og kúl. Það er nefnilega þannig að óplægður akur í hraungrýti getur verið svo miklu meira aðlaðandi en illgresið í garðinum heima.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun