Leið að nýju Íslandi Viktor Orri Valgarðsson skrifar 9. ágúst 2016 06:00 Hrunið er ekki ástæða þess að við Íslendingar þurfum nýja stjórnarskrá; það minnti okkur á að við höfum alltaf þurft nýja stjórnarskrá. Að grunnstoðir stjórnmála okkar og samfélags eru fúnar – og bregðast þegar á reynir. Þetta vissu landsfeður okkar mætavel, þegar þeir lögfestu núverandi stjórnarskrá árið 1944. Þjóðin samþykkti þá stjórnarskrá undir þeim formerkjum að hún væri til bráðabirgða, aðeins til þess að Ísland gæti lýst yfir sjálfstæði. Allir stjórnmálamenn þess tíma sammæltust um það – og þeir sammæltust líka um að heildarendurskoðun stjórnarskrár Íslands væri nauðsynleg, að hún skyldi fara fram á árunum eftir lýðveldisstofnun. Þá gæti íslenska þjóðin loksins eignast sína eigin stjórnarskrá. Stjórnarskrá samda af Íslendingum fyrir Íslendinga. Skýra stjórnarskrá fyrir lýðræðissamfélag, ekki viljandi óskýra stjórnarskrá fyrir konungsveldi. Stjórnarskrá sem kveður skýrt á um hlutverk og valdmörk forseta. Sem tilgreinir hlutverk og ábyrgð ríkisstjórnar og ráðherra skýrt, veitir Alþingi aukið vægi og minnihluta þingsins aukið vægi þar. Sem krefst opnari og gegnsærri stjórnsýslu, upplýsingaskyldu stjórnvalda og sannleiksskyldu ráðherra. Sem gerir almenningi kleift að leggja til þingmál og krefjast bindandi þjóðaratkvæðis um lög, sem tryggir náttúruauðlindir í þjóðareigu, uppfærir réttindakaflann til 21. aldarinnar og svona mætti lengi telja. Auðvitað er ný stjórnarskrá ekki töfraþula sem tryggir okkur farsæl stjórnmál, en hún er nauðsynlegur grunnur að þeim. Nauðsynlegur rammi utan um stjórnmálin, skorður við völd og ábyrgð stjórnmálamanna, trygging fyrir sterkum borgararéttindum almennings og rétti okkar til að veita stjórnvöldum aðhald á milli kosninga. Við þurfum líka miklu öflugra heilbrigðiskerfi og menntakerfi, bætta stjórnmálamenningu og þingsköp, nýtt kvótakerfi og landbúnaðarkerfi og svona mætti lengi telja. En stjórnarskráin er grunnurinn og öll þessi mál þurfa að byggja á góðum grunni. Í kosningunum í haust gefst okkur Íslendingum einstakt tækifæri til að byggja nýjan og betri grunn. Að klára þetta risastóra grundvallarverkefni, sem setið hefur á hakanum allt frá lýðveldisstofnun. Þess vegna höfum við Píratar sett nýja stjórnarskrá Íslands á oddinn fyrir kosningarnar í haust. Ég held að Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð og jafnvel Viðreisn séu til í þá vegferð með okkur – en það eru Píratar sem munu drífa hana áfram, ef við fáum til þess umboð. Ég vil leggja til að þessir flokkar bjóði kjósendum upp á skýran valkost í þessum kosningum: Að við lýsum því yfir að við viljum mynda ríkisstjórn saman eftir kosningar, um nýja stjórnarskrá. Að sú ríkisstjórn myndi leggja höfuðáherslu á að ljúka við frumvarp að nýrri stjórnarskrá á grundvelli tillögu Stjórnlagaráðs, líkt og kjósendur kröfðu Alþingi um þann 20. október 2012. Í þeirri vinnu ætti þingið að leggja þá tillögu algjörlega til grundvallar – en þó ekki að útiloka málefnalegar athugasemdir og gagntillögur sem gætu gert hana enn betri. Sú vinna þyrfti líka að fara fram í góðu samráði við Stjórnlagaráð sjálft sem og aðra sérfræðinga, stjórnmálaflokka og fleiri. Loks tel ég að þjóðin þurfi eftir sem áður að eiga lokaorðið; að endanleg niðurstaða verði aftur borin undir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu, samhliða þar næstu þingkosningum. Ef við fylgjum þessari áætlun er ég sannfærður um að við eygjum raunhæfa og sögulega von um að fullgilda loksins nýja og miklu betri stjórnarskrá þjóðarinnar, innan fárra ára. Í því liggur einstakt tækifæri okkar kynslóðar; að ljúka við stofnun lýðveldisins Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Hrunið er ekki ástæða þess að við Íslendingar þurfum nýja stjórnarskrá; það minnti okkur á að við höfum alltaf þurft nýja stjórnarskrá. Að grunnstoðir stjórnmála okkar og samfélags eru fúnar – og bregðast þegar á reynir. Þetta vissu landsfeður okkar mætavel, þegar þeir lögfestu núverandi stjórnarskrá árið 1944. Þjóðin samþykkti þá stjórnarskrá undir þeim formerkjum að hún væri til bráðabirgða, aðeins til þess að Ísland gæti lýst yfir sjálfstæði. Allir stjórnmálamenn þess tíma sammæltust um það – og þeir sammæltust líka um að heildarendurskoðun stjórnarskrár Íslands væri nauðsynleg, að hún skyldi fara fram á árunum eftir lýðveldisstofnun. Þá gæti íslenska þjóðin loksins eignast sína eigin stjórnarskrá. Stjórnarskrá samda af Íslendingum fyrir Íslendinga. Skýra stjórnarskrá fyrir lýðræðissamfélag, ekki viljandi óskýra stjórnarskrá fyrir konungsveldi. Stjórnarskrá sem kveður skýrt á um hlutverk og valdmörk forseta. Sem tilgreinir hlutverk og ábyrgð ríkisstjórnar og ráðherra skýrt, veitir Alþingi aukið vægi og minnihluta þingsins aukið vægi þar. Sem krefst opnari og gegnsærri stjórnsýslu, upplýsingaskyldu stjórnvalda og sannleiksskyldu ráðherra. Sem gerir almenningi kleift að leggja til þingmál og krefjast bindandi þjóðaratkvæðis um lög, sem tryggir náttúruauðlindir í þjóðareigu, uppfærir réttindakaflann til 21. aldarinnar og svona mætti lengi telja. Auðvitað er ný stjórnarskrá ekki töfraþula sem tryggir okkur farsæl stjórnmál, en hún er nauðsynlegur grunnur að þeim. Nauðsynlegur rammi utan um stjórnmálin, skorður við völd og ábyrgð stjórnmálamanna, trygging fyrir sterkum borgararéttindum almennings og rétti okkar til að veita stjórnvöldum aðhald á milli kosninga. Við þurfum líka miklu öflugra heilbrigðiskerfi og menntakerfi, bætta stjórnmálamenningu og þingsköp, nýtt kvótakerfi og landbúnaðarkerfi og svona mætti lengi telja. En stjórnarskráin er grunnurinn og öll þessi mál þurfa að byggja á góðum grunni. Í kosningunum í haust gefst okkur Íslendingum einstakt tækifæri til að byggja nýjan og betri grunn. Að klára þetta risastóra grundvallarverkefni, sem setið hefur á hakanum allt frá lýðveldisstofnun. Þess vegna höfum við Píratar sett nýja stjórnarskrá Íslands á oddinn fyrir kosningarnar í haust. Ég held að Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð og jafnvel Viðreisn séu til í þá vegferð með okkur – en það eru Píratar sem munu drífa hana áfram, ef við fáum til þess umboð. Ég vil leggja til að þessir flokkar bjóði kjósendum upp á skýran valkost í þessum kosningum: Að við lýsum því yfir að við viljum mynda ríkisstjórn saman eftir kosningar, um nýja stjórnarskrá. Að sú ríkisstjórn myndi leggja höfuðáherslu á að ljúka við frumvarp að nýrri stjórnarskrá á grundvelli tillögu Stjórnlagaráðs, líkt og kjósendur kröfðu Alþingi um þann 20. október 2012. Í þeirri vinnu ætti þingið að leggja þá tillögu algjörlega til grundvallar – en þó ekki að útiloka málefnalegar athugasemdir og gagntillögur sem gætu gert hana enn betri. Sú vinna þyrfti líka að fara fram í góðu samráði við Stjórnlagaráð sjálft sem og aðra sérfræðinga, stjórnmálaflokka og fleiri. Loks tel ég að þjóðin þurfi eftir sem áður að eiga lokaorðið; að endanleg niðurstaða verði aftur borin undir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu, samhliða þar næstu þingkosningum. Ef við fylgjum þessari áætlun er ég sannfærður um að við eygjum raunhæfa og sögulega von um að fullgilda loksins nýja og miklu betri stjórnarskrá þjóðarinnar, innan fárra ára. Í því liggur einstakt tækifæri okkar kynslóðar; að ljúka við stofnun lýðveldisins Íslands.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun