Sannleikurinn um sykurskatt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 10:00 Um liðna helgi bárust fréttir af því að embætti landlæknis teldi nauðsynlegt að hækka virðisaukaskatt á sykraðar matvörur úr 11% í 24%. Rökstuðningur embættisins var á þá leið að niðurstöður rannsókna sýndu að álögur á gosdrykki gætu verið árangursrík leið til að draga úr neyslu. Þá var vísað til reynslu annarra ríkja, sem sýndi að aukin skattheimta á sykruð matvæli skilaði árangri og var Mexíkó þar sérstaklega nefnt. Hið rétta er að sykurskattur er vond leið til að reyna að stýra neyslu á sykruðum matvælum. Því til stuðnings þarf hvorki að benda á ónefndar erlendar rannsóknir né reynslu ríkja á borð við Mexíkó, sem eiga lítt sambærilegt við Ísland. Staðreyndin er sú að sykurskattur var lagður á hér á landi í mars 2013 í formi vörugjalda. Hann var aflagður í árslok 2014. Áhrif skattsins voru engin á neyslu, en tekjur ríkissjóðs jukust hins vegar um einn milljarð króna. Neytendur héldu því áfram að kaupa sykruð matvæli þrátt fyrir að þau væru dýrari. Ekki hefði verið úr vegi að inna landlæknisembættið eftir þessari niðurstöðu, þegar embættið fer nú aftur af stað með tillögur um að draga fleiri krónur úr vasa neytenda. Þar sem reynsla Mexíkó var sérstaklega nefnd, hefði heldur ekki verið úr vegi að upplýsa að sala á sykruðum gosdrykkjum hefur aftur farið vaxandi þar í landi. Þegar sykurskattur á gosdrykki var lagður á í Mexíkó dróst sala þeirra saman um 1,9% árið 2014. Árið 2015 jókst salan hins vegar aftur um 0,5%. Áhrifin voru því skammvinn. Þá verður ekki hjá því litið að samhliða var ráðist í aðrar aðgerðir, meðal annars forvarnir og fræðslu, á vegum mexíkóska ríkisins til að draga úr offitu. Samdrátt í sölu má því einnig rekja til þeirra aðgerða. Ekki er síður athyglivert að mjólkurvörur og ávaxtasafar voru ekki skattlögð með sambærilegum hætti og gosdrykkir. Neysla þessara afurða jókst þannig um leið og sala gosdrykkja dróst saman. Neytendur færðu sig því frá einni sykraðri vöru í aðra. Neyslu sykraðra matvæla verður ekki stýrt með sköttum, boðum og bönnum. Lýðheilsa er best tryggð með fræðslu og forvörnum. Að endingu er það síðan neytandinn sjálfur sem á að hafa val um það hvaða mat hann leggur sér til munns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Um liðna helgi bárust fréttir af því að embætti landlæknis teldi nauðsynlegt að hækka virðisaukaskatt á sykraðar matvörur úr 11% í 24%. Rökstuðningur embættisins var á þá leið að niðurstöður rannsókna sýndu að álögur á gosdrykki gætu verið árangursrík leið til að draga úr neyslu. Þá var vísað til reynslu annarra ríkja, sem sýndi að aukin skattheimta á sykruð matvæli skilaði árangri og var Mexíkó þar sérstaklega nefnt. Hið rétta er að sykurskattur er vond leið til að reyna að stýra neyslu á sykruðum matvælum. Því til stuðnings þarf hvorki að benda á ónefndar erlendar rannsóknir né reynslu ríkja á borð við Mexíkó, sem eiga lítt sambærilegt við Ísland. Staðreyndin er sú að sykurskattur var lagður á hér á landi í mars 2013 í formi vörugjalda. Hann var aflagður í árslok 2014. Áhrif skattsins voru engin á neyslu, en tekjur ríkissjóðs jukust hins vegar um einn milljarð króna. Neytendur héldu því áfram að kaupa sykruð matvæli þrátt fyrir að þau væru dýrari. Ekki hefði verið úr vegi að inna landlæknisembættið eftir þessari niðurstöðu, þegar embættið fer nú aftur af stað með tillögur um að draga fleiri krónur úr vasa neytenda. Þar sem reynsla Mexíkó var sérstaklega nefnd, hefði heldur ekki verið úr vegi að upplýsa að sala á sykruðum gosdrykkjum hefur aftur farið vaxandi þar í landi. Þegar sykurskattur á gosdrykki var lagður á í Mexíkó dróst sala þeirra saman um 1,9% árið 2014. Árið 2015 jókst salan hins vegar aftur um 0,5%. Áhrifin voru því skammvinn. Þá verður ekki hjá því litið að samhliða var ráðist í aðrar aðgerðir, meðal annars forvarnir og fræðslu, á vegum mexíkóska ríkisins til að draga úr offitu. Samdrátt í sölu má því einnig rekja til þeirra aðgerða. Ekki er síður athyglivert að mjólkurvörur og ávaxtasafar voru ekki skattlögð með sambærilegum hætti og gosdrykkir. Neysla þessara afurða jókst þannig um leið og sala gosdrykkja dróst saman. Neytendur færðu sig því frá einni sykraðri vöru í aðra. Neyslu sykraðra matvæla verður ekki stýrt með sköttum, boðum og bönnum. Lýðheilsa er best tryggð með fræðslu og forvörnum. Að endingu er það síðan neytandinn sjálfur sem á að hafa val um það hvaða mat hann leggur sér til munns.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar