Síðustu Aston Martin DB9 renna af færiböndunum Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2016 09:42 Aston Martin DB9 hefur verið framleiddur allt frá árinu 2003, eða í 13 ár, en nú er komið að framleiðslu síðustu bílanna af þeirri gerð. Aston Martin hefur selt alls 8.701 slíka bíla bara í Evrópu og því er um söluháa bílgerð að ræða fyrir Aston Martin. Fyrirtækið vinnur nú af arftaka DB9 sem bera mun nafnið DB11. Aston Martin framleiddi reyndar nokkur eintök af DB10 sem notaður var í síðustu James Bond mynd en aldrei stóð til að fjöldaframleiða þann bíl. Aston Martin DB11 verður með 5,2 lítra V12 vél með tveimur forþjöppum og því mjög öflugur bíll og hann mun fá nýjan undirvagn að auki. Undirvagn DB9 mun þó lifa áfram því hann verður notaður fyrir bílgerðirnar Rapide og Vanquish, en segja má að góð sala Vanquish hafi haldið Aston Martin á floti undanfarin ár. Bílar video Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent
Aston Martin DB9 hefur verið framleiddur allt frá árinu 2003, eða í 13 ár, en nú er komið að framleiðslu síðustu bílanna af þeirri gerð. Aston Martin hefur selt alls 8.701 slíka bíla bara í Evrópu og því er um söluháa bílgerð að ræða fyrir Aston Martin. Fyrirtækið vinnur nú af arftaka DB9 sem bera mun nafnið DB11. Aston Martin framleiddi reyndar nokkur eintök af DB10 sem notaður var í síðustu James Bond mynd en aldrei stóð til að fjöldaframleiða þann bíl. Aston Martin DB11 verður með 5,2 lítra V12 vél með tveimur forþjöppum og því mjög öflugur bíll og hann mun fá nýjan undirvagn að auki. Undirvagn DB9 mun þó lifa áfram því hann verður notaður fyrir bílgerðirnar Rapide og Vanquish, en segja má að góð sala Vanquish hafi haldið Aston Martin á floti undanfarin ár.
Bílar video Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent