50 Cent býðst til að bjarga Top Gear Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2016 15:27 Ef til vill ætti BBC að íhuga gott boð 50 Cent. Rapparinn 50 Cent er mikill bílaáhugamaður og horfir á hvern þátt af Top Gear. Honum þykir mjög miður hvernig komið er fyrir þáttunum sem áður voru svo vinsælir. Hann telur sig hafa lausn á því en hún er í því fólgin að ráða hann sem einn af þáttastjórnendum hans. Þetta hefur hann boðið BBC og telur að hann eigi mikið erindi í þáttinn, ekki síst í ljósi þess að hann á eitt magnaðasta bílasafn sem um getur og hefur brennandi áhuga á bílum. 50 Cent bendir á að það muni BBC skildinginn, en margborga sig samt. Í bílasafni 50 Cent er að finna bíla eins og nokkra Lamborghini Murcielago, Rolls Royce og Bentley. 50 Cent er ekki heldur óvanur myndavélunum því hann hefur leikið talsvert í kvikmyndum og þáttum og þykir auk þess búa að góðri viðtalstækni og húmor. Ef til vill ætti BBC að íhuga vel gott tilboð hans. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent
Rapparinn 50 Cent er mikill bílaáhugamaður og horfir á hvern þátt af Top Gear. Honum þykir mjög miður hvernig komið er fyrir þáttunum sem áður voru svo vinsælir. Hann telur sig hafa lausn á því en hún er í því fólgin að ráða hann sem einn af þáttastjórnendum hans. Þetta hefur hann boðið BBC og telur að hann eigi mikið erindi í þáttinn, ekki síst í ljósi þess að hann á eitt magnaðasta bílasafn sem um getur og hefur brennandi áhuga á bílum. 50 Cent bendir á að það muni BBC skildinginn, en margborga sig samt. Í bílasafni 50 Cent er að finna bíla eins og nokkra Lamborghini Murcielago, Rolls Royce og Bentley. 50 Cent er ekki heldur óvanur myndavélunum því hann hefur leikið talsvert í kvikmyndum og þáttum og þykir auk þess búa að góðri viðtalstækni og húmor. Ef til vill ætti BBC að íhuga vel gott tilboð hans.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent