Sjúkrahúsið í Mosó – spennandi verkefni Guðmundur Edgarsson skrifar 29. júlí 2016 11:00 Sá samningur sem Mosfellsbær gerði nýlega við erlenda fagfjárfesta um byggingu alþjóðlegs sjúkrahúss gæti falið í sér gríðarleg tækifæri, ekki einungis fyrir íslenskt heilbrigðisstarfsfólk heldur líka fyrir heilbrigðiskerfi landsins. Hér yrði um að ræða háþróaða starfsemi sem kallaði á starfskrafta hundraða sérfræðinga á sviði heilbrigðisvísinda en einnig af öðrum sviðum svo sem úr hugbúnaðar- og tæknigeiranum. Þótt fyrirhugað sé að starfsmenn hins nýja spítala verði erlendir er vel hugsanlegt að æ fleiri Íslendingar ynnu þar í framtíðinni. Sérfræðingar og aðrir starfsmenn á sviði heilbrigðisþjónustu hér á landi myndu því búa við aukið frelsi til að velja sér starfsvettvang og atvinnurekanda sem ætti að bæta samningsstöðu þeirra í kjaramálum. Ástæðulaust er að hafa áhyggjur af langvarandi skorti á heilbrigðisstarfsfólki því markaðslögmálið mun leiða til þess að fleiri munu sækja í nám á sviði heilbrigðisvísinda en áður jafnframt því sem viðbúið er að dregið verði úr fjöldatakmörkunum. Þá má vænta þess að læknar og hjúkrunarfólk erlendis muni í auknum mæli snúa heim til starfa í fjölbreytilegra og samkeppnishæfara starfsumhverfi en áður hefur boðist. Hinn nýi spítali er algjörlega fjármagnaður að utan og því mun Landspítalinn ekki þurfa að bítast við hann um takmarkaðar fjárveitingar ríkisins. Þvert á móti. Ríkið mun fá umtalsverðar viðbótartekjur af starfsemi sjúkrahússins og afleiddri þjónustu í formi ýmiss konar skatta og gjalda sem vitaskuld auðveldar fjármögnun íslenska heilbrigðiskerfisins. Þar að auki er líklegt að einhverjir Íslendingar muni sjá sér hag í að kaupa sér þjónustu nýja sjúkrahússins og létta þannig undir hinu ríkisrekna heilbrigðiskerfi. Sjúkrahúsið í Mosfellsbæ verður einkafyrirtæki og ætti því ekki að þurfa að lúta opinberum kvöðum öðrum en þeim lögum og gæðastöðlum sem gilda í landinu um slíkar stofnanir. Mislukkist verkefnið, er það vandamál fjárfesta, ekki stjórnmálamanna. Því er brýnt að ráðamenn í þessu landi láti ekki illa grundaðar dómsdagsspár trufla framgang þessa verkefnis heldur komi að því á uppbyggilegan og lausnarmiðaðan máta. Lánist þeim það, gæti sjúkrahúsið orðið slíkur hvalreki fyrir Íslendinga, að seint verður jafnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Sá samningur sem Mosfellsbær gerði nýlega við erlenda fagfjárfesta um byggingu alþjóðlegs sjúkrahúss gæti falið í sér gríðarleg tækifæri, ekki einungis fyrir íslenskt heilbrigðisstarfsfólk heldur líka fyrir heilbrigðiskerfi landsins. Hér yrði um að ræða háþróaða starfsemi sem kallaði á starfskrafta hundraða sérfræðinga á sviði heilbrigðisvísinda en einnig af öðrum sviðum svo sem úr hugbúnaðar- og tæknigeiranum. Þótt fyrirhugað sé að starfsmenn hins nýja spítala verði erlendir er vel hugsanlegt að æ fleiri Íslendingar ynnu þar í framtíðinni. Sérfræðingar og aðrir starfsmenn á sviði heilbrigðisþjónustu hér á landi myndu því búa við aukið frelsi til að velja sér starfsvettvang og atvinnurekanda sem ætti að bæta samningsstöðu þeirra í kjaramálum. Ástæðulaust er að hafa áhyggjur af langvarandi skorti á heilbrigðisstarfsfólki því markaðslögmálið mun leiða til þess að fleiri munu sækja í nám á sviði heilbrigðisvísinda en áður jafnframt því sem viðbúið er að dregið verði úr fjöldatakmörkunum. Þá má vænta þess að læknar og hjúkrunarfólk erlendis muni í auknum mæli snúa heim til starfa í fjölbreytilegra og samkeppnishæfara starfsumhverfi en áður hefur boðist. Hinn nýi spítali er algjörlega fjármagnaður að utan og því mun Landspítalinn ekki þurfa að bítast við hann um takmarkaðar fjárveitingar ríkisins. Þvert á móti. Ríkið mun fá umtalsverðar viðbótartekjur af starfsemi sjúkrahússins og afleiddri þjónustu í formi ýmiss konar skatta og gjalda sem vitaskuld auðveldar fjármögnun íslenska heilbrigðiskerfisins. Þar að auki er líklegt að einhverjir Íslendingar muni sjá sér hag í að kaupa sér þjónustu nýja sjúkrahússins og létta þannig undir hinu ríkisrekna heilbrigðiskerfi. Sjúkrahúsið í Mosfellsbæ verður einkafyrirtæki og ætti því ekki að þurfa að lúta opinberum kvöðum öðrum en þeim lögum og gæðastöðlum sem gilda í landinu um slíkar stofnanir. Mislukkist verkefnið, er það vandamál fjárfesta, ekki stjórnmálamanna. Því er brýnt að ráðamenn í þessu landi láti ekki illa grundaðar dómsdagsspár trufla framgang þessa verkefnis heldur komi að því á uppbyggilegan og lausnarmiðaðan máta. Lánist þeim það, gæti sjúkrahúsið orðið slíkur hvalreki fyrir Íslendinga, að seint verður jafnað.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar