Innlent

Tekinn réttindalaus á 180 km hraða

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nokkur útköll voru hjá lögreglu í nótt.
Nokkur útköll voru hjá lögreglu í nótt. Vísir/KTD
Um klukkan 22 í gærkvöldi var bifhjól stöðvað á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk eftir hraðamælingu. Reyndist ökumaðurinn hafa ekið hjólinu á 157-180 kílómetra hraða.

Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og hefur hann aldrei öðlast bifhjólapróf. Var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Þá var tilkynnt um umferðaróhapp við Höfðabakka. Hafði bifreið verið ekið á ljósastaur. Ökumaðurinn sagðist hafa misst sígarettu á gólfið og litið af veginum í skamma stund.

Lögregla þurfti einnig að hafa afskipti af ölvuðu fólki í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Ein kona og einn karl voru handtekinn í nótt og er karlinn grunaður um líkamsáras.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×