Clarkson, Hammond og May klára fyrsta þáttinn Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2016 14:33 Fyrrum stjórnendur Top Gear, þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May eru nú búnir að taka upp fyrsta þáttinn í nýrri bílaþáttaröð sem sýnd verður á Amazon Prime. Tökur fóru fram í S-Afríku og af myndum frá þeim sést að jeppar eiga sviðið í þættinum, en þar sjást Toyota Land Cruiser, Land Rover Defender og Mitsubishi pallbíll, enginn þeirra af nýjustu gerð. Þessir bílar eru vafalaust heppilegir til að glíma við hrjóstrugt landslagið í S-Afríku. Á myndum má einnig sjá tjaldbúðirnar sem Amazon Prime sló upp kringum tökurnar, en á stærsta tjaldinu eru stafirnir GT í stóru letri. Þeir standa fyrir heiti nýju þáttanna, The Grand Tour, en einnig má gantast með það að ef stöfunum er snúið við, þ.e. TG, tákna þeir enn upphafsstafina í Top Gear. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá stemmninguna hjá þrímenningunum eftir að tökum á fyrsta þættinum var lokið og eins og fyrri daginn svífur enginn alvarleiki yfir vötnunum. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent
Fyrrum stjórnendur Top Gear, þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May eru nú búnir að taka upp fyrsta þáttinn í nýrri bílaþáttaröð sem sýnd verður á Amazon Prime. Tökur fóru fram í S-Afríku og af myndum frá þeim sést að jeppar eiga sviðið í þættinum, en þar sjást Toyota Land Cruiser, Land Rover Defender og Mitsubishi pallbíll, enginn þeirra af nýjustu gerð. Þessir bílar eru vafalaust heppilegir til að glíma við hrjóstrugt landslagið í S-Afríku. Á myndum má einnig sjá tjaldbúðirnar sem Amazon Prime sló upp kringum tökurnar, en á stærsta tjaldinu eru stafirnir GT í stóru letri. Þeir standa fyrir heiti nýju þáttanna, The Grand Tour, en einnig má gantast með það að ef stöfunum er snúið við, þ.e. TG, tákna þeir enn upphafsstafina í Top Gear. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá stemmninguna hjá þrímenningunum eftir að tökum á fyrsta þættinum var lokið og eins og fyrri daginn svífur enginn alvarleiki yfir vötnunum.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent