Lægsta bensínverð í Bandaríkjunum í 12 ár Finnur Thorlacius skrifar 19. júlí 2016 10:40 Þeir gleðjast margir ökumennirnir vestur í Bandaríkjunum þessa dagana en bensínverð hefur ekki verið lægra þar í landi í 12 ár. Það er American Automobile Association (AAA) sem greinir frá þessu. Meðalverð bensíns í landinu er nú 2,21 dollari á hvert gallon. Það samsvarar 71,4 krónum. Það er næstum því þrisvar sinnum lægra verð en fá má á bensínstöðvum á Íslandi í dag. Bensínverð er misjafnt milli fylkja og svæða innan Bandaríkjanna og á 25% af bensínstöðvum Bandaríkjanna er verðið undir 2 dollurum. Lægsta bensínverðið er í Suður Karolínuríki, eða 1,88 dollarar, eða 60,8 krónur. Það er vel undir þriðjungi verðsins hér á landi. Hæst er verðið í Kaliforníuríki, eða 2,85 dollarar og 2,82 á Hawaii. Ástæða lágs verð á bensíni í Bandaríkjunum má helst skýra út með mikilli birgðasöfnun og eru birgðir nú 13% meiri en á sama tíma í fyrra. Olíuverð í heildsölu er nú um 45 dollarar á tunnu. Við því er búist að olíuverðið muni áfram haldast lágt út sumarið. Akstur meðal Bandaríkjamanna hefur verið í hæstu hæðum í sumar vegna þessa lága verð á bensíni. Þeir sem áhyggjur hafa af útblástursmengun vegna þessa hafa bent á þá óæskilegu þróun í bílasölu undanfarið að Bandaríkjamenn hafa í meira mæli sótt í eyðslufreka bíla, ekki síst stóra pallbíla og jeppa. Á meðan hafa umhverfisvænir bílar, svo sem rafmagnsbílar og tvinnbílar ekki selst vel. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent
Þeir gleðjast margir ökumennirnir vestur í Bandaríkjunum þessa dagana en bensínverð hefur ekki verið lægra þar í landi í 12 ár. Það er American Automobile Association (AAA) sem greinir frá þessu. Meðalverð bensíns í landinu er nú 2,21 dollari á hvert gallon. Það samsvarar 71,4 krónum. Það er næstum því þrisvar sinnum lægra verð en fá má á bensínstöðvum á Íslandi í dag. Bensínverð er misjafnt milli fylkja og svæða innan Bandaríkjanna og á 25% af bensínstöðvum Bandaríkjanna er verðið undir 2 dollurum. Lægsta bensínverðið er í Suður Karolínuríki, eða 1,88 dollarar, eða 60,8 krónur. Það er vel undir þriðjungi verðsins hér á landi. Hæst er verðið í Kaliforníuríki, eða 2,85 dollarar og 2,82 á Hawaii. Ástæða lágs verð á bensíni í Bandaríkjunum má helst skýra út með mikilli birgðasöfnun og eru birgðir nú 13% meiri en á sama tíma í fyrra. Olíuverð í heildsölu er nú um 45 dollarar á tunnu. Við því er búist að olíuverðið muni áfram haldast lágt út sumarið. Akstur meðal Bandaríkjamanna hefur verið í hæstu hæðum í sumar vegna þessa lága verð á bensíni. Þeir sem áhyggjur hafa af útblástursmengun vegna þessa hafa bent á þá óæskilegu þróun í bílasölu undanfarið að Bandaríkjamenn hafa í meira mæli sótt í eyðslufreka bíla, ekki síst stóra pallbíla og jeppa. Á meðan hafa umhverfisvænir bílar, svo sem rafmagnsbílar og tvinnbílar ekki selst vel.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent