"Karlmenn í hjúkrun eru bara venjulegir menn“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. júlí 2016 21:00 Nokkrir þessara manna eiga að baki áratuga reynslu í hjúkrun, en aðrir tiltölulega ungir í faginu. Allir eiga það sameiginlegt að vilja leggja sitt af mörkum til að fjölga karlmönnum í stéttinni. mynd/fíh/kristján maack „Karlmenn einhvern veginn horfa ekki á hjúkrun sem valmöguleika þegar þeir eru að velja sér framtíðarstarf. Það svona loddi við það, allavega áður fyrr, að við værum ekki taldir nógu klárir til þess að fara í læknisfræði eða værum samkynhneigðir eða eitthvað álíka,“ segir Ólafur G. Skúlason, hjúkrunarfræðingur.Ólafur G. Skúlason, er fyrrum formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðingaFélag íslenskra hjúkrunarfræðinga stendur fyrir átaki þar sem unnið er að vitundarvakningu í samfélaginu, gera karlmenn sýnilegri og þannig fjölga körlum í stéttinni, en nú er hlutfall karlmanna í hjúkrun á Íslandi innan við tvö prósent. Átakið fer fram á Facebook þar sem birt eru viðtöl við hjúkrunarfræðinga.„Hvernig datt þér í hug að fara í hjúkrun?“ „Það hefur verið farið í sambærilegt átak á Norðurlöndunum, til dæmis í Noregi og Danmörku, og hefur gengið mjög vel. Ætlunin er að sýna að karlmenn í hjúkrun eru bara venjulegir menn,“ segir Ólafur. Það átak hafi skilað árangri. „Öll svona átök skila árangri. Það sem við erum kannski að gera með þessu átaki er að sýna fyrirmyndir í hjúkrun. Sýna að þetta eru venjulegir karlmenn, til þess að það stimplist inn í þjóðfélagið, að hjúkrun er líka valmöguleiki fyrir karlmenn. Ég veit ekki til þess að það hafi verið gert áður, að sýna svona fyrirmyndir.“ Ólafur segir viðhorfið til stéttarinnar vissulega hafa breyst undanfarin ár, en að frekari umræðu sé þörf. Enn sé litið á hjúkrun sem kvennastétt. „Ætli fólk sé ekki bara svolítið fast í hefðunum hér á Íslandi. Það er alls ekki litið niður á karlmenn í hjúkrun en fólk er forvitið. Spyr hvers vegna hjúkrun varð fyrir valinu og spurningar á borð við „Hvernig datt þér í hug að fara í hjúkrun?" eru algengar.“ Aðspurður segir hann þessar spurningar ekki einskorðast við karlmenn. „Ég held að konur upplifi þetta líka, en ætli við kannski heyrum þetta ekki meira. Ég veit það ekki.“ Hjúkrun hefðbundin kvennastétt? Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, tekur undir með Ólafi að Íslendingar séu nokkuð fastir í hefðunum. „Á Íslandi eru alveg sárafáir karlmenn í hjúkrun. Þeir eru innan við tvö prósent á meðan í Norðurlöndunum og annars staðar í heiminum er fjöldi karlmanna í hjúkrun miklu meiri. Til dæmis á Ítalíu, í Bandaríkjunum og Ástralíu, en á öllum þessum stöðum er þessi prósenta allt önnur, frá tíu prósentum og upp í allavega fjörutíu prósent,“ segir hún. „Erum við mjög hefðbundin og teljum við þetta vera hefðbundna kvennastétt? Það má alveg velta því fyrir sér. Eða eru það launin sem þarna hafa áhrif eða hvað er það? Kannski er það staðalímyndin, en það eru án efa mjög margir þættir sem spila þarna inn í.“ Guðbjörg segist binda vonir við átakið skili breyttu viðhorfi. „Það er þannig að þegar við skoðum myndirnar á síðunni þá er þetta bara Pétur og Páll sem við sjáum úti á götu. En þegar þeir eru farnir í vinnuföt þá einhvern veginn horfir fólk öðruvísi á þá. Við viljum að þetta breytist.“ Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
„Karlmenn einhvern veginn horfa ekki á hjúkrun sem valmöguleika þegar þeir eru að velja sér framtíðarstarf. Það svona loddi við það, allavega áður fyrr, að við værum ekki taldir nógu klárir til þess að fara í læknisfræði eða værum samkynhneigðir eða eitthvað álíka,“ segir Ólafur G. Skúlason, hjúkrunarfræðingur.Ólafur G. Skúlason, er fyrrum formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðingaFélag íslenskra hjúkrunarfræðinga stendur fyrir átaki þar sem unnið er að vitundarvakningu í samfélaginu, gera karlmenn sýnilegri og þannig fjölga körlum í stéttinni, en nú er hlutfall karlmanna í hjúkrun á Íslandi innan við tvö prósent. Átakið fer fram á Facebook þar sem birt eru viðtöl við hjúkrunarfræðinga.„Hvernig datt þér í hug að fara í hjúkrun?“ „Það hefur verið farið í sambærilegt átak á Norðurlöndunum, til dæmis í Noregi og Danmörku, og hefur gengið mjög vel. Ætlunin er að sýna að karlmenn í hjúkrun eru bara venjulegir menn,“ segir Ólafur. Það átak hafi skilað árangri. „Öll svona átök skila árangri. Það sem við erum kannski að gera með þessu átaki er að sýna fyrirmyndir í hjúkrun. Sýna að þetta eru venjulegir karlmenn, til þess að það stimplist inn í þjóðfélagið, að hjúkrun er líka valmöguleiki fyrir karlmenn. Ég veit ekki til þess að það hafi verið gert áður, að sýna svona fyrirmyndir.“ Ólafur segir viðhorfið til stéttarinnar vissulega hafa breyst undanfarin ár, en að frekari umræðu sé þörf. Enn sé litið á hjúkrun sem kvennastétt. „Ætli fólk sé ekki bara svolítið fast í hefðunum hér á Íslandi. Það er alls ekki litið niður á karlmenn í hjúkrun en fólk er forvitið. Spyr hvers vegna hjúkrun varð fyrir valinu og spurningar á borð við „Hvernig datt þér í hug að fara í hjúkrun?" eru algengar.“ Aðspurður segir hann þessar spurningar ekki einskorðast við karlmenn. „Ég held að konur upplifi þetta líka, en ætli við kannski heyrum þetta ekki meira. Ég veit það ekki.“ Hjúkrun hefðbundin kvennastétt? Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, tekur undir með Ólafi að Íslendingar séu nokkuð fastir í hefðunum. „Á Íslandi eru alveg sárafáir karlmenn í hjúkrun. Þeir eru innan við tvö prósent á meðan í Norðurlöndunum og annars staðar í heiminum er fjöldi karlmanna í hjúkrun miklu meiri. Til dæmis á Ítalíu, í Bandaríkjunum og Ástralíu, en á öllum þessum stöðum er þessi prósenta allt önnur, frá tíu prósentum og upp í allavega fjörutíu prósent,“ segir hún. „Erum við mjög hefðbundin og teljum við þetta vera hefðbundna kvennastétt? Það má alveg velta því fyrir sér. Eða eru það launin sem þarna hafa áhrif eða hvað er það? Kannski er það staðalímyndin, en það eru án efa mjög margir þættir sem spila þarna inn í.“ Guðbjörg segist binda vonir við átakið skili breyttu viðhorfi. „Það er þannig að þegar við skoðum myndirnar á síðunni þá er þetta bara Pétur og Páll sem við sjáum úti á götu. En þegar þeir eru farnir í vinnuföt þá einhvern veginn horfir fólk öðruvísi á þá. Við viljum að þetta breytist.“
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira