Skerðing á lífeyri mannréttindabrot Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 2. júlí 2016 06:00 Aldraðir og öryrkjar hafa farið fram á að hætt verði að skerða lífeyri hjá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Skerðingin „króna á móti krónu“, það er skerðing Tryggingastofnunar á lífeyri, gæti verið mannréttindabrot. Þetta er mat Margrétar Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Hún telur ástæðu til að endurskoða fyrirkomulagið. „Ég hugsa að þegar þetta var sett á á sínum tíma hafi enginn tekið þetta heildstætt og skoðað hvort við séum að uppfylla mannréttindaskuldbindingar,“ tekur hún fram. Samkvæmt alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, sem Ísland er aðili að, skuldbinda ríki sig til að gæta sérstaklega að viðkvæmum hópum og tryggja að allir geti lifað mannsæmandi lífi.„Hvort sem um er að ræða eldra fólk eða öryrkja þurfa menn lífeyri sem þeir geta lifað af. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands „Þeir landsmenn sem ekki hafa réttindi úr lífeyrissjóðum geta ekki lifað á lífeyrinum sem þeir fá frá hinu opinbera. Skerðingin „króna á móti krónu“ dæmir svo marga til að lifa við sömu lélegu kjörin þótt þeir hafi áunnið sér einhver lífeyrisréttindi eða aflað viðbótartekna. Hvort sem um er að ræða eldra fólk eða öryrkja þurfa menn lífeyri sem þeir geta lifað af,“ leggur Margrét áherslu á. Valfrjáls bókun við fyrrgreindan samning gerir borgurum aðildarríkja kleift að kæra meint brot á samningnum til nefndarinnar sem starfar á grundvelli samningsins séu þeir ósáttir eftir að hafa reynt öll innlend réttarúrræði. Ekki er þó hægt að kæra meint brot til nefndarinnar hafi aðildarríki ekki fullgilt bókunina. Það hefur Ísland ekki gert. Að sögn Margrétar hafa Sameinuðu þjóðirnar mælst til þess að Ísland fullgildi bókunina.Bryndís Bjarnadóttir, herferðastjóri Íslandsdeildar Amnesty„Við höfum lagt á það brýna áherslu í fjölda ára að bókunin verði samþykkt en ekki haft erindi sem erfiði. Við munum halda því áfram,“ segir Bryndís Bjarnadóttir, herferðarstjóri Íslandsdeildar Amnesty. Finnland er eina norræna ríkið sem hefur undirritað viðaukann. Hin norrænu ríkin hafa hvorki skrifað undir né fullgilt bókunina, að því er segir í skriflegu svari frá utanríkisráðuneytinu. Þar segir jafnframt að eingöngu 45 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna hafi undirritað bókunina og 21 fullgilt hana.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Skerðingin „króna á móti krónu“, það er skerðing Tryggingastofnunar á lífeyri, gæti verið mannréttindabrot. Þetta er mat Margrétar Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Hún telur ástæðu til að endurskoða fyrirkomulagið. „Ég hugsa að þegar þetta var sett á á sínum tíma hafi enginn tekið þetta heildstætt og skoðað hvort við séum að uppfylla mannréttindaskuldbindingar,“ tekur hún fram. Samkvæmt alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, sem Ísland er aðili að, skuldbinda ríki sig til að gæta sérstaklega að viðkvæmum hópum og tryggja að allir geti lifað mannsæmandi lífi.„Hvort sem um er að ræða eldra fólk eða öryrkja þurfa menn lífeyri sem þeir geta lifað af. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands „Þeir landsmenn sem ekki hafa réttindi úr lífeyrissjóðum geta ekki lifað á lífeyrinum sem þeir fá frá hinu opinbera. Skerðingin „króna á móti krónu“ dæmir svo marga til að lifa við sömu lélegu kjörin þótt þeir hafi áunnið sér einhver lífeyrisréttindi eða aflað viðbótartekna. Hvort sem um er að ræða eldra fólk eða öryrkja þurfa menn lífeyri sem þeir geta lifað af,“ leggur Margrét áherslu á. Valfrjáls bókun við fyrrgreindan samning gerir borgurum aðildarríkja kleift að kæra meint brot á samningnum til nefndarinnar sem starfar á grundvelli samningsins séu þeir ósáttir eftir að hafa reynt öll innlend réttarúrræði. Ekki er þó hægt að kæra meint brot til nefndarinnar hafi aðildarríki ekki fullgilt bókunina. Það hefur Ísland ekki gert. Að sögn Margrétar hafa Sameinuðu þjóðirnar mælst til þess að Ísland fullgildi bókunina.Bryndís Bjarnadóttir, herferðastjóri Íslandsdeildar Amnesty„Við höfum lagt á það brýna áherslu í fjölda ára að bókunin verði samþykkt en ekki haft erindi sem erfiði. Við munum halda því áfram,“ segir Bryndís Bjarnadóttir, herferðarstjóri Íslandsdeildar Amnesty. Finnland er eina norræna ríkið sem hefur undirritað viðaukann. Hin norrænu ríkin hafa hvorki skrifað undir né fullgilt bókunina, að því er segir í skriflegu svari frá utanríkisráðuneytinu. Þar segir jafnframt að eingöngu 45 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna hafi undirritað bókunina og 21 fullgilt hana.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira