Segir mikilvægt að koma í veg fyrir fyrsta þunglyndiskastið Kristjana Björg Guðbrandssdóttir skrifar 4. júlí 2016 07:00 Eiríkur segir forvarnir gætu lengt og bætt líf ungmenna sem eiga á hættu að glíma við þunglyndi. vísir/Hanna Talið er að um helmingur ungmenna sem greinast með mörg einkenni þunglyndis á aldrinum 14 til 15 ára fái sitt fyrsta þunglyndiskast fyrir tvítugt. Sýnt hefur verið fram á tengsl þunglyndis og kvíða, röskunar á atferli og á matarvenjum, reykinga og áfengisneyslu, erfiðleika í og brottfalls úr skóla. Eiríkur Örn Arnarson sálfræðingur, hefur þróað forvarnarnámskeið gegn kvíða og þunglyndi á unglingastigi, en hvort tveggja fer vaxandi á Íslandi. Námskeiðið er byggt á hugmyndum hugrænnar atferlismeðferðar meðal ungmenna með mörg einkenni þunglyndis og er afrakstur rannsóknar Eiríks og samstarfsmanna. Rannsóknin var framkvæmd með þeim hætti að fyrst var skimað eftir einkennum í níunda bekk í hverjum skóla. Há einkunn í mati leiddi til greiningar. Þeim sem ekki greindust með alvarlegt þunglyndi var boðin þátttaka. Raðað var af handahófi í tilrauna- og samanburðarhóp. Námskeiðið var 14 kennslustundir á 12 vikum. Nemendur fengu sérstaka handbók með fræðsluefni og verkefnum og kennslan fór fram með fyrirlestrum, umræðum og æfingum. Haldin voru námskeið í sex sveitarfélögum og árangur metinn við hálfs og eins árs eftirfylgd. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að námskeiðið, sem er kallað Hugur og heilsa, dró marktækt úr einkennum þunglyndis og spornaði við þróun þess. „Þátttakendur virtust halda áfram að nýta sér það sem þeir lærðu. Niðurstöðurnar ættu að auka vægi forvarna í skólakerfi og heilbrigðisþjónustu og nýtast þeim sem fást við geðræn vandkvæði og nýnæmið er forvörn geðröskunar,“ segir Eiríkur.Unglingar sem eru í hættu á að þróa með sér þunglyndi geta fengið stuðning með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar.Nordicphotos/GettyEiríkur segir mjög mikilvægt að koma í veg fyrir fyrsta þunglyndiskastið. Það gæti haft áhrif á námsárangur, atvinnu, félagshæfni, lífsgæði, dregið úr þörf fyrir læknisþjónustu og misnotkun áfengis og fíkniefna síðar á lífsleiðinni. „Forvarnir kynnu að lengja og bæta líf þeirra sem eru í áhættuhópi. Með því að kenna börnum að takast á við andstreymi er líklegra að þau standi sig betur. Markmiðið er að styrkja viðnámsþróttinn. Tilgangur rannsóknar minnar var að kanna hvort unnt væri að koma í veg fyrir þróun þunglyndis meðal ungmenna, sem ekki hafa greinst með það,“ segir Eiríkur. Hann bendir á að námskeiðið sé haldið í níunda bekk. „Það er mikilvægt að grípa inn í, því á þessum tíma í lífi barna verða miklar breytingar og fyrstu merki alvarlegrar geðlægðar fara að sjást. Á næstu árum verður veruleg aukning bæði hjá drengjum og stúlkum,“ segir Eiríkur en kynjamunurinn er mikill. Þunglyndi er helmingi algengara á meðal stúlkna en drengja. Rannsóknir hafa leitt í ljós að allt að fjórðungur ungmenna eigi við alvarlegt þunglyndi eða óyndi að stríða áður en þau ljúka framhaldsskólanámi,“ segir Eiríkur og ítrekar að þeir sem finni fyrir þunglyndiseinkennum eigi frekar á hættu en aðrir að glíma við þunglyndi aftur seinna á ævinni. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa birst í ritrýndum innlendum og erlendum tímaritum. Árangur námskeiðsins hefur einnig verið rannsakaður við háskólann í Coimbra í Portúgal og þar hefur það skilað svipuðum árangri og hér á landi. Eiríkur segir að jafnvel þótt dregið sé tiltölulega lítið úr nýgengi þunglyndis hafi það veruleg heilsuhagfræðileg áhrif. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júlí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Talið er að um helmingur ungmenna sem greinast með mörg einkenni þunglyndis á aldrinum 14 til 15 ára fái sitt fyrsta þunglyndiskast fyrir tvítugt. Sýnt hefur verið fram á tengsl þunglyndis og kvíða, röskunar á atferli og á matarvenjum, reykinga og áfengisneyslu, erfiðleika í og brottfalls úr skóla. Eiríkur Örn Arnarson sálfræðingur, hefur þróað forvarnarnámskeið gegn kvíða og þunglyndi á unglingastigi, en hvort tveggja fer vaxandi á Íslandi. Námskeiðið er byggt á hugmyndum hugrænnar atferlismeðferðar meðal ungmenna með mörg einkenni þunglyndis og er afrakstur rannsóknar Eiríks og samstarfsmanna. Rannsóknin var framkvæmd með þeim hætti að fyrst var skimað eftir einkennum í níunda bekk í hverjum skóla. Há einkunn í mati leiddi til greiningar. Þeim sem ekki greindust með alvarlegt þunglyndi var boðin þátttaka. Raðað var af handahófi í tilrauna- og samanburðarhóp. Námskeiðið var 14 kennslustundir á 12 vikum. Nemendur fengu sérstaka handbók með fræðsluefni og verkefnum og kennslan fór fram með fyrirlestrum, umræðum og æfingum. Haldin voru námskeið í sex sveitarfélögum og árangur metinn við hálfs og eins árs eftirfylgd. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að námskeiðið, sem er kallað Hugur og heilsa, dró marktækt úr einkennum þunglyndis og spornaði við þróun þess. „Þátttakendur virtust halda áfram að nýta sér það sem þeir lærðu. Niðurstöðurnar ættu að auka vægi forvarna í skólakerfi og heilbrigðisþjónustu og nýtast þeim sem fást við geðræn vandkvæði og nýnæmið er forvörn geðröskunar,“ segir Eiríkur.Unglingar sem eru í hættu á að þróa með sér þunglyndi geta fengið stuðning með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar.Nordicphotos/GettyEiríkur segir mjög mikilvægt að koma í veg fyrir fyrsta þunglyndiskastið. Það gæti haft áhrif á námsárangur, atvinnu, félagshæfni, lífsgæði, dregið úr þörf fyrir læknisþjónustu og misnotkun áfengis og fíkniefna síðar á lífsleiðinni. „Forvarnir kynnu að lengja og bæta líf þeirra sem eru í áhættuhópi. Með því að kenna börnum að takast á við andstreymi er líklegra að þau standi sig betur. Markmiðið er að styrkja viðnámsþróttinn. Tilgangur rannsóknar minnar var að kanna hvort unnt væri að koma í veg fyrir þróun þunglyndis meðal ungmenna, sem ekki hafa greinst með það,“ segir Eiríkur. Hann bendir á að námskeiðið sé haldið í níunda bekk. „Það er mikilvægt að grípa inn í, því á þessum tíma í lífi barna verða miklar breytingar og fyrstu merki alvarlegrar geðlægðar fara að sjást. Á næstu árum verður veruleg aukning bæði hjá drengjum og stúlkum,“ segir Eiríkur en kynjamunurinn er mikill. Þunglyndi er helmingi algengara á meðal stúlkna en drengja. Rannsóknir hafa leitt í ljós að allt að fjórðungur ungmenna eigi við alvarlegt þunglyndi eða óyndi að stríða áður en þau ljúka framhaldsskólanámi,“ segir Eiríkur og ítrekar að þeir sem finni fyrir þunglyndiseinkennum eigi frekar á hættu en aðrir að glíma við þunglyndi aftur seinna á ævinni. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa birst í ritrýndum innlendum og erlendum tímaritum. Árangur námskeiðsins hefur einnig verið rannsakaður við háskólann í Coimbra í Portúgal og þar hefur það skilað svipuðum árangri og hér á landi. Eiríkur segir að jafnvel þótt dregið sé tiltölulega lítið úr nýgengi þunglyndis hafi það veruleg heilsuhagfræðileg áhrif. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júlí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira