Kevin Durant fer til Golden State Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júlí 2016 15:49 Kevin Durant og Steph Curry, verðandi samherjar hjá Golden State. vísir/getty Kevin Durant, einn besti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta, mun ganga í raðir Golden State Warriors frá Oklahoma City Thunder. Durant greindi frá þessu í dag á vefsíðunni The Players' Tribune. Samningur Durant við Oklahoma rann út í sumar og honum var því frjálst að semja við hvaða lið sem er í NBA-deildinni. Durant ræddi við forráðamenn sex liða í NBA undanfarna þrjá daga: Oklahoma, San Antonio Spurs, Boston Celticws, Miami Heat, Los Angeles Clippers og Golden State. Durant valdi á endanum Golden State sem varð NBA-meistari 2015. Talið er að Durant skrifi undir tveggja ára samning við Golden State að verðmæti 54,3 milljóna dollara. Durant, sem er 27 ára, kom inn í NBA-deildina 2007 þegar hann var valinn annar í nýliðavalinu af Seattle SuperSonics sem flutti síðan til Oklahoma. Durant hefur allar götur síðan verið einn allra besti leikmaður deildarinnar og var valinn verðmætasti leikmaður hennar 2014. Auk þess hefur hann fjórum sinnum orðið stigakóngur NBA. Durant er með 27,4 stig, 7,0 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í NBA á ferlinum. Oklahoma komst í úrslit Vesturdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili en tapaði í oddaleik fyrir verðandi samherjum Durants í Golden State. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Kevin Durant, einn besti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta, mun ganga í raðir Golden State Warriors frá Oklahoma City Thunder. Durant greindi frá þessu í dag á vefsíðunni The Players' Tribune. Samningur Durant við Oklahoma rann út í sumar og honum var því frjálst að semja við hvaða lið sem er í NBA-deildinni. Durant ræddi við forráðamenn sex liða í NBA undanfarna þrjá daga: Oklahoma, San Antonio Spurs, Boston Celticws, Miami Heat, Los Angeles Clippers og Golden State. Durant valdi á endanum Golden State sem varð NBA-meistari 2015. Talið er að Durant skrifi undir tveggja ára samning við Golden State að verðmæti 54,3 milljóna dollara. Durant, sem er 27 ára, kom inn í NBA-deildina 2007 þegar hann var valinn annar í nýliðavalinu af Seattle SuperSonics sem flutti síðan til Oklahoma. Durant hefur allar götur síðan verið einn allra besti leikmaður deildarinnar og var valinn verðmætasti leikmaður hennar 2014. Auk þess hefur hann fjórum sinnum orðið stigakóngur NBA. Durant er með 27,4 stig, 7,0 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í NBA á ferlinum. Oklahoma komst í úrslit Vesturdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili en tapaði í oddaleik fyrir verðandi samherjum Durants í Golden State.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira